Misnotkunarleikrit - bannað börnum

"Ólafur Skúlason lýsti því í bók að Davíð Oddsson hefði hvatt sig til að standa storminn af sér, hann hlyti að ganga yfir. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, hvatti Ólaf Skúlason til þess að halda fast í biskupsstólinn og segja ekki af sér embætti, þrátt fyrir þær ásakanir sem á honum dundu í upphafi árs 1996, en þá stigu nokkrar konur fram og sökuðu hann um kynferðislega misnotkun gegn sér.

Á vef Vantrúar eru rifjaðir upp kaflar úr bókinni „Ólafur biskup – Æviþættir". Kemur fram að Ólafur ráðfærði sig við Davíð Oddsson, sem taldi að málið „hlyti að fara að ganga yfir.“ Þá sagði hann engu líkara en að einhver leikstjóri væri að atburðarásinni „sem héldi þessu leikriti gangandi“, eða einsog segir í bókinni:

„Davíð Oddsson var mjög varfærinn í þessu máli og taldi ekki sjálfgefið að ég hætti. Hann rakti ýmsa þætti með mér og dró fram atriði, sem þyrfti að gaumgæfa. Einnig þekkir hann vel takmarkað tímaþol fjölmiðla og þjóðar og taldi hann að þetta hlyti að fara að ganga yfir. Annað væri ekki hægt. Sagðist þó hafa tekið eftir því, að það væri eins og leikstjóri væri að verki og setti sífellt fram nýtt og nýtt atriði, sem héldi þessu leikriti gangandi. Harmaði hann síðan ákvörðun mína um að hverfa af vettvangi en skildi mig þó vel. (bls. 372)“

Þá sagði hann Geir Waage hafa neitað með öllu að gera málið ekki opinbert, kirkjan væri meira en einn maður:

„En nú fór ég að kannast við minn gamla Geir. Hann reigði sig frekar í sæti og horfði kalt á mig og neitaði með öllu að stuðla að því, að þetta yrði ekki gert opinbert. Ég leitaðist við að benda honum á, hversu mikið tjón þetta gæti valdið kirkjunni sem hann væri þó að leitast við að þjóna. Hann svaraði stuttaralega, að kirkjan væri meira en einn maður, jafnvel þótt biskup væri. (bls. 364)“

Þá sagði Ólafur í bókinni að dóttir hans, Guðrún Ebba, hefði aldrei efast um föður sinn. Guðrún Ebba hefur síðar greint kirkjunni frá því að faðir hennar hafi misnotað hana kynferðislega.

„Og sárast var það fyrir eldri dóttur okkar, Guðrúnu Ebbu, sem þekkti sumar þeirra kvenna, sem hvað harðast dæmdu föður hennar í algjörri einsýni. Hún hefur alla tíð verið mikið pabba barn og breytist ekki þó árunum fjölgi. Hugur hennar var því myrkvaður vegna þessa. Ekki af því að hún efaðist um föður sinn, heldur fyrir það að konur sem hún þekkti gætu látið svona. En mikill léttir var okkur að því að börn hennar urðu ekki fyrir neinu aðkasti, ekki einu sinni að þeim væri strítt á því að eiga svona ömurlegan afa, eftir því sem fjölmiðlar tíunduðu. Hin börn mín voru sem betur fer í betra skjóli meðan á þessu gekk. Sigríður húsfrú í Hollandi og Skúli Sigurður við nám í Kaupmannahöfn. Þau sáu ekki önnur blöð en Morgunblaðið, sem var eini fjölmiðillinn, sem hélt ró sinni og glataði ekki eðlilegri yfirsýn og hlustuðu ekki á útvarp né sáu sjónvarpsmeðferð á föður þeirra. (bls. 367-368)" segir eyjan.is

Það er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Skondið. Og ætli Davíð sem ritstjóri sé að bíða af sér fjölmiðlafár sem að sér snýr ?

hilmar jónsson, 24.8.2010 kl. 21:04

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, það snýr nú eitt og annað að honum Davíð mínum, en um hann má segja eins og kettina, hann kemur oftast niður á löppunum, nokkuð sama hve fallið er hátt. En það að koma standandi niður hreinsar ekki endilega samviskuna. Það er bara að koma standandi niður.

Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 21:16

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Auðvitað var það Davíð sem gerði það!

Flosi Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Flosi, hvað gerði Davíð?

Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 21:52

5 Smámynd: Björn Birgisson

Í þessari færslu eru 7 orð frá mér. Fyrirsögnin og lokaorðin. Annað er af Eyjunni.is. Ég tel mér heimilt að taka efni af Eyjunni.is, rétt eins og sá miðill tekur stundum efni af minni síðu, með 100% tilvitnun, sem er til fyrirmyndar. Á þessari síðu er ekkert Hannesar Hólmsteins syndrome.

Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn ég held oft að þú sért ekki eins ópólitískur og þú heldur fram eða ert þú bara að meyna að þú sért ekki flokksbundinn.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2010 kl. 00:38

7 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, pólitískari mann en mig munt þú aldrei finna eða hitta fyrir á þinni eyðimerkurgöngu um þjóðlífið.

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 01:44

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég þakka hrósið Björn minn.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband