Náfölur Bjarni vill kosningar!

Andstæðingum ríkisstjórnarinnar verður tíðrætt um að nauðsynlegt sé að boða til kosninga sem fyrst. Bjarni Benediktsson var að kalla eftir kosningum í dag, náfölur og sveittur við tilhugsunina um að þurfa kannski að taka við sem fjósameistari ríkisins og þurfa að taka til hendinni við mokstur flórsins eftir flokksbræður sína, Davíð Oddsson og Geir Hilmar Haarde. Honum er viss vorkunn, stráknum með silfurskeiðina í munninum. Eða hvað?

Öllum er ljóst að ríkisstjórnin á svolítið bágt í nokkrum málum og skortir meiri samstöðu innan liðsheildarinnar. Stjórnarandstaðan er með nokkur lík í lestinni, sem hún þarf að losna við og það veit Bjarni manna best. Hann þarf að ræsta almennilega út áður en að kosningum kemur.

Kannski fýkur hann sjálfur út um gluggann, loksins þegar opnað verður!

Segjum að kosið verði á haustdögum. Hverju myndu kosningar breyta? Ég gef nákvæmlega ekkert fyrir skoðanakannanir nú. Þær eru algjörlega ómarktækar og framkalla stöku bros, en bros allan hringinn hjá símafyrirtækjunum sem njóta þessa bulls!

Ef fram kemur nýtt afl, í líkingu við Besta flokkinn, og næði þokkalegum árangri, myndi það afl líklega reyta fylgi af öllum hinum flokkunum og fá kannski 10 til 15 þingmenn. Langmest frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.

Hvaða úrslit kosninga eru líkleg til þess að fella núverandi stjórn?

Er líklegt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur næðu meirihluta? Er líklegt að þeir flokkar myndu vilja vinna saman í ljósi sögunnar og reynslunnar af fyrra samstarfi? Held ekki. Sporin hræða.

Kannski er bara best að ríkisstjórn Jóhönnu klári kjörtímabilið sitt og síðan verði kosið. Þá verða margir kjósendur búnir að gleyma viðskilnaði hrunflokkanna og gætu kannski hugsað sér að krossa við þá í kjörklefanum.

PS. Er einhver Íslendingur til sem telur að aðkoma Sjálfstæðisflokksins að landsmálunum nú væri til bóta? Ef einhver slíkur les þetta bið ég hann endilega að tjá sig hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég sé ekki með nokkru móti að þetta geti verstnað eins og þetta er í dag, eða finnst þér það virkilega?

Eyjólfur G Svavarsson, 13.8.2010 kl. 00:47

2 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Við þurfum eitthvað nýtt eitthvað afl til að skera niður opinbera báknið.

Magnús Gunnarsson, 13.8.2010 kl. 01:41

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi í Neðstakaupstað gerir sér upp heimsku þegar hann spyr hvort einhverjir Íslendingar vilji fá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.....hann veit mætavel að sá flokkur nýtur meira fylgis en nokkur annar nú um stundir, 35%, og fengi trúlega mun meira fylgi í kosningum .......... að því tilskyldu þó að hann hreinsi dálítið til í hrútakofanum hjá sér áður.

*

Það eru ekki allir Samfylkingarmenn heimskir og hæfileikasnauðir en einhvern veginn hafa valist til þingmennsku að þessu sinni einungis vanhæft fólk sem getur með engu móti setið ráðherrastóla. Samfylkingin er ekki stjórntæk.....ekki endilega vegna stefnu sinnar heldur vegna þess hve illa hún er mönnuð.

*

Sjálfur gæti ég hæglega fundið vel gefna, dugmikla og heiðarlega vinstri menn í 2-3 ríkisstjórnir......á þó síður von á því að til mín verði leitað um aðstoð í því efni.

Baldur Hermannsson, 13.8.2010 kl. 10:45

4 identicon

Björn vill kannski áfram stjórnleysi og skattahækkanir :) hann hlýtur að vera efnaður maður sem veigrar sér ekki við að hérna blasir við meira atvinnuleysi, glæpir og tíðari verkföll. 

prakkari (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, þér er auðvitað allendis frjálst að flakka um síðuna mína, þér auðvitað til auðgunar andans, sem er vel, vanþörf nefni ég ekki, enda kurteis maður, en ég veit ekki hvort ég nenni að elta þig um mínar víðu lendur.

Rétt hjá þér. Ég er auðugur maður. Ég á 51% í henni Ingibjörgu minni.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:24

6 identicon

Hver sem það er nú þá á pakkið í vinstri eftir að taka hana í skatt þannig að 51% fer líklega niður um 3% á ári

prakkari (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:28

7 Smámynd: Björn Birgisson

Í froðupólitík hægri manna um allan heim mun þeim aldrei takast að traðka alvöru verðmæti í svaðið. Þar lenda öll bréfin þeirra, eins og dæmin sanna.

Eðalmálmar, eins og gullið, munu halda verðgildi sínu.

Ingibjörg mín er mitt gull. Á milli 50 og 60 kíló.

Ég er verulega auðugur og vona að þér farnist ekki síður, ágæti drengur.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband