Orður til stórmenna

Til þess að fá orðu frá forsetanum þarf viðkomandi að hafa gert eitthvað merkilegt fyrir land og þjóð. Starfandi er orðunefnd sem tekur við ábendingum um gott fólk sem á skilið að fá orðu.

Fyrir flestum er þetta bara prjál og glingur, en einhverjir gangast upp í þessu og láta vinina mæla með sér við Orðunefndina. Fyrrum biskup virðist hafa verið einn af þeim. Ekki veit ég hverjir mæltu með honum og séu þeir ofan moldar vilja þeir örugglega ekki muna það sjálfir.

Þessir þrír hafa verið mikið í umræðunni og svona er orðusafnið þeirra:

Ólafur Skúlason dómsprófastur fékk riddarakross árið 1982
Ólafur Skúlason vígslubiskup fékk stórriddarakross árið 1987
Ólafur Skúlason biskup fékk stórriddarakross með stjörnu árið 1990
Ólafur Skúlason biskup fékk stórkross árið 1992

Karl Sigurbjörnsson biskup fékk stórriddarakross með stjörnu árið 2000

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi árið 2007

Má bjóða þér Fálkaorðu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu ljóst að þessi orða er púra skömm.. aldrei myndi ég taka á móti þessari fáránlegu snobb orðu sem menn fá oftar en ekki fyrir það að vera núll og nix.. eða skíthausar

doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Napurt...

hilmar jónsson, 25.8.2010 kl. 11:41

3 identicon

Hann hefði nú átt að fá eina í viðbót, með meðmælum frá klíkunni sem varði hann frá illum öflum, það hefði nú mátt hengja eina framaná þennan fræga dindil sem aumingja maðurinn réði ekkert við.

Robert (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:00

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þetta minnir á það þegar Jón Baldvin gekk fram fyrir skjöldu í frelsisstríði Litháa sem utanríkisráðherra Íslands og lýsti yfir stuðningi við fullveldi Litháen fyrir hönd þessa lands.

Fyrir þetta var Jón síðar sæmdur heiðursmerki Lithásku þjóðarinnar og að fullum verðleikum að því séð verður.

Orti þá íslenskur spéfugl illgjarn og orðskár:

Litháa er ljúft og skylt að hylla, 

langt var þeirra frelsisstríð og göfugt.

En alveg finnst mér fráleit þeirra villa

að festa kross á Jón- en ekki öfugt !

Upphrópunarmerkið er frá mér.

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 15:14

5 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband