Kannabis í bílskúrnum

"Kona á fimmtugsaldri var handtekin í gær þegar lögreglan stöðvaði kannabisræktun í bílskúrnum hennar. Konan býr í raðhúsi í Garðabænum. 72 plöntur fundust í bílskúr konunnar sem játaði sinn þátt í málinu. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður." segir vísir.is

Fréttir eins og þessi eru að verða daglegt brauð í okkar fjölmiðlum. Kannabisræktun og bruggun um allt landið.

En hvar fær allt þetta fólk græðlingana og hvað skyldu þeir kosta?

Er kannski einhvers staðar vandlega falinn "heildsali" sem útvegar þessu fólki græðlingana?

Ég sem hélt að allar konur á fimmtugsaldri í Garðabæ væru fínar frúr sem dreyptu bara á sherrý í saumaklúbbnum og á sunnudögum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll! Það er greinilega nægur markaður fyrir ,,Drallið.,, Gæti trúað að framleiðsla kannabisefna hafi blómstrað hjá þeim fyrstu sem datt þetta í hug, áður en lögreglan tók að þefa þá uppi. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Helga, hvað ert þú með mörg stofublóm á þínu heimili? Á mínu heimili eru þau bara fjögur. Þessi fína frú var með 72 plöntur í ræktun!  Hvaðan kemur þetta allt? Það langar mig að vita!

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta eru einu skúbbin sem mogginn hefur haft fram að færa undanfarna mánuði.

Þessi mál hljóta að vera Hádegismóra sérstaklega hjartfólgin..

hilmar jónsson, 23.7.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband