26.7.2010 | 17:38
Hræðilegt 9% sjálfsmark leiðtoga þjóðarinnar úr fjórflokknum
Ríkisstjórnin kemst í gegnum þetta án nokkurs vafa. Þetta mun leysast á allra næstu dögum. Þegar það er komið mun ríkisstjórnin auðvitað halda áfram, enda veit ég ekki hvað ætti að bjóða þessari þjóð upp á annað í augnablikinu, segir Björn Valur Gíslason.
Magma málið er orðið eins og foss sem reyna á að stoppa í dýpsta hylnum undir fossbrúninni. Það mun aldrei takast, nema með gríðarlegum tilkostnaði og fjármunir til þess eru ekki fyrir hendi.
Sofandaháttur allra íslenskra stjórnmálamanna hefur séð til þess.
Magma málið er ekkert annað en ómerkilegt sjálfsmark leiðtoganna sem eiga að gæta réttar þjóðarinnar, hvar í flokki sem þeir standa. Reyndar eitt sjálfsmark af mörgum.
Eigum við ekki flottara fólk til að stjórna okkur?
Magma málið ætti að verða okkur víti til varnaðar.
Aldrei aftur skal það endurtekið og allur hagnaður af orkusölu nýtist hér innanlands um ókomna framtíð.
Var ekki þetta ómerkilega sjálfsmark ígildi 9% orkusölunnar í landinu?
Stöndum vörð um þau 91% sem eftir standa.
Girðum fyrir frekara klúður með vandaðri og traustri löggjöf sem afgreidd verður 63-0 á Alþingi.
Magma Energy mun halda sínu, nema því aðeins að fyrirtækið kjósi að vinna ekki frekar að málum í þessu fjandsamlega umhverfi.
![]() |
Sérstakar yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum vona að Þetta fyrirtæki finni sig ekki í því að starfa í fjandsamlegu umhverfi.
hilmar jónsson, 26.7.2010 kl. 18:04
Vonum það.
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 18:14
Getur einhver vikið alþingismanni frá starfi eða er friðhelgi í samræmi við kjörtímabilið???????.... Geta menn svikið Fjórflokka;;litinn;; og komist til valda með loforðum sem aldrei átti að efna heldur að skemma og spilla sem mest og fórna sér fyrir langt tímabil þess flokks sem sér um hreinsunarstarfið sem þeir í raun tilheyra
Og sem kristið ríki er það ekki bara sjálfgefið að beita hörðum viðurlögum verði starfsmenn ríkisins/OKKAR uppvísir að dauðasynd s.s. lygum og óheiðarleika óháð alvarleika????.... menn færu þá fyrst að vanda sig
Gunnar H (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.