29.7.2010 | 19:41
Tvískinnungur landans
"Tæplega 85% eru mjög andvígir eða frekar andvígir því að erlendir aðilar geti keypt íslenskar náttúruauðlindir, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Teit Atlason guðfræðing og bloggara." segir vísir.is
Var þetta ekki vitað allan tímann? Það held ég. Eins hefði mátt spyrja landann hvort stundum rigndi í suðaustanátt á Suðurnesjum.
Málið hefur reyndar ekki snúist um beina sölu auðlinda. Miklu heldur nýtingarréttinn. Stjórnarskráin tryggir eign þjóðarinnar á sínum auðlindum. Er það ekki svo?
Var nokkuð spurt hvort Íslendingar væru hlynntir því að íslensk fyrirtæki, ríkið eða einstaklingar mættu eiga náttúruauðlindir eða í fyrirtækjum þeim tengdum í útlöndum?
Ætli þessi 85% hefðu ekki svarað því játandi?
Þjóðarstoltið og þjóðardrambið er oft slíkt að ljótt og leiðinlegt orð leitar á hugann.
Orðið tvískinnungur. Tvöfeldni í roðinu.
Það á vel við mig í þessum efnum.
En þig lesandi góður?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem sagt rugluð þjóð.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 21:43
Nei, þetta orð leitar ekki á hugann hjá mér. Ísland fyrir Íslendinga.
Baldur Hermannsson, 1.8.2010 kl. 14:32
Enga aðra?
Björn Birgisson, 1.8.2010 kl. 20:32
Nei, til hvers?
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 15:24
Þú segir nokkuð! Hvað eigum við að gera varðandi útlendingana sem eru nú þegar í landinu?
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 15:39
Ef þeir þjóna hagsmunum Íslands er vera þeir hér í góðu lagi.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.