Lok, lok og læs

Nú er nettur pirringur í hægri mönnum hér á Moggablogginu vegna þess að síðu eins félaga þeirra hefur verið lokað, en því eiga þeir ekki að venjast, telja sig líklega vera á heimavelli hér.

Sá þeirra sem mesta ritskoðun stundar á sinni síðu hrópar nú hástöfum: ritskoðun, ritskoðun!

Sá hrópandi í eyðimörkinni á líka áreiðanlega bloggheimametið í útilokunum á annað fólk á síðunni sinni!

Vissulega er þetta ritskoðun að vissu marki, en hafa ber í huga að reglurnar sem mbl.is setur eru ágætlega skýrar og nokkuð augljóst að í þessu tilviki voru þær þverbrotnar.

Þær hafa örugglega ekkert farið fram hjá vísindakennaranum burtræka. Hann var ekki að stíga þennan línudans í fyrsta skipti og hefur áður sætt áminningum frá stjórnendum bloggsins.

Hann mátti vita að eftir síðustu skrifin sín um Jóhönnu Sigurðardóttur og samkynhneigt fólk almennt, væri hann kominn út á mitt jarðsprengjusvæðið um leið og hann smellti á Vista og birta.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi lokun verður varanleg, eða bara einhver málamyndagjörningur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt fáir séu sammála ritskoðun eða stuðningsmenn þess að hún sé almennt stunduð, þá eru það eigendur mbl.is sem setja reglurnar á blogginu og notendum skylt að hlíta þeim. Öllum er auðvitað frjálst að hafa sína skoðun á reglum mbl.is. Það sem er þó helst gagnrýnivert er að reglurnar á mbl.is virðast hafa verið mis teygjanlegar eftir því hver átti í hlut. Enginn þarf að velkjast í vafa um að Loftur hafi fengið til muna, meiri slaka á blogginu en margur annar. Það er óneitanlega nokkuð skondið að lesa færslu Jóns Vals Jenssonar, hvar klerkurinn fer mikinn og óskapast yfir ritskoðun  mbl.is. Fáir, ef nokkur bloggari hefur ritskoðað og lokað bloggi sínu fyrir skoðanaandstæðingum af jafn miklum ofsa og ákafa en JVJ. Jón Valur toppar svo sjálfan sig með því að ritskoða innleggin við þessa færslu þar sem hann sjálfur gagnrýnir ritskoðun. Lengra verður vart komist í tvískinnung og hræsni.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 18:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, vertu góður við JVJ, hann á dálítið bágt núna! Sjálfur varaformaður Þjóðarheiðurs kominn í skammarkrókinn hjá sjálfum Mogganum! Verra getur það varla verið!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 18:25

3 identicon

Miklar sögur ganga um umræddan aðila á Feisbúkk og hann sagður varanlega brottrækur frá Vesturbæjarlauginni, vegna óviðurkvæmilegrar framkomu. Er hann af mörgum nefndur "Sundlaugur" af þessum sökum.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 19:23

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, eru þetta nokkuð "biskupasögur"? Áttu link?

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 19:28

5 identicon

Þetta eru svona meira "þjóðarheiðurssögur". Umfjöllun hefur verið á lokuðum síðum þar sem menn hafa fjallað blogg viðkomandi, m.a. það sem hann var að blogga um skriftarmál.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 19:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Þetta er líka móðgun við alla þá, sem eytt hafa ómældum tíma og hugsun í að miðla þekkingu og færa af vandvirkni rök fyrir máli sínu í margvíslegum umræðum á vefsetri Lofts. Skyndlega gufaði það allt upp!" segir Jón Valur Jensson á sinni síðu til varnar Lofti.

Svo verður Lofti, varaformanni Þjóðarheiðurs, illilega á og dregur gesti sína niður með sér í fallinu. Þar með talinn Jón Val Jensson, sem nú sér á bak skrifa sinna í glatkistunni hjá vini sínum, eins og svo margir aðrir.

Ég get ekki tjáð mig á síðu Jóns Vals, þar sem ég er eitt af óhreinu börnunum sem í tugatali hafa ratað þangað inn og hlotið brottrekstur að launum.

Þá tjái ég mig bara hér, enda miklu notalegra umhverfi!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 19:46

7 identicon

Það er þjóðarheiður að vera brottrækur af hans síðu.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 19:56

8 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, ert þú þess heiðurs aðnjótandi?

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 19:59

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur stundaði eins og JVJ lokanir hægri vinstri og báðir veittu mér mér þann heiður að loka á mig. Auk Jóns og Lofts hafa heiðrað mig á þann hátt þeir Kristbjörn Árnason og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson .

Satt er það Björn hér er vistvænt umhverfi og notalegt að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 20:05

10 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk fyrir það og hér er alltaf gott að fá góða gesti eins og þig og svo fjölmarga fleiri.

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 20:17

11 identicon

Já, ég hef þann heiður eins og þið að vera brottrækur af síðunni. Ég benti á það smáatriði þegar Jón Valur var að reyna að byggja upp fjöldamótmæli við Alþingi, að hann sjálfur vildi beita háþrýstidælum á mótmælendur og rafbyssum í verstu tilfellunum. Þessa ábendingu þoldi Jón Valur ekki og lokaði á mig.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:43

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi umrædda lokun kemur við alla bloggara. Maður verður hugsi. Engu er líkara en að í Lofti búi að minnsta kosti tvær manneskjur. Önnur er vel menntuð og greinargóð og nálgast viðfangsefni sín eins og best verður á kosið, rökföst og fundvís á góða fleti. Hin hliðin er hálfgerður óþverri, orðljót, fordómafull, uppfull af hatri á pólitískum andstæðingum og á engan hátt aðlaðandi, nema síður sé. Það var sú hliðin sem mbl.is gafst upp á.

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 20:57

13 identicon

Sammála þessu Björn. Margt af því sem Loftur var að skrifa var mjög gott.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:11

14 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, án nokkurs vafa. Hefði hann getað sagt eitthvað fallegt um mig eða þig?

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:25

15 identicon

Ég held ekki, hann stimplar okkur líklega sem kommúnista vegna þess að við styðjum ekki íhaldið. Þegar kemur að pólitík, kynþáttamálum og kynferðismálum, þá er Loftur alveg úti að aka. Aftur á móti er hann ágætur í öðrum málum, t.d. varðandi tækni og vísindi.

Doddi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:30

16 Smámynd: Björn Birgisson

Úps, ég ætla ekki að skrifa það sem ég var að hugsa! Tek undir orð þín, Sveinn hinn Ungi!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband