13.8.2010 | 13:16
Stend enn með Gylfa
Muni ráðherrann ekki segja af sér sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að bera fram vantrauststillögu á hendur ráðherranum um leið og þing kemur saman í september."
Þar höfum við það. Þingmenn Hreyfingarinnar eru gengnir til liðs við þá sem ástunda þann ljóta leik að reyna að persónugera þessi gengislán í Gylfa Magnússyni.
Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir eru langflottustu og vinsælustu ráðherrar þessarar ríkisstjórnar. Nú skal reynt til þrautar af hægri öflunum í þessu landi að níða mannorðið af Gylfa með því að saka hann um lygar.
Ragna Árnadóttir verður væntanlega næsta fórnarlambið í þessu ljóta einelti.
Hafið hugfast að þegar þessi umdeildu lán voru veitt var Gylfi Magnússon að kenna sín fræði uppi í Háskóla og kom á engan hátt nærri stjórnsýslunni.
Hann var ekki á þeirri vakt sem átti að sjá að lánin voru hugsanlega ólögleg. Reyndar datt engum það í hug á þeim tíma og lántakendur voru himinlifandi með gengislánin sín þar til spilaborgin hrundi.
Hverjir voru á þeirri vakt? Man það einhver hér inni eða vill muna?
Ákaflega auðvelt að vera yfir sig vitur eftirá. Þannig eru stjórnmál nútímans hér á landi.
Eftirástjórnmál með enga framtíðarsýn.
Stjórnmál sem að mestu snúast um að sparka í einstaklinga. Það er ömurlegt að verða vitni að þessu.
Ef hægri menn segja Gylfa ljúga, veit ég að hann er stálheiðarlegur og segir satt.
Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið í hug að það verði þingi og þjóð til framdráttar að Gylfi Magnússon hverfi úr embætti?
Skora á Gylfa að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú nú er Hreyfingin orðin að hægrimönnum, hvenær gerðist það?
sr (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 13:33
Í gær kannski? Smá ónákvæmni í orðavali hjá mér, en skilst þó líklega ágætlega. Hvar vilt þú staðsetja Hreyfinguna í pólitíkinni?
Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 13:39
Ekki í fjórfokkinu. Lengra nær metnaður minn ekki þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar.
sr (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 14:14
endilega skaltu standa með Gylfa- meina hvað hefur hann annað gert annað en að svitna í viðtali. Fólk sem lýgur svitnar sjaldan eins og hann nema það sé með ofvirka kirtla :) meiri vinstri maðurinn sem þú ert það er alveg sama hvaða rugl þeir bjóða upp á þá er það gott og vel. Annað en hægri menn, jáhá ert þú einn af þeim sem ert á því að þjóðverjar ættu að vera lokaðir inn í búrum vegna þess að WW2 var víst þeim að kenna?
prakkari (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:02
prakkari segir: "Annað en hægri menn, jáhá ert þú einn af þeim sem ert á því að þjóðverjar ættu að vera lokaðir inni í búrum vegna þess að WW2 var víst þeim að kenna?"
Nú held ég að prakkari þurfi á snyrtinguna af augljósum ástæðum. Vatn, pappír og hreinar buxur er allt sem þarf!
Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:14
Reyndar ekki en takk fyrir að láta mig athuga. Þú ert bara greinilega kommi og kommum er ekki vit komandi í og þó að íslandi sé stjórnað af kommum í dag sem er alltaf eins og gömlu soveitríkin og er í raun rússland í dag þá er spurning um að þú flytir þangað
prakkari (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:22
Sælir fjórflokkinn burt og nýtt afl fyrir fólkið og lýðræðið því það sem er að gerast á þingi er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan!
Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 22:35
Sigurður, ertu kominn í framboð, eða eiga bara einhverjir aðrir að fara í framboð og bera uppi skoðanir þínar?
Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:43
Nú er mjög til siðs að gefa skít í allt og alla sem reyna að taka til eftir hrunið mikla. Sérstaklega eru framsóknarmenn og konur framarlega í þeim flokki. Var það ekki Valgerður framsókarráðherra sem lögleiddi erlendu lánin? Jú ég hélt það. Tækifærissinnar er ef til vill eitthvað sem á við hér. Gullfiskaminni er annað sem á einnig við, drasl segi ég, drasl og hyski.
Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:19
Skondinn spéfugl, ég sé að þú heldur þinni línu fullkomlega!
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.