Sumir ættu að hafa vit á að þegja

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á heimasíðu sinni, ............................

Björn Bjarnason, lögfræðingur, íhaldsdurgur, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Björn Bjarnason segir eitt og annað.

Mest þó um eigið ágæti, en aldrei orð um ágæti annarra. Allra síst ef þeir styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn og Mogginn lepur allt upp eftir honum og minnir óneitanlega á Ketil skræk.

Aumkunarvert í meira lagi.

Ein saklaus spurning.

Hvar var Björn lögfræðingur Bjarnason þegar bankarnir hófu að útdeila gengislánunum?

Var hann ekki þingmaður, lögfræðingur og ráðherra?

Hvað gerði hann í málunum?

Ekkert auðvitað. Kannski of upptekinn við að raða flokksbræðrum sínum í Hæstarétt? Kannski ekki nógu snjall lögfræðingur til að sjá í gegn um vef bankanna? Kannski setti hann bara kíkinn fyrir blinda augað eins og allir hinir.

Sumir ættu að hafa vit á að þegja og halda sig til hlés.


mbl.is Skýr og brýn ástæða afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Valdamenn Sjálfstæðisflokksins hefðu sennilega verið bannfærðir fyrir verk sín af páfanum í Róm, hefðu þeir verið upp á Sturlungaöld.

En nú eru þeir smátt og smátt að reyna að kíkja undan sænginni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.8.2010 kl. 19:59

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þeir ættu að kúra aðeins lengur, enda sagði formaðurinn ungi með silfurskeiðina að viss valdaþreyta hefði verið komin í flokkinn. Á sama tíma hélt kínverski kommúnistaflokkurinn upp á 40 ára valdaafmæli, án nokkurrar þreytu! Hvað á maður að halda um íslenska íhaldsmenn. Ekkert úthald? Eða voru öll myrkraverkin svona slítandi?

Þakka þér innlitið, Þorsteinn H. Gunnarsson.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 20:08

3 identicon

Veit það svei mér þá ekki lengur, eftir að hafa horft uppá meint stjórnvöld í meintum björgunarleiðangri síðasta árið er ég alvarlega að spá í að kjósa FLokkinn í fyrsta skiptið á æfinni. Sem betur fer er stutt í kosningar og/eða vantraust.

Þvílíkur farsi með meintum vinstri flokkum og meintum jafnaðarmönnum. Aldrei hefur verið slegin traustari skjaldborg um fjármagnseigendur og á meðan er bókstaflega unnið í því að sundra samstöðu almennings eftir því hvernig lán hann skuldar svo hægt sé að hirða eigið fé hans. Bættu svo við lygum, spuna, útúrsnúningum, rangfærslum og endalausum hræðsluáróðri og maður er búinn að fá nóg af þessum apaköttum. Aldrei aftur!

sr (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 20:47

4 identicon

Valgerður Sverris vissi það..Guðjón Rúnarsson form. banka og verðbr.fyrirtækja vissi það, lögfræðingar Seðlabanka og Viðskiptaráðuneytis sömuleiðis. Enginn þessara kom fram og gerðist whistleblower?? Ekki fyrr en Hæstiréttur hjó á hnútinn. Nú á að hengja Gylfa ópólitískan sem allir vita að starfar undir hæl kröfuhafa sem AGS aftur verndar.. AGS aftur hefur stjórnina í hendi sér vegna neyðarlaga sem voma yfir okkur. Fari þeir (kröfuhafar) og fái þeim hnekkt erum við fucked.

Þessvegna á frekar að leika þetta leikrit til enda og fórna Gylfa..

Villi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 20:54

5 Smámynd: Björn Birgisson

sr, kjóst þú bara það sem samviska þín segir þér að sé best fyrir þjóðina og þar með þig. En gættu þess vandlega að samviska þín umturnist ekki og elti þig sem draugur hvert sem þú ferð. Að kjósa Flokkinn í fyrsta sinn er eins og fyrir gullfallega ungmær að tapa meydómnum með fyllirafti og róna eins og segir í frábæru lagi!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 20:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Villi, fórna Gylfa? Það væri harkaleg og ósanngjörn aðgerð. Ég stend með Gylfa. Hann er flottur karl.

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 20:59

7 identicon

Ég er nú bara að spá í málin. Mér þykja menn gera miklar kröfur til ráðamanna sem allir óblindir sjá að er eins og boxari sem slæst með aðra höndina fyrir aftan bak (stundum báðar).

Við erum enn á Gjörgæslu. AGS er eins og gaurinn í þáttunum: AGS says NO.! (computer says no)

Villi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 21:07

8 identicon

Skyldi sr hafa gert viðlíka kröfur til hægri manna þegar þeir voru við völd, ó nei. Mergur málsins er sá að þeir flutu ofan á peningabólunni sem engin innistæða var fyrir og fóru ekki frá fyrr en allt var komið í óefni. Núverandi stjórnvöld þrífa upp skítinn og hljóta bágt fyrir og hægri menn lýðskruma ofan í allt saman og skuldugur almenningur kokgleypir. Telur sér trú um að landið breytist í paradís ef hægri menn komast til valda á nýjan leik. Þeir kunna þetta hægri menn. 

Einar Marel (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 21:08

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Góðan daginn Björn minn 

Guðmundur Júlíusson, 13.8.2010 kl. 21:39

10 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, detti mér allar ........... Guðmundur minn ert þú kominn á fætur? Já, vissulega góðan daginn ágæti drengur, eins og sagt er austan Hellisheiðar!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 21:46

11 identicon

Ha ha Björn minn, var í smá ferðalagi út á landi, var að lenda svo að segja, var reyndar rétt austan Hellisheiðar, nánar tiltekið í Útey við Lagavatn í dásamlegu veðri alla vikuna :)

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 21:54

12 Smámynd: Björn Birgisson

Villi, við verðum víst að taka bara Bubba á þetta! Upphögg frá vinstri, vááááááááá........... það getur allt gerst í hringinum! Vááááááá.................

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 21:58

13 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, það er ekki hægt að fara í smá ferðalag út á land. Sérhvert skref um landið okkar fallega er stórferðalag og undur. Á yngri árum dvaldi ég á Laugarvatni við nám og Útey er mér vel kunn. Dásamlegir staðir og ekki spillir ef vel liggur á veðurguðunum!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:08

14 identicon

Þessi fyrirsögn hentar ykkur nöfnunum vel

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:14

15 Smámynd: Björn Birgisson

Andrés Ingi, ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir þessa tímabæru og rökréttu ábendingu! Hafðu bestu þakkir fyrir og umfram allt, eigðu góða helgi!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:18

16 identicon

Sumir ættu að hafa vit á því að þegja en samt lætur þú gamminn geysa.  Ertu að andmæla sjálfum þér?

prakkari (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:18

17 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, ef þér líður illa á þessari síðu, þá veit ég hvað getur orðið sálartetri þínu til bóta.

Stilltu radíóið þitt á RÁS 1 og njóttu.

Vertu ekki að kvelja þig hér! Þú átt allan rétt á að láta þér líða vel!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 22:32

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var ekki Björn einn af þeim sem samþykkti þessi lög?    Held það 2001?  Jú.

Það er þannig séð ákveðin pæling og umhugsunarvert að þingmenn hafa lítið sem ekkert vitað hvað þeir samþykktu.  Davíð samþykkti þetta líka - og varð svo eftirlitsaðili með lögunum.  Allt í gúddí með það.  Og Björn svo yfirmaður dómsmála.  Kannski hafa þingenn sem samþykktu ,,ólöglegheitin" jafnvel sjálfir tekið ´slík ,,ólöglegheitar" lán.  Hver veit.

Svo þurftu þeir eitthvað lögfræðiálit utan úr bæ til að fatta hvað þeir samþykktu!  Og í framhaldi af því að álitið minnsist á þetta sé nú einkennilegtog líklega verði bara dómsstólar að skera úr um efnið - að þá eigi Gylfi að sega af sér!  Þetta er bara súrreal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2010 kl. 23:17

19 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki! Uss, svona má ekki tala hér inni á Moggablogginu. Hvað er eiginlega að þér maður? Er þér ekkert heilagt?

Takk fyrir frábært innlit!

Björn Birgisson, 13.8.2010 kl. 23:40

20 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Upplifi Gylfa heiðarlegan og einlægan. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í starfi og mjög gott að hann eigi sér ekki rætur í pólitík.  Hann hefur tjáð sig um hvað hefði mátt fara betur þ.e. hefði getað svarað Ragnheiði Ríkharðsdóttur með ítarlegri hætti.

Fáránlegt að tala um afsögn í þessu tilfelli. 

Þetta er mín skoðun og mín upplifun af þessu máli. Tel mig ágætlega færa um að greina óheiðarleika og blekkingar hjá fólki enda búin að starfa við greiningar og mati á fólki í 20 ár.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2010 kl. 12:29

21 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála, Kolbrún.

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602567

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband