Er fésbókin frábær, svona pappírslaus?

Ég spurði bloggara, sem mér þykir dálítið vænt um, af hverju hann væri alveg hættur að skrifa stafkrók hér á Moggablogginu og bað hann endilega að snarast að lyklaborðinu og leyfa þjóðinni að njóta einhverra mola af snilld hans. Ekki stóð á svarinu.

"Nei, ég er steinhættur því, ég er hins vegar virkur vel á kerlingafésinu......skrifa frekar lítið sjálfur en er iðinn þar á annarra manna jússum."

Ég fer nánast aldrei á fésbókina. Er það misráðið hjá mér? Er kannski allt fjörið þar?

"Það er svona notalegt kerlingamal í afmörkuðum hópum. Þú greinir frá því að þér hafi gengið vel að skíta um morguninn og uppskerð lofsyrði um land allt og hamingjuóskir. Held að kerlingafésið myndi henta þér ágætlega því þér þykir hólið gott og átt örugglega auðvelt með að skíta á morgnana."

Það held ekki, ég er meiri svona kvöldmaður! Fær maður þá ekkert hól og engar hamingjuóskir?

Ég þekki það ekki, ég er morgunmaður og kvöldmennirnir eru fyrir mér eins og samanherpt og klemmd fésbók að aftanverðu. Láttu bara reyna á þetta.

Held ekki, hef ekki kjarkinn sem til þarf. Vil ekki verða fyrir vonbrigðum!

Björn Birgisson er bara gunga, sem þorir ekki á fésbókina.

Nú er það staðfest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ágætur hérna!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er raunar með síðu á Fésinu, en nota hana nánast ekkert, þetta er nútíma útgáfa af sveitasíma. Það fyrirbæri var nú ekki vinsælt hér á árum áður en þykir fínt í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2010 kl. 21:59

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, takk fyrir það. Sjálfur ert þú ekki svo slæmur!

Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 22:23

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Þetta er nútíma útgáfa af sveitasíma"

Axel Jóhann, þegar ég var í sveitinni á Barðaströndinni var hringingin á mínum bæ: Tvær stuttar.

Alltaf þegar ég fór að hlusta á annarra tal, eða oftast kannski, voru á línunni: Tvær þybbnar!

Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 22:27

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fésbókin rokkar feitt. Þar er fjörið. Eins og á blogginu þá fara umræðurnar eftir því hvað maður segir og setur á fésbókina. Þannig að ef menn lýsa gönguferð í hægðum sínum þá fá menn umræður um gönguferð í hægðum sínum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.8.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband