Ný könnun - taktu þátt!

"Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég set þessi orð á prent og Mogginn notar tækifærið til að loka," segir hann (Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur og vísindakennari) í bréfi til nokkurra vina sinna, segir á síðu Jóns Vals Jenssonar, sem furðar sig fram í fingurgóma á þessari ritskoðun!

Er kominn með nýja skoðanakönnun á síðuna mína í kjölfar þessara tíðinda dagsins.

Spurt er: Var það rétt ákvörðun hjá mbl.is að loka bloggi Lofts Altice Þorsteinssonar?

Könnunin er hér til vinstri á síðunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þótt ég hafi verið andsnúinn öllu sem Loftur hefur skrifað á bloggi sínu, þá tel ég ekki rétt að loka á hann. Ég er á móti ritskoðun eins og hún leggur sig, líka gagnvart skoðanaandstæðingum, nema að það sé svo gróft að það taki engu tali. Og svona til að skilgreina betur þetta huglæga orð "sérlega gróft", þá hef ég ekki lesið neina færslu á moggablogginu sem ég myndi kalla grófa, hvað þá sérlega grófa. Allir eiga rétt á því að tjá sig, líka þeir sem eru vitlausir og/eða heiftúðugir. Ég smellti þess vegna á Nei hér til vinstri. Ég veit að ég gagnrýndi færslu hans og ég vildi að þar við sæti, þ.e. að hann fengi mikla gagnrýni fyrir sín skrif, jafnvel að hann fengi það virkilega óþvegið, en ekki að það yrði lokað á hann. Hann dæmir sig sjálfur með lágkúrunni.

Vendetta, 25.8.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Hann dæmir sig sjálfur með lágkúrunni." Það liggur fyrir, en á þá lágkúran, meiðandi sem hún er, að leka endalaust út eins og hver önnur mengun sem þó er auðvelt að koma í veg fyrir?

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 19:55

3 identicon

Ég er algerlega á móti ritsskoðun.. en þar sem ég sjálfur var rekinn af þessu bloggi fyrir mun minni sakir.. sem og mjög margir aðrir, þá er ekki hægt annað en að loka bloggi Lofts.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekkert annað í stöðunni en að mbl.is opni aftur blogg Lofts -

Óðinn Þórisson, 25.8.2010 kl. 21:01

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, hvernig færðu það út? Hann hefur margoft þverbrotið reglur bloggsins og fengið á sig kvartanir og viðvaranir og orðið að fjarlægja eitthvað af subbulegum skrifum sínum. Hrífst þú af þeim eða ertu bara að rétta flokksbróður hjálparhönd í hlandforinni?

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Loftur fær náðun þá hlýtur það sama yfir aðra að ganga, sem sætt hafa lokun og fyrir minni sakir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 21:12

7 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, þá fer ég fram á að Dr.E og Grefillinn fái náðun líka.

Vendetta, 25.8.2010 kl. 21:30

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þar sem réttlæti eins endar, byrjar réttlæti annarra. Svo er kannski ekkert réttlæti til, nema sem ranghverfan á ranglætinu sem nú veður uppi og hefur öll völd!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:35

9 identicon

Komið þið sælir; Björn - og gestir þínir, hér á síðu !

Rétt þykir mér; að minna Óðinn nokkurn Þórisson á, að hann lokaði á eina athugasemda minna, þegar ég sendi þeim ''Sjálfstæðis''  pjökkunum, vinum hans nokkuð harðort skeyti, fyrir nokkrum árum, hér á vefnum.

Hins vegar; biðji Loftur verkfr. það fólk, sem hann hefir sproksett, fyrir hneigðir sínar, kynrænar,, afsökunar, á þeim orðum sínum, ættu þau Hádegis móa hjú; Árni og Soffía, að opna á hans síðu - en;........ muna þá einnig, eftir Greflinum (Guðbergi Ísleifssyni) - Doctore, fornvini mínum, auk fjölda annarra reyndar.

Með beztu kveðjum; sem oftar /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:46

10 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, mín spá er sú að innan tíðar muni Loftur spranga hér um bloggið, bísperrtur, eins og ekkert hafi í skorist. Þannig er nú pólitíkin! En vissulega þarf hann að vanda sitt orðaval betur og er ekkert einn um það. Allir, sem tjá sig opinberlega, leggja sig undir dóm allra sem lesa. Flestir lesendur eru góðir dómarar. 

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 22:05

11 Smámynd: Vendetta

Ef og þegar Loftur kemur aftur, vona ég að honum verði velgt undir uggum.

Vendetta, 25.8.2010 kl. 22:39

12 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Vendetta !

Tek; undir það. Frjálshyggju æxlinu; sem býr í fylgjendum flestra fylgis manna B - D - S og V lista, þarf að útrýma, svo þetta fólk nái lágmarks jarðsambandi.

Á þessu atriði; flaskaði Jón Valur stórvinur minn nefnilega, í málsvörninni fyrir Loft verkfr, á síðu sinni í dag, ágætu drengir.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 22:46

13 Smámynd: Vendetta

Óskar, ekki öll frjálshyggja er slæm. Ég aðhyllist t.d. félagslega frjálshyggju, sem er bezta stjórnarformið, en það er ekki stefna neins flokks á Alþingi. Þess vegna (m.a.) hefur landið verið í djúpum skít síðan í byrjun 6. áratugarins.

Vendetta, 25.8.2010 kl. 22:58

14 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Vendetta !

Að minnsta kosti; hefi ég ekki enn, rekist á neinn jákvæðan anga, af frjáls  hyggju tetrinu, enn,, sem komið er, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband