22.7.2010 | 12:47
Gufaði Sigurður Einarsson upp?
Sérstakur saksóknari hefur mér vitanlega enn ekki getað yfirheyrt Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings.
Allir muna hve mikla athygli handtaka Hreiðars Más og fleiri bankamanna vakti. Hreiðar Már var ekki tekinn neinum vettlingatökum og mátti dúsa í svartholinu í einangrun á milli þess sem menn saksóknarans reyndu að rekja úr honum garnirnar.
Ekki er vitað hverju sú handtaka og yfirheyrslur skiluðu, en hitt er vitað að um sama leyti lagði sérstakur saksóknari höfuðáherslu á að fá Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings, til landsins svo hægt væri að yfirheyra hann líka.
Sigurður lét ekki sjá sig þar sem hann fékk ekki loforð um að verða ekki handtekinn eins og Hreiðar Már.
Svo heyrist ekki meira af máli Sigurðar í óralangan tíma.
Getur verið að áhugi saksóknarans sérstaka á Sigurði hafi gufað upp, eða gufaði kannski Sigurður Einarsson sjálfur upp?
Hvernig skyldu þau mál standa?
Er kannski saksóknarinn sérstaki og allt hans lið komið í sumarfrí?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn er auðvitað bölvuð gufa úr því hann þorði ekki að koma til landsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2010 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.