3.8.2010 | 22:17
Rangir menn í öndvegi?
Fjölmiðlun á Íslandi er stórskrýtin og í raun og veru svo skrýtin að þjóðin veit aldrei hvort hún á að hlæja að henni eða gráta yfir henni. Tár og grátur væri þó nærri lagi.
Sumt kostar all nokkurn pening á meðan annað er gjaldfrítt (?) fyrir almenning. Mogginn kostar tæpar 47 þúsund krónur á ári, en Fréttablaðið kostar um 54 þúsund fyrir daglega kaupendur, á sama tíma og íbúar Stór Reykjavíkursvæðisins borga ekki krónu fyrir blaðið!
Eitthvað bogið við það? Jafnrétti þegnanna eitthvað misboðið í boði Jóns Ásgeirs? Ekki í fyrsta sinn þá.
Bónus auglýsir alltaf: Sama verð fyrir alla landsmenn. Veit ekki hvort sú auglýsing birtist í Fréttablaðinu. Sé það nánast aldrei.
RÚV kostar rúmlega 17 þúsund kall á hvern skattgreiðanda. Séu fjórir slíkir á heimilinu kostar Marteinn því tæplega 69 þúsund á ári.
Stöð 2 kostar mismunandi eftir því hvað er keypt, en að því er mér skilst minnst um 59 þúsund kall á ári.
Skjár 1 er þarna á milli skilst mér. Nennti ekki að fletta því upp. Sé hann aldrei og finnst honum algjörlega ofaukið í flórunni, en það er bara mín þröngsýni að því að ég veit að Íslendingar eru bara 320 þúsund!
Svo borga auglýsendur kostnaðinn við hinar ýmsu stöðvar, en almenningur ekki neitt. Eða hvað? Kannski óbeint í vöruverðinu!
Útvarp Sögu.
Bylgjuna.
Kanann og hvað þetta heitir nú allt.
Miðað við það sem fólkið fær fyrir aurana sína ber Bylgjan höfuð og herðar, einhver sagði höfuð og hreðjar, yfir aðra fjölmiðla. Hún kostar almenning ekkert (nema óbeint auðvitað) og er bara spræk. Sérstaklega þátturinn Reykjavík síðdegis. Hann er frábær flesta daga.
Annars skil ég ekkert í þessari fjölmiðlaflóru.
Veit þó að eigendur og stjórnendur hennar eru í flestum tilvikum aðilar sem ættu ekki að koma nærri opinberri umfjöllun um nokkurn skapaðan hlut.
Ættu frekar að halda kjafti og láta lítið fyrir sér fara.
Davíð Oddsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eru þeir bestu mennirnir til að leiða fjölmiðla í dag eftir allt sem á undan er gengið?
Held ekki.
Svona er Ísland í dag!
Hið fullkomna bananalýðveldi sem birtist í villtustu draumum Villa Egils hjá Samtökum atvinnulífsins kristallast algjörlega í fjölmiðlaflóru landsins.
Því miður.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.