Sprelllifandi kreppa

Þetta þýðir bara eitt: Kreppan er búin, segir Vilhjálmur Egilsson, en slær þó ýmsa varnagla.

Ef kreppan er búin þá hef ég fylgst afar illa með eða rangtúlkað hlutina illilega.

Ég veit ekki betur en að ótal fyrirtæki í landinu standi á algjörum brauðfótum, fjölmörg þeirra séu tæknilega gjaldþrota og sé haldið gangandi af ríkinu eða bönkunum.

Ég veit ekki betur en að um 16 þúsund manns séu án atvinnu, rúmlega 9% þeirra sem vilja og geta unnið.

Ég veit ekki betur en að þúsundir fjölskyldna sjái fram á greiðsluþrot á næstu misserum og geti með engu móti greitt sínar skuldir.

Ég veit ekki betur en að Icesave deilan sé enn óleyst.

Ég veit ekki betur en að endurreisn hins fallna Seðlabanka og hinna bankanna hafi verið fengin að láni og verði þungur baggi á ríkissjóði um langa hríð.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Það er algjör óþarfi að afskrifa kreppuna þótt nokkrar skárri tölur birtist hjá Hagstofunni, sem þó ber auðvitað að fagna.

Þótt lið poti inn einu marki snemma í fyrri hálfleik er leikurinn fjarri því unninn þar með.

Í mínum huga er kreppan sprelllifandi á Íslandi.

En gott þó til þess að vita að eitthvað eru stjórnvöld að gera rétt í að þoka málum til betri vegar.

 


mbl.is „Kreppan er búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er kreppa, og hvað er ekki kreppa? Það er spurningin.

Sjeik Spír (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:38

2 identicon

Kreppa....aftur ....augun.

Óskar (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, segir 

"Kreppa....aftur ....augun."

Það er ekki í boði, kæri vinur, því sjáandi þurfum við að ganga til móts við framtíðina!

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband