13.8.2010 | 22:50
Gnarrinn hlær í betri bíl
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gerðu afnot borgarstjóra af vistvænum bíl að umtalsefni á fundi borgarráðs í gær ..............
Þetta umtalsefni Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna gerir þá að engu öðru en hlægilegum síröflandi fulltrúum og aðhlátursefni íbúa Reykjavíkurborgar og gott ef ekki alls landsins og þess hluta heimsins sem skilur alvöru íslensku.
Nákvæmlega svona er gamla pólitíkin. Grenjað, vælt og röflað út af nákvæmlega engu og kjósendur hlægja sig máttlausa yfir þessum greyjum, sem telja sig vera að slá sig til riddara, en eru þvert á móti, með málflutningi sínum, að gengisfella sig duglega. Langt umfram fall krónunnar við hrunið fyrir tveimur árum.
Mest hlær auðvitað borgarstjórinn, rétt eins og frúin hló í betri bíl frá Guffa bílasala hérna um árið.
Til að fullkomna brandarann ætti borgarstjórinn að aka bílnum fína og umhverfisvæna íklæddur fína dressinu sínu frá Hinseigin dögum!
Það væri mjög vel við hæfi!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefði þér ekki fundist það sama ef um væri að ræða borgarstjóra Sjálfstæðisflokks?
Það virðist nefnilega vera hjá sumum, andstætt málshættinum góða, að grasið sé alltaf grænna hinum megin við.
Guðmundur Júlíusson, 13.8.2010 kl. 23:25
Guðmundur, Hanna Birna hefði verið glæsileg gella á þessum vistvæna bíl og ekki fengið nokkurn frið á rúntinum frá strákum eins og þér!
Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 23:34
Hanna Birna "er" stórglæsileg gella, án þess að vera á svona bíl, ég hefði setið með henni í Trabant 69 þess vegna :)
Kannski ég hafi gert það einhvern tíma á yngri árum, aldrei að vita Björn minn :) Þó alla vega ekki á Trabant.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:43
Það var alltaf viss sjarmi yfir Trabant bílnum. Hann var eitthvað svo aumkunarverður og hallærislegur. Á æskuárum, vestur á Ísafirði, man ég að við strákarnir hlógum alltaf að Trabant eigendum og vorum að gantast með að á rúntinum myndu þeir aldrei fiska neitt.
Við, þessir vanþroska bjánar, vissum ekki þá að Trabant eigendur voru hamingjusömustu borgararnir á Ísafirði, bæði með sína spúsu og auðvitað hina nýju rennireið, þótt hún væri úr plasti!
Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 23:58
Fyrir norðan létu þessir hamingjusömu Trabanteigendur konurnar fara út að ýta þegar vélin réði ekki við brekkurnar.
Svo má ekki gleyma því að Trabantinn var eini bíllinn sem gat sagt nafnið sitt.
Það gátu ekki allir bílar.
"trabbatrabbatrabbatrabbatrabbatrabbatrabbatrabbatrabb"
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 01:33
Jón, góður að vanda!
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.