12.8.2010 | 15:31
Því er Ægir á Miðjarðarhafinu?
"Skipverjar á varðskipinu Ægi áttu þátt í björgun um 70 ólöglegra innflytjenda á Miðjarðarhafi í fyrradag. Fólkið var á tveimur opnum bátum á leiðinni frá Afríku til Spánar. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV."
Frábært að hafa bjargað þessum 70 mannslífum þarna suður frá, en óhjákvæmilega vaknar þessi spurning:
Því í ósköpunum er þetta varðskip ekki við Íslandsstrendur við eftirlit og til að vera til taks þegar eitthvað bjátar á?
Ég fór á síðu Landhelgisgæslunnar og fann þetta meðal annars efnis:
"Varðskip Landhelgisgæslunnar sinna mikilvægum þætti við öryggis- og löggæsluhlutverk stofnunarinnar. Leitast er við að hafa jafnan tvö varðskip á sjó og dreifa þeim um lögsöguna eftir verkefnum, álagi, veðri og aðstæðum hverju sinni. Auk þess að sinna hefðbundnu eftirliti á siglingu um hafið umhverfis Ísland eru skipin ávallt til taks til að bregðast við hverjum þeim verkefnum sem Landhelgisgæslan þarf að sinna, hvort sem um er að ræða löggæslu, öryggisgæslu, leit, björgun eða aðstoð, jafnt við sjófarendur sem landsmenn.
Í smíðum er nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna sem tekur mið af breyttum aðstæðum á heimshöfunum. Þá hefur skipið mikla dráttargetu og er vel búið til löggæslu- og björgunarstarfa. Skipið er útbúið búnaði til hreinsunar á mengun og fjölgeislamæli til dýptarmælinga og leitar á hafsbotni. Áætlað er að skipið komist í þjónustu Landhelgisgæslunnar fyrrihluta árs 2010 en undirbúningur vegna komu þess hefst mun fyrr, meðal annars með þjálfun áhafna. Mun þetta nýja varðskip auka verulega viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar.
Varðskip Landhelgisgæslunnar eru tvö: Ægir og Týr. Varðskipin Ægir, smíðaður árið 1968, og Týr, smíðaður árið 1975, eru systurskip, bæði 927 brúttórúmlestir og ná 19 sjómílna hraða á klukkustund.
Í áhöfn skipanna eru um 18 menn en rými er um borð fyrir 65-70 ef þörf krefur. Skipin eru sérstaklega styrkt til siglinga í ís og vondum veðrum. Tvær aflvélar eru í öllum skipunum og eru 10-11 vatnsþétt hólf í hverju þeirra. Á skipunum er ein Bofors 40 mm fallbyssa, ásamt handvopnum. Í varðskipunum er öflugur slökkvibúnaður til þess að fást við eldsvoða um borð í skipum á rúmsjó. Má þar nefna sérstakar þrýstidælur, birgðir af slökkvifroðu og léttvatni, barka og blásara til reyklosunar. Í hverju skipi eru fjögur sett af reykköfunartækjum og eldheldur klæðnaður fyrir skipverja. Tvær stærðir Zodiac gúmbáta eru í hverju varðskipi. Bátarnir eru notaðir til að fara á milli skipa á rúmsjó og til lendingar í fjörum.
Tvær færanlegar rafstöðvar eru í hverju skipi og neyðarljósabúnaður sem hægt er að setja upp á slysstað á landi eða um borð í löskuðum skipum. Sérstakar sogdælur eru notaðar til að dæla úr lekum skipum og er afkastageta þeirra um 250 tonn. Sjúkrastofa er í hverju skipi með tilheyrandi útbúnaði og áhöldum, ásamt búnaði til sjúkraflutninga. Varðskipin eru meðal annars búin öflugum ratsjártækjum og gervihnatta fjarskiptatækjum sem eru tengd fjarskiptatölvu skipanna og gefur það möguleika á tölvufjarskiptum við hvern sem er, bæði á sjó og í landi. Þessi tæki tryggja öruggt fjarskiptasamband til og frá varðskipunum, óháð fjarlægð og radíóskilyrðum. Gervihnatta fjarskipatækin eru einnig notuð við fjareftirlit þar sem þau senda stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sjálfvirkt tilkynningu um staðsetningu, stefnu og hraða með stuttu millibili.
Samkvæmt lögum er varðskipunum ætlað að veita afskekktum stöðum þjónustu, en einnig heilum byggðarlögum þegar samgöngur bregðast vegna náttúruhamfara. Dæmi um hið síðastnefnda eru Vestmannaeyjagosið 1973 og snjóflóðin á Vestfjörðum árið 1995."
Samkvæmt þessum texta gengur það engan veginn upp að annað skipið sé á Miðjarðarhafinu.
Áhöfn Ægis kemur að björgun flóttamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blankheit Björn minn góður, sú er ástæðan og við getum þakkað það mörgum sem kosnir hafa verið til ábyrgðastarfa í samfélaginu sem og þeim er tókust á við ábyrgðarfull störf í fjármálakerfi landsins.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 12.8.2010 kl. 17:15
Arinbjörn, bara eitt skip til reiðu og þyrlukosturinn í lamasessi! Þetta gengur náttúrulega ekki upp!
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 17:31
Sæll. Ástæðan fyrir veru skipsins þarna er sú að ella hefði því verið lagt og áhöfninni verið sagt upp. Þótti því betra að Leigja það út í verkefni þar sem að þá fengist peningur til að hafa áhögnina í vinnu áfram og ekki kæmi til uppsagna. Þetta er bara einfallt reikningsdæmi. Leigja skipið út / Mannskapurinn hefur vinnu. Leigja það ekki út. Skipinu er lagt við bryggju og áhöfn (sem er þjálfaður hópur manna og tæki langan tíma að þjálfa aftur upp nýja áhöfn) sagt upp störfum. Þökkum skattpíningar ríkisstjórninni og samdráttar stefnu þeirra í löggæslu málum fyrir þetta
Björn I. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 17:31
Björn Þorvaldsson, þakka þér fyrir þetta. Ætli vandinn eigi nú ekki dýpri rætur en sem nemur þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur skotið?
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 17:34
Það var lýtið. Jú ætli það sé ekki rétt hjá þér. En LHG ásamt öðrum löggæslu stofnunum hefur verið blóðmjólkuð peningalega. Í hinu svokallaða góðæri var enginn breyting þar á heldur. Hvað þá núna í þessari svokölluðu kreppu. En þetta er staðreynd málsins varðandi veru Ægis þanra niður frá. Í hinum fullkomna heimi hefði verið hægt að gera bæði Ægir og Týr út allt árið en svo er ekki. Og að LHG hefði yfir að ráða 4 stórum björgunarþyrlum eins og var lofað þegar að kaninn fór. Því miður er staðreyndin slík að LHG virðist þurfa að berjast fyrir tilvistarrétt sínum í dag. það eru ekki mörg ár síðan að það voru gerð út 4 varðskip og þótti þá ekki mikið.
Björn I. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 17:40
Björn, verður þá nýja Chile skipið bundið við bryggju mestan part ársins eða verður það leigt eitthvert út í heim?
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 17:45
Nei þegar að Þór kemur þá er víst stefnan að leggja annaðhvort Ægi eða Týr. Og færa áhöfn af viðkomandi skipi yfir á Þór. Auðvitað væri best að geta gert þau öll út á íslandsmiðum. En því er ekki að skipta.
Björn I. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:05
Björn minn, takk fyrir þetta. Má ég spyrja? Vinnur þú hjá Landhelgisgæslunni?
Þú segir: "............. þá er víst stefnan að leggja annaðhvort Ægi eða Tý"
Ég spyr aftur: Leggja eða selja? Eru svona skip ekki söluvara? Það kostar að láta skip liggja við kæjann, safna þar ryði og botngróðri, en sala gefur nokkrar krónur í kassann.
Auðvitað ættum við að geta gert út þrjú varðskip innan okkar víðfeðmu 200 mílna lögsögu. Veitir nokkuð af því?
Fyrirgefðu hvað ég er forvitinn!
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 18:16
Við þurfum þrjú varðskip. Fiskveiðilögsagan okkar er 758.000 km2 eða um sjö sinnum stærra að flatarmáli en sjálft Ísland.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 19:26
Jóhannes, takk fyrir þetta.
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 19:41
Held að það eigi að leigja nýja skipið til norsku strandgæslunnar þegar það verður tilbúið.
Þetta er í raun hrikalegt ástand. Traffíkin í kringum landið er orðin þvílík af allskonar skipum. Tökum t.d. skemmtiferðaskipin allt upp í 3800 farþegar um borð í stærstu skipunum + áhöfn 2000 manns. Við erum að tala um 5-6000 manns í hættu. Við mundum ekkert ráða við það.
Það er og hefur ekki verið nokkur skilningur íslenskra ráðamanna á þessum hlutum í áratugi.
itg (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 20:32
itg, við Íslendingar hegðum okkur eins og vanvitar í þessum málum Landhelgisgæslunnar og eins og fyrri daginn bíðum við eftir stórslysinu sem verður til þess að gefa okkur duglegt drag í rassgatið!
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 20:38
Nei það er víst ekki hægt að fá margar krónur fyrir þessi skip. Ægir er smíðaður 1968 og Týr 1975. Ekki alveg beint ný af nálinni þrátt fyrir að mikið sé lagt í að halda þeim við.
Hvar ég vinn skiptir nú víst ekki máli í þessu sambandi. Ég er Íslenskur borgari sem á rétt á því að Landhelgisgæsla Íslands sé öflug löggæslu stofnun sem getur þjónustað landsbyggðina og haldið úti eftirlit jafnt á láði sem leigi.
Með Þór þá er það ekki á hreinu hvað verðru með hann en það er mjög ólíklegt að hann verði leigður úr landi. Norðmenn eru með nýleg skip og vanntar ekki þessa stærðargráðu í sinn flota.
Björn I. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 21:03
Björn, ég þakka þér fyrir þetta.
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 21:22
Björn I. Kíktir þú á Andenes sem kom hérna í fyrra ( systurskip Þórs ). Þetta eru svakalegir vinnuhestar fyrir okkar hafsvæði. Þeir vildu nú meina á Andanesi að full þörf væri fyrir Þór í þeirra flota.
itg (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.