Einar Kristinn er hvorki góður fjósamaður né stjórnmálamaður

Ég verð að biðja lesendur mína forláts á þessari færslu, en ég stóðst bara ekki mátið. Þegar einn glæsilegasti fulltrúi hrunsins byrjar enn og aftur að sparka í þá fjósamenn, sem þjóðin hefur kallað til, til þess að moka flórinn, sem hann skildi eftir yfirfullan, skal enn hoggið í sama knérunn.

Einar Kristinn Guðfinnsson, vestfirðingur góður, en afleitur stjórnmálamaður, segir svo:

"Magma máli ríkisstjórnarinnar lauk með fyrirsjáanlegum hætti í þessari lotu. Málið var sett í nefnd. Það bíður betri tíma og vaknar svo upp að nýju á haustdögum sem viðfangsefni sem þarf að leysa. Þannig líða dagar ríkisstjórnarinnar. Upp koma deilumál í hverju stórmálinu á fætur öðru, krísufundir eru haldnir, slímusetur setnar og málunum smellt í nefnd til þess að vinna sér tíma."

Nú, nú.

Hvað hefði hann sjálfur gert í Magma málinu?

Með 100% vissu. Nákvæmlega ekki neitt.

80-90% þjóðarinnar til mikils ama.

Á maður eins og Einar Kristinn Guðfinnsson eitthvert erindi við sína þjóð?

Held ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skrítið að folk skulu ekki taka þetta rannsóknarnefnd sem alvöru. The bar has been set hjá bankahrunsrannsóknarnefndinni og ég efast um að einhver hvítaþvott ser í gangi.

Lissy (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Björn Birgisson

Lissy, eigðu góðar stundir! Takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, þarf ekki að fara að heilsa þessu liði að sjómannasið ?

Aðalsteinn Agnarsson, 27.7.2010 kl. 23:04

4 identicon

Ég er forvitinn hvernig heilsa sjómenn.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 23:16

5 identicon

Björn er ekki auðveldara að finna nál í heystakk en brúklegan stjórnmálamann. 

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 23:22

6 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn og Magnús, þið eruð fínir strákar, vonandi. Einar Kristinn verður aldrei endurkjörinn til Alþingis. Það ætti hann að vita manna best! Hans tími er gjörsamlega liðinn. Það liggur fyrir.

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 23:32

7 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

-já gott ef hann er ekki bara framliðinn:o))

Vilborg Eggertsdóttir, 27.7.2010 kl. 23:57

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hann er framliðinn sem þingmaður!

Björn Birgisson, 28.7.2010 kl. 01:06

9 identicon

Einar Kristinn er einn ógeðfeldasti stjórnmálamaður Íslendinga í mínum huga.  Hef oft spurt mig hvað annað erindi hann hefur átt inn á alþingi en að vera þar varðhundur LÍÚ og þeirra afla sem í raun hafa stjórnað Íslandi án þess að hafa nokkurn tíman fengið til þess umboð frá okkur.  Slíkan mann eiga vestfirðingar ekki að senda aftur inn á alþingi. Við eigum svo miklu betra fólk með heilbrigðar hugsjónir til þeirra starfa.

Guðmundur Ágúst Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 07:25

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Var ekki orðið á götunni á eyjunni 25.7 að hann yrði hugsanlega formaður flokksins ?

"Einar Kristinn verður aldrei endurkjörinn til Alþingis. " hér erum við ekki sammála - hann er rétt að byrja -

vg er að átta sig á því að það eru aðrir möguleikar er sf -

Óðinn Þórisson, 28.7.2010 kl. 10:59

11 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, vitleysa í mér! Eins og stundum áður! Auðvitað Verður Einar Kristinn endurkjörinn, en aðeins ef LÍÚ býður hann fram!

Björn Birgisson, 28.7.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband