Er ekki Doddi bara Dabbi?

"Elías Jón Guðmundsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segist ekki skilja hvernig tölvupóstur, þar sem hann lýsir því hvernig hægt sé að „spinna" atburðarrás fyrir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag barst úr tölvunni hans.

„Í fyrsta lagi var þetta ókláraður póstur sem ég sendi aldrei, ég skil ekki hvernig hann komst úr tölvunni, þetta var bara draft sem ég var með í vinnslu," segir Elías sem er í fæðingarorlofi um þessar mundir.

„Kannski sonur minn hafi hamrað á lyklaborðið hjá mér," bætir hann reyndar við.

Stórmannleg yfirlýsing eða hitt þó heldur. Eiga syndir feðranna að bitna á börnunum? (Innskot BB)

Það var vefurinn Grapevine.is sem greindi fyrst frá málinu.

Athygli hefur vakið að Elías notar orðið „tussufínt" í póstinum. Hann segist vera í samskiptum við blaðamann sem vilji „skúbb" og segir: „Það er spurning hvernig við prjónum þetta" til að fókuspunktur fjölmiðla sé réttur.

„Þetta átti nú að vera svar við pósti sem ég fékk með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í dag. Og mér fannst það bara tussufín niðurstaða. Og svo var spurning hvernig við myndum prjóna þetta, hvernig við áttum að kynna blaðamannafundinn og niðurstöðuna."

Elías segist hafa ætlað að bera undir samstarfsmann beiðni blaðamanns (sem í póstinum er nefndur Doddi) um að fá fyrirfram upplýsingar. „Þetta er nú ekki meiri spuni en það, oft eru fókuspunktar búnir til með fréttatilkynningum, menn setja fókus á það sem þeir vilja að mest sé tekið eftir. Þarna var ekki verið að afhenda skjöl eða eitthvað slíkt heldur einfaldlega að gefa smá innsýn í hvað væri í vændum." segir visir.is

Er ekki Doddi bara Dabbi?

Flest er nú gert til að blekkja og afvegaleiða fólk. Hér er lýst vinnubrögðum sem skömm er að í alla staði. Er allt svona í pólitíkinni?

Þá er nú betra að vera bara í golfi.


mbl.is Ekkert óeðlilegt við tölvupóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það skyldi þó ekki vera..En er ekki verið að gera svolítið mikið úr afskaplega litlu ?

Varstu ekki annars ánægður með okkar mann í Kastljósinu í kvöld, Björn ?

hilmar jónsson, 27.7.2010 kl. 20:07

2 identicon

Er þetta ekki maðurinn sem var liðsforingi í stormsveitum VG í Búsáhaldabyltingunni?

Og fékk hann svo ekki að launum velborgað starf á ríkisjötunni sem blaðafulltrúi Steingríms og síðar aðstoðarmaður ráðherra Katrínar Jakobs?

Simmi Freyr (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:17

3 identicon

Einusinni hafði ég álit á Steingrími

nú finnst mér hann ekki opna munnin án þess að ljúga blákalt að manni

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, sá ekki Kastljósið. Var að horfa á konuna mína!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Grímur, Steingrímur kann ekki að ljúga, geri hann það er það bara alveg óvart! Ég kann að ljúga, en geri það bara þegar nayðsynlega þarf!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja hér..Kom eitthvað upp á ?

hilmar jónsson, 27.7.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Björn ég get upplýst þig með því að "Doddi" er að öllum líkindum Þórður Snær, blaðamaður Viðskiptablaðsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.7.2010 kl. 21:09

8 identicon

Ofan á aumingjaskpa sinn, þá kemur í ljós að hann er að VINNA í fæðingarorlofinu ???

Ekki reyna að segja mér að svona blóðsuga sé kauplaust að senda tölvupósta !

Ætli skatt mann viti af þessari tvöföldu vinnu Elíasar ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 21:13

9 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn, gat nú verið að Viðskiptablaðið stæði framar en Mogginn minn! Hann er að verða óttalega hægfara og svifaseinn!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 21:15

10 Smámynd: Björn Birgisson

Birgir, skattmann væri algjörlega blindur ef ekki kæmu til gleraugun þín! Góður punktur!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 21:17

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, hún er bara svo falleg, ég þreytist aldrei á að horfa á hana , og líka að ..................... og þetta hefur varað frá 12 ára aldri! Engin ríkisstjórn hefði lifað svo lengi! Ingibjörg er frábær húsbóndi á mínu heimili!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 21:23

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Gott að heyra...

hilmar jónsson, 27.7.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband