Breytt verðtrygging

Dómur var kveðinn upp í prófmáli um vexti gengistryggðra lána nú fyrir stundu. Fallist var á fjórðu varakröfu Lýsingar í þessu máli þar sem farið verður eftir óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans.

Þetta er niðurstaða sem skuldarar vildu ekki fá, en verður að teljast eðlileg. Lánin voru verðtryggð og verða það áfram með aðeins breyttu sniði.

Held að Hæstiréttur breyti þessum dómi ekki.


mbl.is Fallist á rök Lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sammál þér , Björn.  Réttlætiskennd mín telur að Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu hérðasdóms. Ljóst er að grunnforsenda lánanna var verðtrygging með tenginu við gengi. Án þeirrar tryggingar hefðu engin lán verið veitt- nema með verðtryggingu eða vöxtum Seðlabankans gagnvart óverðtryggðum lánum... Dómur héraðsdóms horfir augljóslega til þessara staðreynda...

Sævar Helgason, 23.7.2010 kl. 12:07

2 identicon

Það gleymist alveg að taka inn í málið að lánafyrirtækin voru vísvitandi að brjóta lög og lána í þessu formi til þess að hagnast meira á því.

Þetta eru því auðgunarbrot og lánveitendur eiga að sæta refsingum fyrir þau brot.  Að tapa peningum er partur af þeirri refsingu.

Við skulum ekki gleyma í að málunum sem fram komu fram að þessu þá voru 2 dómum snúið í hæstarétti og aðeins 1 staðfestur.  Það segir mér það að héraðsdómarar þora ekki að vera þeir sem taka afstöðu þar sem þeir vita að það er í verkahring hæstaréttar á endanum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Hefði þá ekki verið eðlilegra að setja verðtryggða vexti SÍ á kröfuna?  Dómari getur ekki hringlað fram og tilbaka með röksemdafærslu sína.

Svo má einnig benda á að væntanlega hefði stór hluti þeirra sem tóku þessi lán ekki tekið þau ef það hefði legið fyrir að þetta voru í raun "verðtryggð/óverðtryggð" krónulán, líkt og dómarinn virðist telja núna.

Eygló Þóra Harðardóttir, 23.7.2010 kl. 12:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dómur er mjög einfaldur og plein.

1. Erlendu vextirnir hanga saman við gengistrygginguna.  Án hennar hefði slíkir vextir aldrei staðið til boða.  þegar gengistrygging er dæmd rön verður verulegur forsendubrestur og erlendu vextirnor geta þ..l. eigi staðið.

2.  Lántakendum stóðu 3 lánsmöguleikar til boða:  Gengistrygging+vextir, vísitala+vextir og óverðtryggðir vextir.

3. Litið er til 4.greinar vaxtalaga um hvernig með skuli fara.  (og þ.a.l. öllu umfram það er þar er sett fram hafnað)

4. Líta skuli til hagstæðustu mögulegu niðurstöðu fyrir neytenda og því óverðtryggðir vextir dæmdir á lánin (því vísitölubinding+vextir séu óhagstæðari)

5. ,,Að öllu framanrituðu virtu er það niðurstaða dómsins að við úrlausn málsins verði að líta til ákvæða 4. gr., sbr. 3. gr., vaxtalaga nr. 38/2001 og reikna vexti af umræddu láni til samræmis við þá vexti, sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir eru samkvæmt 10. gr. sömu laga. Verður því fallist á fjórðu varakröfu stefnanda."  (Niðurstaða dóms)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband