5.8.2010 | 17:25
Ríkisstjórnin fær prik
"Gengi krónunnar styrktist í dag um 0,95% en viðskipti voru með gjaldeyri á millibankamarkaði í dag."
Þessi jákvæða og góða frétt hér á mbl.is sýnir og sannar að eitthvað eru ríkisstjórnin og Seðlabankinn að gera rétt og vel við að þoka málum til betri vegar.
Af lestri Morgunblaðsins og mbl.is gæti nefnilega mörgum dottið í hug að ríkisstjórnin gerði aldrei neitt rétt.
Ég vona að blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt sé ekki með æluna í kokinu og óbragð í munninum.
Krónan styrktist um nærri prósent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að það sé ekki hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir þetta. Þessi jákvæða þróun er þrátt fyrir hryðjuverkastarfsemi hennar og vilja hennar til að hrekja alla erlenda fjárfestingu úr landi. Ætli þetta sé ekki jákvæðum viðskiptahalla að þakka. Það verður varla sagt að ríkistjórnin vilji styðja undir framleiðslugreinarnar sem standa mest í útflutningi.
Rafn (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:46
Gæti Rafn verið Sjálfstæðismaður?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 17:50
Þetta er nú ekki jákvætt og gott fyrir alla ... styrking krónunnar þýðir verri afkomu útflutningsfyrirtækja, en mörg þeirra hafa varla jafnað sig ennþá eftir ofurstyrk krónunnar 2006-2008.
Púkinn, 5.8.2010 kl. 18:36
Hvaða máli skiptir hvaða stjórnmálaflokk ég kýs? Ertu að velta því fyrir þér hvort það sé verðugt að svara mér eða?
Rafn (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 18:39
Púki, í þessu samhengi kristallast hið fornkveðna: Eins dauði er annars brauð.
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 18:42
Rafn minn, þarf ég að svara þér? Viltu það endilega? Orð þín og viðhorf til þessa máls eru hér á síðunni og öllum frjálst að lesa. Sumt má bara liggja í loftinu. Engin ritskoðun í gangi hér. Mér fannst bara tónninn benda til dæmigerðs D-lista manns. Var það rangt mat hjá mér? Uppfræddu mig!
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 18:47
Nafni! Þú ert ekki málefnalegur með upphrópunum gangvart Rafni. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi valdið vinstri mönnum mun meiri vonbrigðum en hægri mönnum, því miður fyrir venjulegt fólk. Ég styða hana til allra góðra verka.
Ég hefði viljað sjá krónuna mun veikari í lengri tíma, ekki til að hrella lántakendur heldur til að styrkja hagkerfið og sparka okkur fyrr upp úr lægðinni. Kannski er bara nóg framboð af gjaldeyri á frjálsum markaði til að skýra þessa styrkingu og þá mætti fara losa um gjaldeyrishöftin, eða hvað?
Björn (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:11
Björn, ég var ekkert að biðja þig um að svara mér. Ég var bara að velta fyrir mér hvers vegna það skipti máli í þessu samhengi við hvað ég krossa á kjördag. En fyrst að þér finnst þetta skipta máli get ég svosem sagt þér það. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum seinast og sé ekki eftir atkvæði mínu, en hvað ég kýs kemur ekkert málinu við.
Rafn (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:19
Björn nafni minn, ef þú segir að ég sé ekki málefnalegur, þá er ég það ekki, alla vega ekki í þínum huga, og við það verð ég að lifa.
Verð að benda þér á að þessi ríkisstjórn fékk í fangið þvílíkt risaverkefni til úrlausnar, svo viðamikið að flestir hefðu hlaupið í felur og bent á næsta mann.
Hvað sagði ekki Litla gula hænan, þegar allir höfðu skorast undan sinni ábyrgð?
Mannstu það?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 21:20
Rafn, takk fyrir þetta, endilega láttu karlinn heyra það, ef hann á það skilið!
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 21:23
Genginu á krónunni er handstýrt og ekkert að marka það. Ef höftin væru afnumin þá mundi hún fara í frjálst fall.
Guðmundur Pétursson, 5.8.2010 kl. 22:17
Hvenær hefur þessu gengi krónunnar ekki verið handstýrt, beint eða óbeint?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 22:37
Það hefur verið halli á viðskiptajöfnuði síðustu mánuði þannig að styrking krónunnar þýðir að skuldir halda áfram að hlaðast upp. Styrking krónunnar þýðir líka að útflutningsfyrirtæki geta ekki haldið áfram að fjárfesta til að auka útflutningstekjur.
Þessi styrking er ekki ókeypis, hana þarf að greiða í framtíðinni og það er einungis gert með verri lífskjörum.
Við skulum heldur ekki gleyma því að erfiðara verður að standa undir erlendum skuldum þegar krónan styrkist! Það er vegna þess að erlendar skuldir eru í erlendri mynt og styrking krónunnar þýðir að minni gjaldeyrir verður eftir af vöruskipta- og þjónustujöfnuði til að greiða afborganir og vexti!
Kannski erum við sátt við það að lifa vel í dag og borga fyrir það seinna.
Lúðvík Júlíusson, 6.8.2010 kl. 04:48
Krónan myndi ekki fara í frjálst fall ef höftin yrðu afnumin! Ef krónan myndi falla þá þýddi það tækifæri fyrir íslendinga og aðra fjárfesta að flytja peninga til landsins, fyrirtæki myndi fresta kaupum á vörum tímabundið, útflutningur myndi stóraukast tímabundið og eftir því sem ég veit best þá eru þetta ekki "nema" 100 milljarðar sem myndu fara.
Segjum að þessir 100 milljarðar séu í eigu erlendra aðila, það eru því skuldir við útlönd. Segjum síðan að höftin yrðu afnumin. Krónan myndi verða lægri á meðan peningarnir færu úr landi en það þýddi einnig að erlendar skuldir myndu lækka! Lægri erlendar skuldir, minni erlend vaxtabyrði þýðir betri lífskjör!!
Gjaldeyrishöftin gera það að verkum að hlutfallslega meira af gjaldeyristekjum okkar fara í að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum.
Lúðvík Júlíusson, 6.8.2010 kl. 04:53
Þakka öllum innlitið! Góða helgi!
Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 15:11
Gengið væri mun sterkara ef þessi stjórn væri ekki við völd. Klúður eftir klúður , vinavæðing virðist vera alveg sú sama , skattahækkanir sem hafa slæm áhrif á neyslu og þar með auka atvinnuleysi. Eiginlega virðist vera sem þessi stjórn sé að drepa allt niður hérna þangað til samfylkingin fær sitt að fólk snúist til esb en ég efa að fólkið í landinu sé á því.
prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.