Gleðilegt nýtt hrun og takk fyrir það gamla!

Eftir nokkrar rökræður um stjórnmál þessa lands á tveimur bloggsíðum hefur verið ákveðið að klukkan 8.00 í fyrramálið muni Sjálfstæðisflokkurinn alfarið taka við stjórn landsins og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms muni draga sig til hlés.

Sjálfstæðismenn hafa lofað að þrífa upp eftir sig skítinn, svo fremi að það sé hægt og pappír dugar til og hafa þeir nú þegar pantað 10 stóra gáma til landsins, hlaðna upp í rjáfur af salernispappír, þannig að ekki þarf að efast um vilja þeirra til að gera sitt besta.

Nokkrum forustumönnum flokksins, sem voru erlendis, brá illilega við þessi tíðindi, enda verulega valdaþreyttir, en ákváðu að slá til, einkum þegar LÍÚ hvatti þá til að grípa tækifærið.

Forseta lýðveldisins hefur ekki verið gerð grein fyrir breytingunni, en mun frétta af henni í morgunsárið, þegar Dorrit ber fram morgunkaffið á Bessastöðum, fáklædd undir morgunsloppnum.

Sjálfstæðismenn munu í framhaldinu leggja drögin að næsta hruni með stæl, enda öll reynsla og kunnátta fyrir hendi hjá þeim Valhallarbændum, þótt engan hafi þeir mjólkurkvótann, en þess ber að geta að heildsalar, hallir undir flokkinn, flytja allt vín inn til landsins, þannig að á þessari örlagastundu mun verða glatt á hjalla í Valhöll.

Íslandi allt - en sérstaklega þó auðvitað Sjálfstæðisflokknum!

Gleðilegt nýtt hrun og takk fyrir það gamla! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG þóttist ætla að hreinsa til eftir sjallana, en hefur ekkert gert nema að styrkja salernispappírsframleiðendur enn meira en ella hefði orðið.

Hvort sem stjórnin springur á kjörtímabilinu eða lafir í skjóli upplausnarinnar í landinu hefur hún sennilega tryggt að það verði ekki vinstri stjórn hér næstu 50 árin. Góðar stundir.

Theódór Norðkvist, 15.8.2010 kl. 00:55

2 identicon

Skál í boðinu Björn minn

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 00:59

3 Smámynd: Björn Birgisson

Góðar stundir sjálfur, Theódór Norðkvist!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 00:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, varla ertu að drekka núna, þegar þjóðarskútan er neglulaus og á niðurleið. Eins gott að einhver sinni vaktinni! En skál samt, minn kæri og eigðu góðar stundir með þínu góða fólki!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 01:06

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nei Björn minn, ég skálaði vegna  ummæla þinna hér að ofan

"en þess ber að geta að heildsalar, hallir undir flokkinn, flytja allt vín inn til landsins, þannig að á þessari örlagastundu mun verða glatt á hjalla í Valhöll."

En engu að síður neita ég því  ekki að  ég er að fá mér "en öl på dansk möde 

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 01:29

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn! ekki ertu nú að hugsa  um að yfirgefa okkur hér á blogginu á MBL?

Á umræðu undanfarins bloggs þíns virðist manni eins og þú (eða aðrir) séu að viðra þessar hugsanir, við hinir fáu, vinir og óvinir sem elskum að setja út á hvern annann vegna skoðanna hvers fyrir sig, þvers og kruss á pólítiska vísu, getum ekki hugsað okkur að þú yfirgefir þetta bloggsvæði, og ég vona svo innilega að þú gerir það ekki kæri vin!Nei, það yrði hrikalegur sjónarsviptir af málefnalegum umræðum manns sem er vel máli farinn og með húmor á mælikvarðanum níu.

kv  Guðm Júl

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 01:42

7 Smámynd: Björn Birgisson

"en öl på dansk möde 

Það er gott að heyra, minn kæri Guðmundur, öl er mannsins megin, segir sagan. En svo koma minni spámenn og segja að allt öl sé böl. Ég trúi því ekki, hef miklu meiri trú á  mönnum eins og þér, glaðsinna og góðum mönnum, með stjórnmálaskoðanir út úr kú! Þær má alltaf leiðrétta!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 01:45

8 identicon

Stjórnmálaskoðunum eins og mér!! ertu ekki í lagi Björn? þú hefur greinilega ekki hlustað á þann ágæta mann á Stöð 2, Gylfa Magnússonar þar sem hann var nánast að athlægi!! margtuggði á sömu setningunni sem var " Já, ég vissi ekki betur á þessum tímapunkti og mér þykir það leiðinlegt og biðs afsökunar á því", "en ég hef ekki logið um neitt!!!!!!!!!!!!"

Kommonn Björn ekki verja svona málfluting.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 01:55

9 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, fyrst er manni hrósað í hástert og beðinn að fara hvergi, svo fær maður duglegt högg í kviðinn eða á kjálkann. Flott upphögg með vinstri hefði Bubbi sagt. Váááááááá..........

Gylfi Magnússon er góður drengur, rétt eins og þú, en ekki ég.

Hvaðan koma þær upplýsingar í kollinn á þér að ég sé á förum héðan af Moggabloggi?

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 02:10

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég les það á  milli lína eins og sagt er!!! en vona að það séu gróusögur.

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 02:35

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Vísa ég þá einkum til færslu þinnar hér, http://urval3bjorn.blog.is/blog/urval3bjorn/entry/1085301/

og andsvara manna.

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 02:38

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki einmitt tími til að fá sér öl ef þjóðarskútan er að sökkva? En við Guðmund þann ágæta mann segi ég: Eftir einn ei bloggi neinn.

Tek undir orð Guðmundar um beitta hæðni þína Björn, en þú virðist haldinn sömu valkvæðu blindunni og sjálfstæðismenn sem eru helstu skotmörk grínsins hjá þér:

Spillingin er aðeins gagnrýniverð þegar hún viðgengst í liði andstæðinganna. En í lagi hjá mínum mönnum.

Theódór Norðkvist, 15.8.2010 kl. 02:48

13 identicon

Komið þið sælir; ágætu drengir, jafnan !

Óháð grein Björns; að þessu sinni.

Guðmundur Júlíusson !

Hvar; í andskotanum, grófstu upp, þennan virðulega 15. aldar hatt, sem þú berð, á mynd þinni ?

Voru vinsælir; (skv. málverkum),, séstaklega, eftir 1460, misminni mig ekki, víða um lönd.

Ætti að vera; skylda allra manna, um víða veröld, að bera þetta óborganlega höfuðfat, piltar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 03:08

14 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Óskar Helgi, ég er búinn að eiga hann annsi lengi, satt að segja man ég ekki hvar ég gróf hann upp, dúkkaði bara upp rétt si svona! Viltu kaupa hann?

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 03:17

15 identicon

Komið þið sælir; enn á ný !

Guðmundur !

Nei; hann vil ég ekki kaupa. Ég krefst þess; fyrir hönd okkar Björns síðuhafa (sennilega; , auk allra annarra lesenda og skrifara), að þú berir þennan virðulega hatt, meðan rænu hefir - og heilsu góða, Guðmundur minn.

Þvílík menningarverðmæti; sem þú hefir undir höndum þarna, eiga aðeins heima, á Þjóðminjasafninu - eða þá; í vörzlu Þórðar gamla, austur á Skógum, að þér gengnum, ágæti drengur. 

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 03:28

16 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Óskar  Helgi, "Egi veit ég það  svo gjörla, en hitt þó að Þórður gamli (eins og þú orðar það) austur á Skógum getur fengið hattinn ef hann svo kýs!

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 03:42

17 identicon

Komið þið sælir; sem jafnan, aftur og enn !

Guðmundur !

Vel líkar mér; svar þitt - ég kæmi þeim boðum til hans, þá ég ætti leið um Rangárþing austanvert, fyrir Haustbyrjun, ágæti drengur.

Væri nú ekki verra; hefðuð þið Björn og Theódór tök á, að sækja Þórð heim einnig, og þiggja kaffisopa hjá pilti - og hlýða á dragspilsleik hans, eða þá, á okkar forna íslenzka langspil, mögulega.

Með; sízt lakari kveðjum, en áður og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 03:52

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

"stjórn Jóhönnu og Steingríms muni draga sig til hlés. "

því miður mun þetta ekki gerast fyrr en fólkið í landinu dregur þetta lið út á asnaeyrunum -

hringlandaháttur/getuleysi/ákvarðanafælni - það er ríkisstjórn sf og vg

Óðinn Þórisson, 15.8.2010 kl. 08:51

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Óskar. Ég hefði mikla ánægju af því að kíkja til Þórðar gamla á Skógasafnið. Reyndar fór ég í heimsókn þangað með Flugbjörgunarsveitinni fyrir nokkrum árum. Alveg magnað hvað maðurinn hefur viðað að sér af gömlum munum, bílum og tækjum.

Bestu kveðjur úr Málmey, Svíaríki.

Theódór Norðkvist, 15.8.2010 kl. 09:49

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér þykir þú boða váleg tíðindi svona í blæðandi morgunsárið minn ágæti bloggvinur Björn Birgisson. Það er meira lánið að mæta ekki svona fréttum skelþunnur á sunnudagsmorgni en sú var nú tíðin að á því var nokkur hætta.

Geri vart við mig seinna þegar ég verð búinn að viðra tíkargreyið á nefinu hans Geirs.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 10:28

21 Smámynd: Björn Birgisson

Theódór skrifar: "Spillingin er aðeins gagnrýniverð þegar hún viðgengst í liði andstæðinganna. En í lagi hjá mínum mönnum." Hér hann auðvitað að vísa til minna skrifa hér á blogginu.

Þetta er næstum alveg rétt hjá þér Theódór. Við lauslega athugun er hlutfallið um það bil 85% gegn 15%!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 13:36

22 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, næst þegar þú ferð að viðra tíkargreyið þitt, þá endilega taktu Pólitíkina með í góða viðringu. Ekki veitir nú af að hreyfa hana eitthvað, eins stöðnuð og hún virðist vera!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 13:41

23 Smámynd: Benedikta E

Björn - Þú ert nú meiri rugludallurinn......................

Benedikta E, 16.8.2010 kl. 20:38

24 Smámynd: Björn Birgisson

Benedikta, takk fyrir þetta! Ertu núna fyrst að fatta það?

Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband