23.7.2010 | 13:08
Sleggjan kveður fast að orði
Kvótakerfið hefur alla tíð verið uppspretta mikilla deilna hérlendis, en segja má að þær deilur hafi nokkuð legið í láginni eftir hrunið, þar sem fólk hefur fundið sér annað til að karpa um.
Jón Bjarnason ráðherra sjávarútvegsmála hefur gert að minnsta kosti þrjár tilraunir til að brjóta múra kerfisins. Strandveiðarnar. Skötuselsveiðarnar og nú frelsi til veiða á úthafsrækju. Jón Bjarnason er því í engu uppáhaldi hjá LÍÚ þessa dagana.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, er skoðanafastur maður og baráttuhundur. Hann skrifar grein um kvótamálin í Morgunblaðið í dag.
Ég vil eindregið hvetja alla til að renna yfir þá grein. Hún er vel þess virði.
Bæði þá sem fylgjandi eru kvótakerfinu og þá sem eru því andvígir.
Einnig þá sem telja sig hlutlausa, en þeir hljóta að vera all margir.
Sleggjan kveður fast að orði í greininni.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.