14.8.2010 | 13:20
Dýrt verkfall?
"Haft var eftir Gísla í fréttum Ríkisútvarpsins, að samkvæmt skýrum dómum Hæstaréttar sé verkfallsvarsla, sem bitni á neytendum, bótaskyld."
Ég geri heldur ráð fyrir því að glöggur maður eins og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda í landinu, viti hvað hann syngur. Hann færi ekki að vitna til einhvers dóms Hæstaréttar nema vera alveg viss í sinni sök.
Talsmenn Flugfélags Íslands hafa talað um að tjónið hlaupi á einhverjum milljónum og einhverju hafa farþegarnir tapað beint og óbeint.
Fara þá væntanlegar launahækkanir að mestu í að greiða stríðskostnaðinn?
Ólögleg verkfallsvarsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef túlkun og fullyrðingar Gísla eru réttar, þá eru verkföll með öllu óheimil hverju nafni sem þau nefnast, því útilokað er að verkföll bitni ekki á neytendum í einu eða öðru formi. Allar tilraunir til að sniðganga verkföll og fara í kringum þau, draga þau aðeins á langinn og gera þau illvígari og dýrari, engin græðir á því og þá síst neytendurnir hans Gísla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2010 kl. 15:10
Verkföll eru bara að verða úrelt, sérstaklega þar sem beitt er einhverskonar þvingunaraðgerðum eins og í þessu tilviki.
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 15:15
Er ekki búið að beita öllum nýmóðins aðferðum í þessari deilu án árangurs? Mönnum hættir til að gleyma því -að sjaldan veldur einn þá tveir deila- , verkfall er ekki bara á ábyrgð þess sem það boðar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2010 kl. 15:22
Hvað sem því líður, þá er þetta fáránlegur tími fyrir verkföll, eins og staða þjóðarinnar er nú.
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 15:27
Komið þið sælir; Björn Ísfirðingur - og Axel Jóhann Skagstrendingur !
Björn minn !
Ályktanir þínar; gagnvart verkföllum, eru alls ekki, á rökum reistar. Oftsinnis; hafa verkföll verið, einn aðdraganda þjóðfélagsbyltinga, í ýmsum löndum - og það er einmitt ein slík; sem við þörfnumst mjög, hér á Fróni.
Rotin fúlmenni; á valdastólum - eða innan seilingar þeirra, eru að merja samfélag okkar, niður í svaðið, hægt, og bítandi.
Því; gætu verkföll - helzt, allsherjarverkfall, stuðlað að falli illræðis afla, hinna fjögurra spilltu flokka, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 16:01
Lengi lifi byltingin!
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.