26.7.2010 | 16:16
Íbúar kjósi sér bæjarstjóra?
Er íbúalýðræði í sveitarfélögum landsins ekki bara virkt í einn dag á fjögurra ára fresti þegar grannt er skoðað? Tillaga Ingibjargar Pálmadóttur um beina kosningu bæjarstjóra er allrar athygli verð og það sveitarfélag sem ríður á vaðið og lætur íbúana ráða mun setja fordæmi sem ekki verður undan vikist að fylgja annars staðar.
"Ingibjörg Pálmadóttir, fv. alþingismaður og ráðherra, á Akranesi hefur ritað grein í Morgunblaðið og Skessuhorn þar sem hún hvetur nýja bæjarstjórn til að fara óhefðbundna leið við val á nýjum bæjarstjóra á Akranesi. Leggur hún til að boðað verði til íbúakosningar þar sem kosið yrði um þá fimm umsækjendur sem ráðningarstofa mat hæfasta af þeim 39 sem sóttu um starfið.
"Það var mál til komið að menn áttuðu sig vel á því að það þarf að hlusta á vilja bæjarbúa og stilla saman strengi, óháð klíkuskap og pólitík. Við erum þegar allt kemur til alls lítið samfélag sem eigum alla möguleika að vera fremstir meðal jafninga en til þess þurfum við að nýta þau tækifæri sem hvarvetna bjóðast og setja til hliðar þröngsýni og skilja nauðsyn samvinnu fyrir heildina, segir Ingibjörg meðal annars í grein sinni. Aðspurð segist hún vita að eftir birtingu greinarinnar í Morgunblaðinu í síðustu viku hafi hún heyrt að bæjarfulltrúar væru henni ekki sammála.
"Engu að síður tel ég umræðuna holla, segir Ingibjörg. Tekið af skessuhorn.is
Bara ein spurning:
Ætli Ingibjörg blessunin hefði nokkurn tímann sett þessa hugmynd fram væri hún enn í pólitíkinni?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bæjarbúar á Akranesi eru ævareiðir því þeir óttast mjög að Samfylkingin ætli að ráða gjörspilltan fyrrverandi þingmann Steinunni Valdísi sem hrökklaðist úr þingmennsku vegna milljónastyrkja frá auðmönnum og útrásarhyskinu sem kom þjóðinni á hausinn. Auðvitað vilja Skagamenn ekki þannig bæjarstjóra.
Helga (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:50
Hvað, eru menn orðnir reiðir fyrirfram á Akranesi ef ske kynni? Þetta kallar maður að mæta vel undirbúinn til leiks.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 17:09
Var fyrrum borgarstjórinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Steinunn Valdís, á meðal umsækjenda? Kannski Gunnar Birgisson líka?
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.