Biblían og símaskráin

Bara svona einn lítill Kínverji fyrir nóttina. Pínulítil saklaus sprengja á kostnað einhvers sem á það fyllilega skilið. Styttist ekki í áramótin?

Ungur maður ákvað, að loknu stúdentsprófi, að skrá sig í guðfræðina í Háskólanum.

Af hverju guðfræði, spurði velunnari unga mannsins.

Hún svarar öllum mínum spurningum um réttlætið í lífinu, sagði ungi maðurinn.

Nokkru síðar var ungi maðurinn spurður um afstöðu sína til samkynhneigðar, sinnar eigin, eða annarra.

Hann sagði að Biblían fordæmdi samkynhneigð, nýbúinn að pæla í gegn um það 2000 ára gamla rit og gerði það allt að sínu í nútímanum.

Ertu viss um það vinur, er eitthvað að marka þetta eldgamla blaður úr Miðausturlöndum?

Já, ef það stendur í Biblíunni, þá gildir það.

Skapaði Guð þá ekki samkynhneigða rétt eins og annað fólk?

Guð skapaði öll börnin vissulega, en ekki með neina sérstaka kynhneigð. Hún kemur til síðar í ljósi uppeldis og lífsreynslu hvers og eins. Guð er ekkert í kynhneigðinni fyrr en á seinni stigum og þá er hann grimmur og afdráttarlaus.

Og hefur þá Guð ekkert með þessi sköpunarverk sín að gera þegar náttúran kallar á þau, til samneytis við eigið eða gagnkvæmt kyn? Á hann engar leiðbeiningar og huggunarorð?

Heyrðu mig nú, Guð lét nokkra ritfæra menn semja Biblíuna og þar er allt sem þú þarft að vita. Flettu bara Biblíunni, þar er allt og þar eru svör við öllu.

Ég má ekki vera að þessu lengur, þú ert að tefja mig í vinnunni.

Hvaða vinna er það vinur?

Ég er að vinna að Símaskránni.

Mikilvægustu bók Íslands.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún er heldur nytsamari símaskráin en bókin svarta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gríðarlega löng atrenna........og lítið stökk.

Baldur Hermannsson, 15.7.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já og verst að hann sr. Hannes á Felli skuli vera látinn, það mikla samfélagssnyrtimenni. Hann hefði trúlega kallað Björn asna.

Gústaf Níelsson, 15.7.2010 kl. 23:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf ekki að vitna í látið fólk til að finna menn sem hafa nákvæmlega þessa skoðun á þér Gústaf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Björn Birgisson

Já og verst að hann sr. Hannes á Felli skuli vera látinn, það mikla samfélagssnyrtimenni. Hann hefði trúlega kallað Gústaf Níelsson gáfumenni, en aðeins undir það síðasta.

Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 19:02

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hlýtur að vera merkilegur maður, séra Hannes á Felli, sem hefði sagt svo margt ef hann væri ekki látinn.

Baldur Hermannsson, 19.7.2010 kl. 19:20

7 Smámynd: Björn Birgisson

Það er ekki gáfulegt að vitna til þess sem látnir hefðu sagt, hefðu þeir lifað! Betra að tala beint frá eigin brjósti, en að fela sig á bak við hina dauðu, en sumir þurfa alltaf að vera í feluleik!

Var að koma heim eftir fimm daga dvöl í Húsafelli. Ótrúlega sólbrúnn og næstum því sætur!

Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 19:31

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, ég hef aldrei séð asna en þeir ku vera brúnir..............

Baldur Hermannsson, 19.7.2010 kl. 23:52

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka hlý orð! Hvernig skyldi verða þegar jötuþegum og þar á liggjendum verður meinað máls í heimi okkar hinna frjálsbornu Íslendinga?

Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband