Hvar er Baldur?

Þann 16. mai í fyrra birtist frétt hér á mbl.is sem hófst á þessum orðum: "Ræðukóngar Alþingis á þessari öld eru nú sestir í ríkisstjórn að Pétri H. Blöndal undanskildum sem talaði lengst allra á nýafstöðnu þingi."

Nokkrir bloggarar gripu þetta á lofti, en enginn með eins snilldarlegum hætti og Baldur Hermannsson íhaldsskunkur úr Hafnarfirði. Hans færsla var svona: 

"Enginn af þessum mönnum getur talist áheyrilegur ræðumaður. Pétur rekur of mikið í vörðurnar, stælarnir og tilhlaupin í Steingrími eru of fyrirsjáanleg og þreytandi og Jón Bjarnason er svo leiðinlegur að fiskiflugurnar hrynja niður örendar á gluggarúðunum þegar hann lætur dæluna ganga.

Ég hef oft gaman af fíflinu Össuri, eins fáránlega vitlaus og hann getur verið - en tungutakið er kraftmikið og mergjað og það líkar mér. Davíð Oddsson átti fáa sína líka, þar sprungu bombur í hverri setningu þótt alls ekki gæti hann talist málsnjall maður. Gunnar Thoroddsen var afburðamaður í ræðustóli og engan mann hef ég heyrt flytja mál sitt af jafn aðdáanlegri snilld og hann - að vísu var það mestan part þvættingur og húmbúkk sem upp af honum rann, en hann gerði það svo listilega að unun var á að hlýða.

Ætli einhver af þessum nýju muni láta að sér kveða? Þráinn getur tekið góðar rispur en beiskjan og neikvæðnin fælir alltaf frá. Hver veit nema Birgitta verði nýja stjarnan?"

Við lestur þessarar færslu var mér mjög skemmt og svo var um fleiri.

Það er synd og skömm að menn sem svona listilega geta skrifað skuli nú hafa yfirgefið bloggvöllinn hans Davíðs, þar sem þeir eru þó velkomnari en annað fólk skoðana sinna vegna.

Er kannski Moggabloggið orðið eingöngu fyrir rétt innan við meðalskussa eins og mig?

Hvað á maður að halda þegar beittustu kutarnir liggja kyrrir í skúffum sínum og safna ryki og ryði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er orðið slæmt ástandið á þessum spjallvettvangi þegar svo langt er gengið að fólk er farið að sakna manna á borð við hann Baldur.! !

Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 21:58

2 identicon

Baldur tekur bloggið með kröftugum áhlaupum. Þá færist líf í moggabloggið. Þess á milli hvílir hann þetta. Þetta er óneitanlega allt að koðna niður núna. Mest er verið að karpa á trúar- og vantrúarbloggsíðum.

Það vantar þessa eitilsnjöllu náunga sem geta drifið upp kjaftháttinn hér á moggablogginu, sumum hefur verið hent út eða tekin af þeim möguleikinn á fréttatengingu. Aðrir hafa farið annað vegna ritstjóramála. Eftir eru minni spámenn, en þú er nú töluvert öflugur Björn, eflaust í hópi þeirra bestu.

Baldur Hermanns kemur inn af krafti með haustinu, held ég.

Doddi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, er ekki búið að aflýsa Svínaflensuhættunni og Fuglaflensuhættunni? Nú þarf þjóðin nýjar áskoranir og hættur til að takast á við. Er Baldurshættan þá ekki tilvalin?

Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn hinn ungi, ég vona að Baldur komi inn með bullið sitt með haustinu og haustskipunum. Hann er að mestu leyti fínn, þrátt fyrir arfavitlausar skoðanir sínar á þjóðmálum, sem enginn raunar tekur mark á. Hann er bara svo góður og skemmtilegur penni!

Ég þakka góð orð til mín. Hólið kitlar, þótt það sé á röngum forsendum byggt!

Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tókuð þið eftir því hvað fylgi Sjálfstæðisflokksins tók mikinn vaxtarkipp þegar Baldur hætti að blogga?

Nú finnst mér að það megi ekki dragast mikið lengur að hann komi til verks á ný til að stöðva þá óheillaþróun!

Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 23:21

6 Smámynd: Björn Birgisson

Já, var það svo? Þá má hann þegja lengur mín vegna!

Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 23:25

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe......nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki dauður.

Baldur Hermannsson, 12.8.2010 kl. 12:08

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki alveg dauður!

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Björn Birgisson

Smá djók, Baldur minn, sem þú fyrirgefur vonandi! Fiskiflugna örlögin voru óborganleg!

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband