Ísland, Evrópa og flokkafjötrar heimskunnar

"Meirihluti er fyrir góðum aðildarsamningi við Evrópusambandið á Alþingi að mati Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra." segir mbl.is

Þetta er bara hans tilfinning á þessari stundu.

Auðvitað stendur þetta tæpt. Það vita allir.

Til umhugsunar:

Afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála er þvergirðingsleg og ólýðræðisleg eins og kom fram á landsfundinum í sumar, þegar öfgamenn skutu niður tillögur hins unga og óreynda formanns. Aðeins er rúm fyrir eina skoðun. Marteinn Mosdal er genginn í Sjálfstæðisflokkinn og ræður þar öllu.

Ef atkvæðagreiðsla um Evrópumálin á Alþingi yrði gerð algjörlega leynileg og þingmenn þar með losaðir af klafa sinna flokka, hvað skyldi þá koma upp úr kjörkassanum?

Eitthvað annað en við nafnakallið eða bjöllukosningarnar?

Alveg örugglega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held þetta sé óskhyggja hjá karlinum.

-----------------

Málið, er að hann er slíkur einlægur aðildarsinni, að í hans augum er aðild sama og heilbrigð skynsemi.

Þannig, er hann smávegis fastur í þeirri hugsun, að allt skynsamt fólk hljóti að hugsa eins og hann, bara ef þ.e. ekki bundið af einhverjum óskilgreindum hagsmunum, sem að hans mati leitast við að hindra að hin skynsama niðurstaða nái fram að ganga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Björn, þú ert frjáls að þínum skoðunum. Ef þú getur ekki betur en þetta, láttu þá mínar í friði.

Annars vertu alltaf velkominn á mína síðu, eins og allir aðrir! Hún þolir allt! Umber flest!

Hvar hef ég sagt að ég sé aðildarsinni? Finndu stafkrók þar um og birtu hann hér á þessu bloggi.

Kv. BB

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, þú er greinilega að lesa á milli lína einhverja gagnrýni á þínar persónulegar skoðanir, því hvergi sagði ég beinum orðum, að það væri óskynsamlegt að vera aðildarsinni.

Ég benti einungis á, að tiltekinn einstaklingur væri svo sterkur á þeirri línu, að hann ætti erfitt með að skilja að skynsamt fólk geti verið annarrar skoðunar.

---------------------------

Ef þ.e. aftur á móti þ.s. sem stingur þig, að þú ert sammála honum um að skynsamt fólk geti ekki verið annað en aðildarsinnar - þá má vera að í orðum mínum hafi falist gagnrýni, sem rétt hafi verið að taka til sín.

En, slíkar skoðanir finnst mér einstrengingslegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Málið, er að hann er slíkur einlægur aðildarsinni, að í hans augum er aðild sama og heilbrigð skynsemi."

Hver sagði þetta og um hvern?

Betra að sleppa þvaðrinu í framhaldinu. Það verður bara marklaust þvaður.

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þann mann sem þú varst með beina tilvitnun í - Árna Pál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband