Ömurlegar aðferðir

"Þegar leið að því að kallað yrði út í flugvélina stilltu þeir sé upp í dyrum flugstöðvarinnar og hleyptu farþegum ekki út."

Það verður að leysa þessa launadeilu í hvelli.

Það hreinlega gengur ekki að sjá menn, sem sinna eiga öryggisgæslu fyrir Íslendinga og erlenda gesti, hegða sér eins og hverjir aðrir hryðjuverkamenn gagnvart almennum samgöngum og ferðaþjónustu í landinu.

Þetta verkfall er ömurlegt og niðurdrepandi nöturlegt að verða vitni að þessum aðferðum.

Ég geri mér ágætlega grein fyrir því að slökkviliðsmenn eiga skilið að fá einhverja leiðréttingu á sínum kjörum.

Hver á það svo sem ekki skilið?

Það verður að leysa þessa launadeilu í hvelli.

Þessar aðferðir í launabaráttu eru til háborinnar skammar.

 

 


mbl.is Húsavíkurfluginu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hryðjuverkamenn? Ertu að líkja slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum sem eru að beita þarna réttmætum aðgerðum gegn verkfallsbrjótum við fólk sem fremur voðaverk í pólitískum tilgangi?

Og þetta er flott hjá þeim, verkföll eiga að vera truflandi og valda óþæginum, sérstaklega fyrir fyrirtæki á borð við Flugfélag Íslands sem beitir sér fyrir því að brotið sé á verkfallsrétti þeirra með tilraunum til verkfallsbrota. Hvað kallarðu slíkt fyrirtæki?

Agnar Kristján Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað eru þetta ekki hryðjuverk. En mér finnst það alls ekki sjálfsagt að aðilar í vinnudeilu geti valdið þriðja aðila vandræðum. Það er ekkert flott við það. Farþegarnir sem fyrir þessu verða eru ekki fyrirtækið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Umrenningur

Björn. Þú hefur margoft lýst þér sem vinstri og félagshyggjumanni. Þú ættir að lesa yfir það sem þú skrifar hér að ofan og skammast þín svo.

Umrenningur, 13.8.2010 kl. 16:01

4 identicon

Farþegarnir taka þessa áhættu með viðskiptum við fyrirtækið þegar verkfall er í gangi. Þeir verða því að líta í eigin barm og gera það upp við sig hvað þeir séu að skipta við verkfallsbrjóta.

Agnar Kristján Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:04

5 identicon

Eru það hryðjuverk að standa í kjarabaráttu og verja sig fyrir verkfallsbrotum?? Er ekki allt í lagi með ykkur?

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:08

6 Smámynd: Björn Birgisson

Umrenningur segir: "Þú hefur margoft lýst þér sem vinstri og félagshyggjumanni."

Það hef ég nú reyndar aldrei gert beinlínis, en þér er auðvitað frjálst að túlka skrif mín eins og þú vilt. Kannski er þetta bara rétt hjá þér með vinstrið og félagshyggjuna!

Það breytir ekki því að þessi þjóð á ekki að standa í verkföllum eins og staðan er nú.

Flugumferðarstjórar reyndu að gera sig breiða og fengu bágt fyrir.

Þessa kjaradeilu á auðvitað að leysa við samningaborðið, nú eða með lögum.

Það að ég eigi að skammast mín getur orðið nokkuð snúið.

Ég kann það bara ekki!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 16:27

7 identicon

Þegar ég les orðið verkfall, verður mér hugsað til þín. Mér eru skrif þín, síðan flugumferðarstjórar fóru í verkfall, mjög minnistæð. Þetta er flott hjá slökkviliðsmönnum því ekkert virðist duga til þess að þeir fái þau laun sem þeim ber.

Helga Sif (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:59

8 Smámynd: Björn Birgisson

Helga Sif, það gleður mig að heyra hvað þú ert minnisgóð! Auðvitað er þetta ekkert flottar aðgerðir. Þær eru ömurlegar og bitna á saklausum farþegum, jafnt innlendum sem erlendum, Flugfélagi Íslands og ferðaþjónustunni, sem fékk nú skell fyrr á árinu vegna gossins.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 17:04

9 identicon

Flugfélagið aflýsir flugi ef veðrið er vont, myndiru setjast upp í flugvél í brjáluðu veðri ef það teldist hættulegt að fljúga? Ef eitthvað alvarlegt hefði komið upp á í fluginu til Húsavíkur hefðu slökkviliðs og sjúkraflutningarmenn verið kallaðir út, þrátt fyrir að vera í verkfalli, til þess að sinna sínu ótrúlega óeigingjarna og mikilvæga starfi. Flugfélag Íslands og ISAVIA hefðu nagað sig í handarbökin yfir því að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær afleiðingar. Rétt eins og þegar veðrið er vont, eða eldgos í gangi, bíða þar til það er yfirstaðið, því þetta er eitthvað sem ekki er hægt að hafa áhrif á. Verkfall er þeirra réttur rétt eins og annarra, og farþegar ættu bara að bíða þar til það er yfirstaðið. Flugfélagið getur ekkert gert yfir þessu verkfalli.

Já, ég bíð yfirleitt spennt eftir skrifum frá þér því ég hef mjög gaman af þeim.

Helga Sif (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 17:18

10 Smámynd: Björn Birgisson

Helga Sif, að mínu mati eru verkföll úrelt baráttuaðferð. Gott að heyra að einhver les blaðrið mitt, þá verð ég ekki eins einmana við tölvuna!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 17:24

11 identicon

Ah, þar erum við ósammála. En ég held áfram að lesa svo engar áhyggjur ;)

Helga Sif (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 17:29

12 identicon

Á hvaða hátt eru verkföll úrelt baráttuaðferð? Þetta er eina aðferðin sem hinar vinnandi stéttir hafa til að knýja fram bætt kjör eftir árangurslausar samningaviðræður.

Eiga hinar vinnandi stéttir einfaldlega að bíða eftir ölmusum eða eftir því að vinnuveitendum þóknist að rétta þeim smá brauðmola?

Það sem er frekar úrelt er þessi fyrirlitning fólks eins og þín, Björns, á því að aðrir reyni að fá kjör sín bætt með því að grípa til aðgerða á borð við verkföll.

Agnar Kristján Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 17:43

13 Smámynd: Björn Birgisson

Agnar, þakka einkar hlýleg orð í minn garð! Þannig háttar nú til í nútímanum að allar, að minnsta kosti flestar, hagtölur eru þekktar. Allur rekstur er bókhaldsskyldur og því nokkuð auðséð í flestum tilvikum hvort meira er til skiptanna en þegar síðast var samið. Ætli það sé svo í dag?

Fyrirlitning, þú segir nokkuð! Sama hvaða dóm ég fæ frá þér eða öðrum: Ég styð ekki þær baráttuaðferðir sem nú er beitt af hálfu eldibrandanna okkar hugumstóru og sjúkraflutningamanna.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 17:57

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Farþegarnir taka þessa áhættu með viðskiptum við fyrirtækið þegar verkfall er í gangi. Þeir verða því að líta í eigin barm og gera það upp við sig hvað þeir séu að skipta við verkfallsbrjóta.

Flestir farþegar vilja bara komast leiðar sinnar. Sumir eru kannski búnir að ákveða vissa ferð löngu fyrir daga verkfallsins. Hér er eiginlega verið að gera farþegana að stuðningsmönnum verfallsbrjóta. Mér finnst það nokkuð langt til seilst. En ég segi, hvað sem lögum og hefðarhugsun líður, að það sé ranglátt að deilur bitni á þriðja aðila. Það finnst okkur í lífinu almennt og allir skilja það. En þegar kemur að verkföllum þá finnst sumum það allt í lagi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2010 kl. 18:34

15 identicon

Farþegarnir hefðu vel getað breytt áætlunum sínum og tekið mið af því að verkfall var að skella á og að yfirmenn Flugfélag Íslands hefðu ákveðið að brjóta á verkfallsrétti slökkviliðsmanna. Flugfélagið getur því sjálfu sér um kennt og ef farþegarnir hafa ekki gert sér grein fyrir þessu þá er við flugfélagið að sakast, ekki verkfallsmenn sem eru þarna að reyna að ná fram rétti sínum.

Auk þess bendi ég nú á það að verkföll hafa yfirleitt óþægindi í för með sér fyrir þriðja aðila enda er það hluti af verkfalli, að mynda þrýsting með aðgerðum svo atvinnurekendurnir sjái ekkert annað í stöðunni en að setjast að samningaborðinu....enda munið þið nokkurn tímann eftir verkfalli sem hefur ekki áhrif á þriðja aðila? Eða viljið þið fara út í að afnema verkfallsréttinn eins og virðist glytta í á bak við orð ykkar?

Agnar Kristján Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 18:46

16 Smámynd: Björn Birgisson

"Farþegarnir hefðu vel getað breytt áætlunum sínum og tekið mið af því að verkfall var að skella á og að yfirmenn Flugfélag Íslands hefðu ákveðið að brjóta á verkfallsrétti slökkviliðsmanna." segir Agnar Kristján Þorsteinsson.

Nokkuð er þetta nú barnalegt. Vissulega hafa innlendir farþegar betri vissu um gang mála en þeir erlendu, sem hingað eru komnir um langan veg og vissulega ekki til að lenda í svona hringavitleysu. Með þessum aðgerðum er verið að skjóta ferðaþjónustuna í bakið. Um það verður ekki deilt.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 19:07

17 Smámynd: Björn Birgisson

Ég fór inn á síðu Agnars Kristjáns Þorsteinssonar á bloggheimum.is og þar fann ég þetta og birti glaður í bragði:

"Það eru ömurleg viðbrögð hjá sumu fólki gagnvart því að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn leiti réttar síns og grípi til harðari aðgerða gegn þeim sem reyna að brjóta á verkfallsrétti þeirra.

Sjálfselskir skrattakollar sem fyrirlíta allt það sem veldur eigin rassgati pirringi, stíga nú á stokk og líkja þessu fólki við hryðjuverkamenn, gera lítið úr réttindabaráttu þeirra og kalla það ofbeldi þegar verkfallsmenn í réttmætri kjarabaráttu, hindra för farþega sem vísvitandi versla við fyrirtæki sem ástundar verkfallsbrot og lítilsvirðir baráttu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna..

Vísvitandi segi ég því til þessa verkfalls hefur verið boðað með löngum fyrirvara og það hefur verið vitað um tíma að slökkviliðsmenn myndu grípa til aðgerða gegn verkfallsbrotatilraunum Flugfélags Íslands. Með því að eiga viðskipti við verkfallsbrjóta á borð við það fyrirtæki á verkfallsdegi þá fellur ábyrgðin og áhættan á viðskiptavininn og fyrirtækið af skaða sem hlýst af. Fólk á að gera aðrar ráðstafanir, virða kjarabaráttu annars fólks í stað þess að hæðast eða hrakyrða hana, sérstaklegaa manna sem hafa verið samningslausir í lengri tíma og vinna þar að auki við að bjarga lífi þessa sama fólks sem skyrpir svona á rétt þeirra og baráttu af fyrirlitningu.

Ofbeldi kalla svo einhverjir það þegar verkfall veldur óþægindum, nokkuð sem virðist vera sprottið upp úr landlægri fyrirlitningu sjálfselks landans á mannréttinda- og kjarabaráttu, fyirrlitingu sem er óskiljanleg þegar sama fólk tuðar svo undan því að hinir og þessir eigi að fá betur borgað eða það sé með svo léleg laun en þegar aðrir fara og reyna að sækja rétt sinn þá tryllist það vegna þess að kannski finnur það fyrir smáóþægindum á borð við að þurfa að breyta flugi um einn dag eða taka krakkana sem það asnaðist til að unga út með í vinnuna.

Verkfallsrétturinn er eitthvað sem er dýrmætt og við eigum að styðja þær stéttir sem grípa til þessa vopns í stað þess að forsmá þá sem leggja út í slíkt. Erlendis skilur fólk það og erlendis stendur almenningur með þeim sem fara í verkfall ólíkt Íslendingum sem hatast við þá.

Sú andúð Íslendinga er ömurðin uppmáluð."

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband