20.8.2010 | 10:36
Þungur dómur
"En þetta var ekki bara einhver snerting heldur alvarleg kynferðisbrot í mörg ár þegar hún var barn og unglingur. Þannig voru æskuár hennar og þetta voru þær heimilisaðstæður sem hún ólst upp við."
Það tíðkast víst ekki að dæma látna menn, en þessi frásögn Guðrúnar Ebbu er ígildi dóms yfir föður hennar og sá dómur er afar strangur, ekki síst í ljósi þess hvaða embætti hann gegndi.
Fréttir af misnotkun feðra á dætrum sínum eru því miður nánast daglegt brauð núorðið, en heyrðust aldrei fyrir ekki svo mörgum árum.
Hér er fjallað um alvarleg kynferðisbrot í mörg ár og maður spyr sig hvernig hægt sé að halda slíku athæfi leyndu. Hvar var móðirin? Hvar voru aðrir í fjölskyldunni, afar, ömmur, frændur, frænkur og vinir? Enginn grunur? Sá enginn eða vissi neitt?
Þetta er ömurlegt, en ekki er hægt annað en að hrósa Guðrúnu Ebbu fyrir þann kjark sem hún sýnir með frásögn sinni og maður spyr sig hvort fjölmargar konur hérlendis séu í hennar sporum, en byrgi sorgir sínar innra með sér og segi ekki frá skelfingaratburðum æsku sinnar.
Lýsti alvarlegum brotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona málum fer ekkert fjölgandi. Þau eru bara að koma upp á yfirborðið meira og meira. Sú kynslóið sem þorði ekki að taka á þessum málum er að hverfa og sú nýja er að taka við sem er kjarkmeiri. Þessi biskup var svín meðan hann lifði og nú er hann dautt svín...tek undir að það þarf kjark til að vinna úr svona málum og hafa Stigamót hjálpað mörgum þar.
Óskar Arnórsson, 20.8.2010 kl. 11:03
Því miður hefur þöggun viðgengist í nánustu fjölskyldum fórnarlamba kynferðisobeldis í gegnum tíðina. Það er ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan íslenska samfélagið trúði því að svona lagað gerðist ekki á Íslandi. Það er áberandi enn þann dag í dag hvað þeim sem fórnarlambinu standa næst skortir kjark. Skömmin hefur verið yfirsterkari og fjölskydurnar kosið að snúast gegn fórnarlambinu af ótta við að athafnir gerandans komist í hámæli.
Gerður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:24
Tabúið var svo rosalegt með níðingsmál... prestar eru líka í lykilstöðu til að nauðga... Þeir fá svo mikla virðingu vegna þess að þeir eru sagðir vera umboðsmenn guðs... Gvö uss það má ekki segja svona um guðsmanninn.. hann er svo góður...
doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:45
Uss uss Óskar Arnórsson ekki tala svona óvirðulega um fyrrum biskup, jafnvel þó hann sé látinn, efast um að þú farir til himna eftir þetta. En eitt hefur þó sannast við frásögn Guðrúnar Ebbu að Sigrún Pálína hafði þá örugglega rétt fyrir sér varðandi sína kærur þó það hafi löngum verið tortryggt af prestum & biskupsstofu.
Skarfurinn, 20.8.2010 kl. 17:51
Jæja, það er afar ósennilegt að prestum og biskupum sé hleypt inn i himnaríki...Biskupstopfa er ekkert tortrygginn. Þeim er bara alveg sama um alla nema sjálfan sig og hafa þrætt mót betri vitund. Svo þegar það gengur ekki lengur er ný stefna tekin. Hafi maður einhverntíma haf viðbjóð á öllu því sem kirjan stendur fyrir þá er varla hægt að staðfesta það betur...ég hef alltaf vitað að hún væri óþarfi enn kanski er hún hreinlega hættuleg.
Óskar Arnórsson, 20.8.2010 kl. 21:26
Ég hef mikla trú á Jesú Kristi en enga trú á þjóðkirkjunni. Ég var það áhugasamur að ég gaf kost á mér í stjórn safnaðarfélagsins en núna er ég búinn að segja starfi mínu þar upp.
Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:22
Maður spyr sig oft þegar slík mál koma upp: hvar voru mæðurnar?
Baldur Hermannsson, 22.8.2010 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.