Smáglæpirnir eru í góðu lagi

"Landaverksmiðjan var á sveitabæ í Hrunamannahreppi í nágrenni Flúða. Mennirnir hafa áður verið staðnir að landaframleiðslu."

Eitt og annað finna nú eldri borgararnir sér til dundurs!

Ríkið hefur einkaleyfi á sölu áfengis í landinu og armur laganna getur því orðið langur, þegar gamlir karlar austur í sveitum ætla að ryðjast inn á þann markað með sitt heimabrugg.

Áfengi getur verið mikill gleðigjafi og hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hins vegar fylgja áfenginu miklar raunir líka eins og karlarnir fyrir austan fjall eru nú að upplifa.

Ríkið upplifir líka broslegar raunir vegna einkasölunnar sinnar. Það harðbannar allar auglýsingar á áfengi, en samt dynja slíkar auglýsingar í sífellu á landsmönnum, í útvarpi, sjónvarpi og í blöðum og hinn langi armur laganna gerir ekkert í þeim málum. Bjórframleiðendur brosa bara í laumi og auglýsa á fullu.

Nokkrar verslanir eru í landinu sem selja efni til heimabruggunar á víni. Mest rauðvíni og hvítvíni. Í lögum stendur að vínandamagnið megi ekki fara upp fyrir 2,25%. Allir vita að það fer gjarnan í 12-14%. Sömuleiðis mega allir vita að stórtækustu heimabruggararnir, sem versla við þessar búðir, selja gjarnan hluta framleiðslunnar til þess að fjármagna eigin neyslu.

Ríkið snýr sér bara undan og læst ekki sjá þetta.

Það sem leiddi til innrásar löggunnar í verksmiðju landakarlanna var þetta:

Þeir voru of stórtækir.

Það hefur nefnilega sýnt sig að það er allt í lagi að brjóta allar reglur og lög sem um áfengið gilda, ef brotin eru ekki of stórtæk.

Smáglæpirnir eru í góðu lagi.

Svo var það maðurinn sem sagði:

Ég drekk til að gera annað fólk skemmtilegra!

 

 


mbl.is Landamálið telst upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Halló! Þessi er ekki síðri

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: Björn Birgisson

Skál, Helga mín!

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband