24.8.2010 | 17:54
Blind heift og fordómar
Hvað ætli séu mörg ár síðan þjóðin svona almennt hætti að tala um samkynhneigt fólk sem kynvillinga? Orðið kynvillingur er held ég alltaf sett fram í niðrandi tilgangi. Rétt eins og orðið negri er notað þegar rætt er um svarta kynstofninn á heldur niðrandi hátt.
Ég renndi yfir nokkrar bloggfærslur núna áðan og í einni þeirra notar bloggarinn orðið kynvillingur um tíu sinnum í stuttri færslu sem sprottin var af frétt um Jóhönnu Sigurðardóttir sem eina af valdakonum heimsins.
Ljóst er að viðkomandi bloggari logar allur af heift og hatri þegar nafn Jóhönnu ber á góma. Svo mikil er heiftin að á síðunni er því slegið fram að líklega sé Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra þjóðarinnar, einhver vitlausasti stjórnmálamaður þjóðarinnar sem komið hefur fram síðustu 100 árin.
Væntanlega hefur bloggarinn reiknað þetta út með vísindalegri nákvæmni!
Það var ekkert annað!
Fólk sem er algjörlega blindað af heift, hatri og fordómum er hættulegt fólk.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erum við að tala um miðaldamanninn Jón Val ?
hilmar jónsson, 24.8.2010 kl. 18:17
Nei Jón Valur talar ekki um "kynvillinga", bara fólk sem þurfi bata.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 18:22
Jóhanna er að selja sjálfstæði okkar Íslendinga. Hún er eini Ráðherra í heiminum sem er samkynhneigð. Sumir segja að hún sé lesbía, aðrir samkynhneigð sem er auðvita Kynvillingur. Farðu í Orðabók Háskólans.
Valdimar Samúelsson, 24.8.2010 kl. 18:23
Hilmar, nei ekki JVJ.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 18:25
Valdimar segir: "Hún er eini ráðherra í heiminum sem er samkynhneigð."
Ekki þekki ég alla ráðherra veraldarinnar, en er samt 110% viss um að þessi fullyrðing er kolröng.
Sjálfur getur svo Valdimar dólað sér í Orðabók háskólans, mig vantar ekkert úr þeirri góðu bók núna.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 18:30
Kristján, sá "bati" hefur nú reynst mörgum torsóttur!
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 18:32
Fann færsluna sem þú minnist á. Hló bara að vitleysunni! Sem maður á kannski ekki að gera.
Þessi bloggari á greinilega bágt... - og nóg af því!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:04
Ybbar gogg, öfgamönnum líður gríðarlega vel í eigin öfgum, en verði sú sæla þeirra fyrir utanaðkomandi truflun og gagnrýni tryllast þeir. Þá verða þeir hættulegir.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 19:10
Ég stóð í þeirri trú að blogginu hans Vilhjálms Eyþórssonar hefði verið lokað á dögunum einmitt vegna notkunar hans á orðinu kynvilla og fyrir að kalla samkynhneigt fólk fólk kynvillt og kynvillinga. Þegar hann var búinn að laga það var bloggið hans opnað aftur.
Á hvaða notendaskilmálasérsamningi skyldi Loftur Altice vera?
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:35
Svona tala bara Loftríkir laumuhommar sem þráast við að koma út úr skápnum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2010 kl. 19:50
Hólímólí, hann er Sjálfstæðismaður. Þar byrjar og endar réttlætið. Geri heldur ráð fyrir að einhverjir lesendur séu búnir að klikka á: "Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt" hjá umræddum. Ert þú búinn að því?
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 19:57
Já, alveg um leið.
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:16
Ætli það verði samt ekki til þess að þessum aðgangi mínum verði bara lokað í staðinn.
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:21
Tæplega.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 20:25
Djöfull getur verið hrikalega lítil reisn yfir sumum..
hilmar jónsson, 24.8.2010 kl. 20:30
Vegir blog.is eru órannsakanlegir.
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:35
Hilmar, eins og ég sé þetta, héðan neðst úr mannlega litrófinu, þá verð ég að taka undir með þér.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 20:41
Er það mál málanna núna að rífast um orð, ég spyr hvað er að vera kynviltur og hvað er að vera samkynhneigður, orðið kynvillingur er til í orðabók er það ekki sama og að vera samkynhneigður bara fínna orð er það í Biblíuni að menn skuli reka liminn í görnina á öðrum manni eða totta hann ég hef hvergi séð það en þetta þikir víst voða fínt í dag, enda eru amargir að segja sig úr þjóðkirkjuni þessa dagana. oj bara.
Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2010 kl. 00:29
Eyjólfur G., þakka þér þitt innlit.
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 01:32
Óhroðinn stendur enn hjá karlinum, en mbl.is hefur laumað þessu inn þar neðanmáls: Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.
Hvað er í gangi?
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 09:41
Eru þetta ekki hinir margumræddu "silkihanskar"?
Annars setti ég inn þetta komment:
Það vantar í þig virðinguna Loftur. Þekkirðu orðið "kurteisi"? Það er nú heldur betur gamalgróið og gott og gilt. Veistu hvað það þýðir? Veistu hvað kurteisi er?
Hólímólí, 24.8.2010 kl. 21:00
----------------
Karlinn henti kommentinu út og lokaði á mig.
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:05
Ekki nóg með að Loftur Altice notar orðið kynvillingar í öðru hverju orði, heldur hefur hann vitnað í Lofts-þýdd orð Baldurs Þórhallssonar sem aldrei myndi nota orðið kynvillingur, og sett það orð í staðinn, þ.e. þýtt gays sem kynvillingar. Þessi maður er enn fanatískari en Styrmir, þegar hann skrifaði Staksteina og Velvakanda á sínum tíma, en af sömu skúffu. Eitt er að hafa sterkar skoðanir og annað að skrifa heimskulegar og upplognar færslur.
Þegar ég var í menntaskóla sagði einn kennarinn okkur að kynvillingar væru þeir sem villtust yfir á hitt kynið (þ.e.a.s. gagnkynhneigðir). Skv. þessari skilgreiningu, þá er Loftur Altice sjálfur kynvillingur.
Vendetta, 25.8.2010 kl. 10:12
Það er algerlega ljóst að MBL styður ruglið í honum Loft með ráð og dáð.. ALLIR aðrir sem myndu skrifa eins og hann, það yrði lokað á þá án aðvarana.
Þetta er sjálfstæðisflokkurinn.. með sína einkavini; Einkavinir sjálfstæðisflokks mega gera allt. Þið vitið hvað gerist ef þið kjósið krossD
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:16
Loftur er ógeðslegur karl sem blog.is ætti að vera búið að loka á fyrir löngu!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:46
Ritstjórn mbl.is hefur aðeins aukið trúverðugleika sinn: Síðu Lofts hefur verið lokað...
hilmar jónsson, 25.8.2010 kl. 13:00
Ja, hérna. Nú er það spurningin. Fær Loftur fyrirgefningu eða ekki?
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 15:31
Líklega.
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 15:58
Ef hann fær fyrirgefningu, hvar á á ég þá að mæta í skriftir?
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:09
Þú ættir að skammast þín Valdimar....vona að bloggsíðu þinni verði líka lokað....fóllk eins og þú er hættulegt.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:10
Og doktorinn ... og allir hinir?
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:11
Valhöll kannski?
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 16:17
Eitt smá fyndið... Kemur JVJ fram og öskrar RITSKOÐUN ... maðurinn sem fer fram á ritskoðun á alla sem tala ekki eftir hans fáránleika... ég veit ekki hversu oft hann bað mbl að loka á mig... hversu oft hann kom inn á blogg og bað eiganda að loka á mig....
JVJ er hræsnari dauðan...
Ég kem aldrei aftur á mbl bloggið ... þó mér verðið boðið það... hef zero áhuga á því :)
DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:30
Tek undir það með doktornum ... og þegar maður er sjálfur búinn að upplifa fyrirvaralausa lokun og lífstíðardóm án möguleika á náðun þrátt fyrir að manni finnist maður nú ekki hafa gert neitt alvarlegt af sér og hafi aldrei áður fengið svo mikið sem viðvörun ... þá sér maður þessa hluti í öðru ljósi en áður.
Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvort opnað verður aftur á hann.
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:01
"Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvort opnað verður aftur á hann."
Minn kæri, það verður gert, sannaðu til.
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:10
Ég hef þig grunaðan um að hafa rétt fyrir þér þar, Björn.
Bíð samt spenntur eftir að sjá hið sanna andlit réttlætisgyðjunnar a la blog.is.
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:14
Ef opnað verður fyrir Loft en ekki fyrir Dr.E og Grefilinn, þá er eitthvað alvarlegt að.
Vendetta, 25.8.2010 kl. 21:23
Eitthvað alvarlegt að? Vissulega. Það kallast stjórnmál og að hygla sínum. Það er skuggahliðin á stjórnmálunum. Var einhver að fæðast í gær?
Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:30
Það verður opnað á síðu Lofts innan skamms, og þar með telur mogginn sig búinn að fullnægja réttlætinu í anda þess manns sem þar ríkir.
En takið eftir: -Fljótlega á eftir verður tekin drjúg rispa í lokunum á síðum þeirra sem ekki ganga samhliða náhirðinni í skoðunum...og þær síður verða ekki opnaðar aftur..
hilmar jónsson, 25.8.2010 kl. 22:36
Er það núna sem ég á að fara að skjálfa á beinunum, Hilmar?
Vendetta, 25.8.2010 kl. 22:42
Eftir að hafa fylgst með bloggumræðu í mörg ár, er ég kominn á þá skoðun að Loftur sé sori bloggheima.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 10:14
Í hvað eruði að eyða tímanum ykkar? Í loft? ;)
Annars er það svo að það eru fjölmargir samkynhneygðir ráðherrar til í þessum heimi. Utanríkisráðherra Þýskalands er samkynhneygður.
En skiptir það mig einhverju máli? Nei, svo sannarlega ekki.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.