Svolítið hland í bland

Hér ætla ég að endurbirta tvær stuttar skemmtisögur að vestan, en ég rakst á þær í bráðskemmtilegri bók sem ber heitið Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga, í samantekt Gísla heitins Hjartarsonar. Þetta er léttmeti sem gott er að renna yfir í tilefni af helgarkomunni. 

Kempan Ragnar heitinn Valdimarsson á Hólmavík var alla tíð ákafur framsóknarmaður, eins og allir vita og fylgdi hann flokknum lengur en elstu menn muna. Hann hefur, ásamt Þuríði konu sinni, komið upp tíu til tólf mannvænlegum börnum. Hefur uppeldi þeirra verið til fyrirmyndar, eins og búast mátti við. Auðvitað styðja börnin Framsókn eins og lög gera ráð fyrir, utan einn sonur þeirra hjóna, sem fluttist til Akureyrar, settist þar að og gerðist Alþýðuflokksmaður.

Góður heimilisvinur Ragnars hafði eitt sinn orð á því við hann, að eitthvað hefði uppeldi þessa eina sonar hans mistekist, úr því hann hefði orðið krati, en ekki framsóknarmaður, eins og uppeldið hefði staðið til.

"Nei, það var ekki uppeldið" svaraði Ragnar.

"Það fór svolítið hland með þegar strákurinn kom undir"

***************

Þessi saga er alveg dagsönn, eða þannig. Það var þegar þeir félagarnir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson heitinn voru báðir á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum. Matthías var þá ráðherra og Þorvaldur Garðar var forseti Sameinaðs Alþingis. Skrifstofustúlkan hjá Þorvaldi Garðari var ófrísk og var að fara í barnsburðarleyfi. Þorvaldur, sem stundum gat verið nokkuð viðutan, hafði gleymt því og ekki hugsað fyrir því í tíma að leita að starfskrafti í staðinn. Allt var því komið í óefni og stúlkan að fara í leyfið. Þá datt Þorvaldi í hug að leita til Matthíasar vinar síns og vita hvort hann gæti eitthvað liðsinnt sér í þessum efnum.

Snemma morguns hringdi síminn í ráðuneytinu hjá Matthíasi. Þorvaldur Garðar var í símanum.

"Nú er það ljótt maður! Það er ólétt hjá mér skrifstofustúlkan. Hvað á ég að gera?"

"Þrættu maður, þrættu!" svaraði Matti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband