Hvenær ætlar Vinstri stjórnin að gefa LÍÚ það upphögg sem dugar?

Hvenær ætla þessir aumu ráðamenn þjóðarinnar að troða því inn í sína kolla að það á að gefa allar handfæraveiðar við Íslandsstrendur algjörlega frjálsar?

Hvenær ætlar Vinstri stjórnin að gefa LÍÚ það upphögg sem dugar?

Er kjarkurinn enginn? Á bara LÍÚ að stjórna helstu auðlind Íslands, sem samtökin eiga ekki krónu í?

Hvað varðar þjóðina um allt braskið með kvótann?

Hver kaupir af hverjum? Hver breytir ýsu í þorsk?

Nákvæmlega ekkert.

Ekkert frekar en um frjáls viðskipti með sjoppur og súlustaði.

Frjálsar handfæraveiðar eru handan við hornið.

Það þarf bara pínulítinn kjark.

Er hann til staðar?

 


mbl.is Strandveiðibátar í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spillt stjórnvöld thurfa ekki kjark...thjódin tharf kjark til thess ad losa sig vid stjórnmálamenn sem vilja ekki breyta thessu kerfi.  Thjódin sjálf verdur ad hrifsa eign sína úr höndum LÍÚ.  5% fyrningarleid er rugl.  100% strax.

Skötuselur (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, má ég koma með auglýsingu á blogginu þínu ?

Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Björn Birgisson

Auglýsingu? Er ball framundan?

Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þögn er sama og samþykki, Björn. Ég skora hér með á trillukarla og velunara þeirra, komið niðrí

sjávarútvegsráðuneyti eða heim til Jóns Bjarnasonar. Verum einu sinni með þrýsting, komið þið

fram úr sófunum og verum alvöru menn. Arthúr Bogason getur örugglega skipulagt okkur.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Björn Birgisson

Láttu heimili Jóns Bjarnasonar alveg vera. Skrílvæðning leysir ekkert. Skapar bara vanda.

Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 23:15

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Rétt er það Björn minn, en hvað á að gera ?

Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 23:25

7 Smámynd: Björn Birgisson

Fara bara á sjóinn og storka kerfinu.

Áður en sól skín á sjóinn, er síðasti karlinn róinn ...............

Dorgar þar daga langa með dula ásýnd og stranga

og hönd sem er hnýtt og marin ...........

Tommi Gumm er með þetta á hreinu!

Eins og ég.

Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 23:45

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Má ég gefa LÍÚ upphögg? Ég horfði alltaf á boxið á Sýn með Bubba og Ómari á sínum tíma.

Theódór Norðkvist, 20.7.2010 kl. 01:36

9 Smámynd: Björn Birgisson

Theódór, þín högg gilda. Vinstri krókur er ekkert verri!

Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 02:53

10 identicon

5% fyrningarleid er KJAFTAEDI.  Er talan 5 heilög?  Eru 5% bod frá Gudi?  Thjódin á audlindir sjávar umhverfis Ísland.  Thetta er sameiginleg eign thjódarinnar.

100% strax!  Thad á ekki ad láta keypta glaepadómara hindra thjódina í ad vernda eign sína.  Allir dómar gegn thjódareign eru glaepir.

Thad er hlaegilegt ad íslendingar sumir saetti sig vid framtídarthjódfélag thar sem börn kvótaraeningja faedist med silfurskeid í munni.  Ad afkomendur spilltra manna rádskist med audlind thjódarinnar.  99% af thjódinni hafi ekkert um eignina ad segja.  Hverskonar framtídarsýn er thad?  Eru menn algerir aumingjar?  Hvad í helvítinu er ad íslendingum?  

Skötuselur (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 07:02

11 Smámynd: Tryggvi Helgason

Handfæraveiðar á vitaskuld að gefa alveg frjálsar, en að sjálfsögðu þarf jafnframt að setja skynsamlegar reglur þar um. (Ef til vill má láta frjálsar línuveiðar fylgja með).

En sjávarútvegsráðherrann er búinn að gefa frjálsar veiðar á einni tegund sjávarfangs, þ.e. úthafsrækju. Mér finnst full ástæða til þess að þakka honum fyrir það framtak, þetta er stórt og mikilvægt skref í rétta átt. Þessa ákvörðun tók ráðherrann þrátt fyrir mikla og ósanngjarna andstöðu "einokunaraflanna", það er kvótahafanna sem telja sig eina hafa rétt til fiskiveiða við Ísland.

Megi ráðherrann hafa heiður og þökk fyrir áræðið að taka sjálfstæða en fullkomlega réttmæta ákvörðun.

Tryggvi Helgason, 20.7.2010 kl. 10:26

12 identicon

Tryggvi sjávarútvegsráðherra hefur ekki leift neinar frjálsar veiðar,aflinn sem strandveiðiflotinn fær að veiða er tekin af aflaheimildum annarra, þetta er álíka gáfulegt og ef ríkisstjórnin myndi ákveða að með hverjum nýjum ríkisstarfsmanni skildu launin tekinn af þeim sem eru í starfi hjá ríkinu.  

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband