12.8.2010 | 18:34
Engin ólyfjan í drykkina
Á leiðinni heim úr vinnunni í dag var ég með útvarpið í bílnum stillt á Bylgjuna eins og reyndar oftast. Skemmtistaður nokkur var að auglýsa hvað framundan væri um helgina og ég hrökk dálítið við, enda viðkvæmari sál en góðu hófi gegnir!
Auglýsingin frá skemmtistaðnum á höfuðborgarsvæðinu var einhvern veginn svona:
Konur fá frítt inn og frían drykk til klukkan eitt.
Ég hugsaði með mér að það sem vantaði í auglýsinguna væri þetta:
Athugið! Við blöndum ekki neinni ólyfjan í drykkina!
Eða þetta:
Karlar hér verður fullt af drukknum konum og veiðivon því ágæt!
Mér fannst þetta ósmekkleg auglýsing og líklega er það óttalegur tepruskapur í mér.
Við það verð ég að lifa.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu viss um að þetta hafi ekki verið auglýsing um fyrstu haustréttirnar?
Dóri (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:53
Dóri, haustréttir eru fögur arfleifð þess að stunda sauðfjárbúskap hérlendis. Þessi auglýsing hefur enga slíka fegurð og ber ekki annað með sér en lítilsvirðingu. Reyndar er ég hissa á að Femínistar hafi ekki látið í sér heyra. Þeir lesa kannski ekki blogggið mitt eða hlusta á Bylgjuna!
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.