11.8.2010 | 14:51
Ólína formaður?
"Segir Ólína að í raun ríki einokun á mjólkurmarkaði á Íslandi."
Ólína Þorvarðardóttir tjáir sig mjög skynsamlega um þetta dæmalausa mál og vissulega þarf að endurskoða alla lagabálkana sem að landbúnaðinum snúa og allt styrkja og niðurgreiðslukerfið.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvaða aðili gæti tekið við leiðtogahlutverkinu í Samfylkingunni þegar Jóhanna Sigurðardóttir stígur til hliðar.
Gæti það verið Ólína Þorvarðardóttir?
Hún kemur vissulega til greina.
Hörkukerling.
PS. Jón Bjarnason er mjög fúll út í Samkeppniseftirlitið og hefur látið þau stórfurðulegu ummæli falla að það sé á móti bændum! Samkeppniseftirlitið hefur með eftirminnilegum hætti tætt í sig fyrirhugaðar breytingar á búvörulögunum sem kveða á um sektir og varðhald allra þeirra sem voga sér að framleiða mjólk sem ekki nýtur ríkisstyrkja!
Sjáið þetta:
Allsherjar endurskoðun búvörulaga óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi gjarnan vilja sjá eitthvað hörkutól í þeim stól, einhverjum sem þorir að fara í málin. En sennilega þorir flokkurinn því ekki, virðist svolítið ragur þessa dagana!
ASE (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:25
Hvaða hörkutól kemur helst til greina? Er ekki Ólína svolítið hörkutól?
Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.