23.7.2010 | 22:07
Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega að klofna
"Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi hefur heldur farið vaxandi að undanförnu að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra."
"Hvað segirðu um það sjónarmið þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það sé ótímabært að þú takir þátt í ríkjaráðstefnu ESB á þriðjudag, í ljósi þess að fyrir þingi liggi tillaga um draga aðildarumsóknina til baka?" spyr Mogginn.
"Það er fráleitur málflutningur en hann kemur mér ekki að öllu leyti á óvart. Hann kemur þó á óvart miðað við það að skömmu áður en núverandi formaður var kjörinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins talaði hann nánast eins og jafn sannfærður Evrópusambandssinni og ég. En allt breytist í heiminum [...] Hitt liggur fyrir að Alþingi er æðsta vald og það getur tekið ákvörðun hvenær sem það vill um að fresta viðræðum, draga sig út úr viðræðum eða slíta þeim."
Ber Bjarni Benediktsson kápuna á báðum herðum? Össur segir það.
Öllum er ljóst að Bjarni Benediktsson varð algjörlega undir á landsfundinum á dögunum.
Öfgamenn skutu þar formanninn í kaf.
Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega að klofna.
Aukinn stuðningur við aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt hversu margir Samfylkingarsnúðar þykjast vera hlutlausir. Fnykurinn leynir sér hins vegar ekki.
Sigurður Þorsteinsson, 23.7.2010 kl. 22:19
Sjálfstæðisflokkurinn er "greinilega" búinn að vera að klofna lengi, samkvæmt sumum. Það er sjálfsagt draumur vinstri-manna að það gerist, hann hefur amk. klofnað ansi oft miðað við umræðuna sem hefur verið um flokkinn í gegnum tíðina.
TómasHa, 23.7.2010 kl. 22:20
Sigurður Þorsteinsson, ertu á kamrinum? Opnaðu bara gluggann og forðaðu þér! Fnykurinn mun ekki elta þig! Hann mun bara erta næsta mann, þannig að hann mun fresta aðgerðum um sinn!
Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:26
TómasHa, flokkurinn er að klofna. Kannski ekki í víðtækustu merkingu orðsins, en hann er að klofna. Sem er ekki endilega slæmt, eykur bara á flóruna. Allir flokkar hafa klofnað vegna mismunandi skoðana. Það er bara hollt fyrir pólitíkina í landinu. Fyrir fólkið í landinu. Skiptir það ekki öllu máli?
Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:31
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki klofnað frekar en fúaspýta. Það eru bara við, vinstri menn, sem getum klofnað og við gerum það ef á þarf að halda.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 22:35
Sigurður, hlutleysi "Vinsti Samfylkingarsina" er ekkert skrýtið, og lyktin hefur alltaf verið að versna!! eina breytingiin er að þeir eru farnir að leyna fnyknum!!!
Björn, glugginn er lokaður, en þessi svæsni fnykur Samgrænna er svo slæmur að það þarf hátæknilegt ræstitæknafyrirtæki til að ræsta út !!!
Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 22:38
Ben.Ax, fúaspýtur klofna einatt og sérstaklega þær. En gott að heyra að þú getir líka klofnað. Ég hélt að þú værir kletturinn í hafinu eins og Halldór Ásgrímsson forðum. Hann er víst núna eins og hvert annað viðarkurl í Hallormsstaðarskógi.
Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:45
Guðmundur segir: "............en þessi svæsni fnykur Samgrænna er svo slæmur að það þarf hátæknilegt ræstitæknafyrirtæki til að ræsta út !!!
Þá köllum við bara á AGS eins og Geir Haarde gerði!
Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:49
Í mínu ungdæmi flýsaðist mikið úr fúaspýtum en þær klofnuðu ekki svo glatt. Hins vegar var auðvelt að kljúfa rekavið. Halldór Ásgrímsson þekki ég ekki en hef heyrt á hann minnst. Ég hef aldrei verið klettur í hafi en hins vegar hef ég stundað hjólreiðar lengi.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 22:55
Nei, akkúrat ekki, við hljótum að ræsta okkar eigin "íbúðir" ekki satt, ekki vil ég feta í fótspor Kananns og fá alltaf ódýrar leigustelpur til að hreinsa íbúðina, eins vil ég ekki fá AGS til að "hreinsa" eins Geir Haarde vildi á sínum tíma!!! Við hljótum að geta gengið frá okkar málum sjálf!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 22:59
Sæll Björn.
Þú segir: ,,Þá köllum við bara á AGS eins og Geir Haarde gerði!"
Það má vera, en hann (AGS) er búinn að vera hér í eitt og hálft ár í boði Sf og Vg. Í hvorum flokknum ert þú? Er þá AGS í boði þín og ert þú þar með sammála G.H.H? Annað er ekki að sjá af skrifum þínum.
Vonandi getur þú svarað þessu.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 24.7.2010 kl. 00:54
Sigurjón, ég er óflokksbundinn og hef verið alla mína tíð. Ég er vinstri maður í pólitíkinni.
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 03:15
Sæll aftur.
Er svo að skilja að þú sért hvorki sammála samfylkingunni eða vinstri grænum?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 24.7.2010 kl. 03:32
Nei.
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 05:34
Björn, ertu alltaf að espa menn upp?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 07:13
Nei, nei, það held ég ekki
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 11:49
Sumir hafa bara allt á hornum sér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 12:34
Sælir.
Ég bara átta mig ekki á því hvers vegna verið er að draga G.H.H. í umræðuna, þó hann hafi staðið fyrir því að AGS kæmi hér. Vinstri flokkarnir hafa ekki beinlínis sparkað AGS í burtu og reyndar lýst því yfir að vera þeirra hér sé nauðsynleg. Þeir eru því sammála G.H.H. og þá hljóta þeir sem eru andvígir AGS að vera ósammála vinstri flokkunum, a.m.k. hvað það varðar.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 24.7.2010 kl. 14:03
Það er undarlegt ef ekki má nefna nafn Geirs Haarde í umræðunni. AGS var kallaður til af illri nauðsyn og er hér enn af þeirri sömu illu nauðsyn, en vonandi styttist í veru þeirra hér.
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 14:28
Þannig að þú vilt sumsé hafa AGS hér áfram?
Sigurjón, 24.7.2010 kl. 15:25
Ég fyllist stolti Björn, þegar ég sé að enn eru uppi á Íslandi kappar eins og Þorgeir, sem frá er sagt í Fóstbræðrasögu, þar sem hann hékk í Hvönninni í bjarginu og vildi stoltsins vegna frekar hljóta bana en kalla á hjálp.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 16:19
Vil ég hafa AGS hér? Vildi ég fá hrunið yfir þjóðina? Stjórnvöld hafa samið við AGS og erlendar ríkisstjórnir um endurfjármögnun hins gjaldþrota Íslands og þar við situr.
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 16:45
Ég spurði ekki hvort þú vildir hrunið yfir þjóðina. Vilt þú hafa AGS hér áfram? Það er einföld spurning sem kallar á einfalt svar.
Stjórnvöld geta hætt að fá aðstoð frá AGS hvenær sem er, rétt eins og Ungverjar eru að gera. Það eina sem var gjaldþrota á Íslandi var bankakerfið. Við þurfum ekki á því að halda, nema að litlu leyti. Við þurfum ekki að reka 3 stóra banka plús nokkur minni fjármögnunarfyrirtæki. Það væri ekki vanþörf á að skera fituna af því kerfi verulega. Spurningin er: Telur þú eðlilegt að stjórnvöld sem binda lag sitt við vinstri stefnur haldi áfram að mylja undir fjármagnið og fjármagnseigendur meðan þau skera niður velferðarkerfið og hækka skatta?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 25.7.2010 kl. 04:55
Villandi framsett spurning. Svarið er já.
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 05:32
Hvað er villandi við spurningarnar? Ég fæ ekki betur séð en þú sért sammála því sem G.H.H. gerði og sagði. Hvað með stjórnina?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 25.7.2010 kl. 14:55
Svarið er þarna rétt fyrir ofan. Já, af illri nauðsyn í sem stystan tíma. Er þetta ekki nógu skýrt?
Svo er annað. Mönnum verður tíðrætt um að AGS sé ekkert annað en glæpasamtök. Það finnst mér broslegt. Ríkisstjórnir sem keyra allt í þrot hjá sér eru glæpsamlegar gagnvart sínum þjóðum. Þá er alltaf leitað til AGS eftir aðstoð.
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 17:43
...og AGS hefur trekk í trekk skilið eftir sig sviðna jörð. Nema hjá þeim sem átta sig í tæka tíð og sparka þeim út.
Svo hefur þú ekki svarað því hvort þú teljir eðlilegt að stjórnvöld sem binda lag sitt við vinstri stefnur haldi áfram að mylja undir fjármagnið og fjármagnseigendur meðan þau skera niður velferðarkerfið og hækka skatta.
Þaðan af síður hefur þú útskýrt hvað var villandi við spurningu mína.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 26.7.2010 kl. 00:40
Ég hef svarað öllum þínum spurningum, minn kæri! Ef eitthvað er óljóst í þínum huga verður bara svo að vera! Stundum er það bara þannig að spurningar og svör verða að liggja í loftinu, til svara og úrlausnar síðar.
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:48
Þú hefur ekki svarað öllum mínum spurningum, en haldið því fram að þær séu villandi, án þess að útskýra það nánar.
Það er augljós e-r flótti í þér að standa við skoðanir þínar, sem ætti ekki að vera erfitt að gera. Hvers vegna viðurkennir þú ekki bara að þú hljópst á þig með þessu kommenti um Geir? Það er deginum ljósara að þú hefðir gert það sama á þeim tíma.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 26.7.2010 kl. 02:20
Geir H. Haarde er einn alversti forsætisráðherra sem þessi þjóð hefur haft og það veit hann sjálfur og hefur því látið sig hverfa. Hafir þú ekki vitað þetta, þá veistu það núna.
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 02:42
Ég veit allt um það, en hvað hefðir þú gert í hans stöðu? Þú hefðir fengið AGS hingað inn, ekki satt?
Kv. SV
Sigurjón, 26.7.2010 kl. 14:24
Sigurjón, ég býst við því, enda ekki margir leikir í stöðunni á þeim tíma.
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 14:34
Gott og vel. Í athugasemd nr. 8 sagðir þú: ,,Þá köllum við bara á AGS eins og Geir Haarde gerði!"
Þarna hefðir þú alveg eins getað skrifað: ,,Þá köllum við bara á AGS eins og ég hefði gert!"
Ekki satt?
Hvað áttir þú annars við með þessari setningu? Að hæðast að G.H.H.? Að mæra það að hann kallaði AGS til? Hvað?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 26.7.2010 kl. 15:13
Sigurjón, færsla #8 átti að vera djók af minni hálfu! Lestu hana aftur.
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 15:19
Einmitt. Þú varst sumsé að grínast á kostnað Geirs?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 26.7.2010 kl. 17:25
Sigurjón, það má með sanni segja. Voðalega er þetta þér mikið mál!
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 17:32
Ég vil einfaldlega fá svör við nokkrum spurningum sem ég spurði. Það er af og frá að ég hafi fengið svör við þeim öllum, t.d. hvort þú teljir eðlilegt að stjórnvöld sem binda lag sitt við vinstri stefnur haldi áfram að mylja undir fjármagnið og fjármagnseigendur meðan þau skera niður velferðarkerfið og hækka skatta, eða hvað var villandi við spurningu mína fyrr.
Ef þú getur ekki svarað þessu, þá er illt í efni...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 27.7.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.