1.8.2010 | 19:53
Auðlind sem spilapeningar?
Það þyrfti að skoða nákvæmlega hverjir standa á bakvið þetta fyrirtæki, hvort það sé ekki gamli REI-hópurinn og Geysir Green-mennirnir og fleiri" sagði Atli."
Þessi viðskipti við Magma Energy hafa í augum venjulegs leikmanns verið stórundarleg og einhvern veginn hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að hér væri verið að spila með okkar menn í samningum og spilapeningarnir væru sjálf auðlindin, orkan úr iðrum jarðar.
Ég tek undir með Atla Gíslasyni.
Það þarf að rannsaka þetta mál allt ofan í kjölinn.
Það er of skrýtin lykt af málinu til þess að hægt sé að hleypa því í gegn.
Farið hefur fé betra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vík burt Magma (Satan !)
Það verða allir fegnir !
AFB (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 20:00
Atli hefur sagt það sem segja þarf í þessu máli.
Fínt ef þetta leysist á þennan hátt en verra væri ef Ögmundur færi nú að þakka sér það og Liljunum
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 22:38
Jón Óskarsson, þessu máli er fjarri því lokið. Gott þó að stigið hefur verið á bremsurnar.
Björn Birgisson, 1.8.2010 kl. 22:56
Katrín Júlíusdóttir verður einfaldlega að segja af sér ráðherraembætti. Þetta dæmalausa klúður býður ekki upp á neina farsæla lausn úr þessu. Það er líka slæmt afspurnar að hrekja frá sér útlenda fjárfesta. Afleiðingarnar fyrir Orkuveituna gætu orðið henni ofraun. En það er rétt hjá Bjössa að auðlindirnar eru fjöregg Íslendinga og við verðum að standa vörð um þær....allir sem einn.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.