Ráðherrakapall

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, taldi að þetta mál myndi leysast á friðsamlegum nótum. Hann sagðist hafa trú á því að ríkisstjórnarflokkarnir héldu áfram samstarfi.

Ögmundur sagðist ekki vera nein skiptimynt fyrir Jón Bjarnason og gaf fyllilega í skyn að Jón Bjarnason væri ekkert á útleið úr ríkisstjórninni.

Ögmundur veit líklega meira um þessi mál en hann gaf upp.

Jóhanna hefur boðað breytingar á stjórninni. Við það vaknar áleitin spurning.

Hvort munu þær breytingar verða gerðar til að friða stjórnarflokkana eða til að gera þjóðinni eitthvað til geðs?

Ég ætla rétt að vona að hún haggi ekki við vinsælustu ráðherrunum.

Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússyni.


mbl.is Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gylfi Magnússon hefur orðið uppvís að helberum lygum og blekkingum bæði gagnvart þjóð og þingi og ætti að vera búinn að taka pokann sinn.

Jón Bjarnason vogar sér hinns vegar að segja opinn sannleikann og vegna þess eru bæði forsætis- og utanríkisráðherra að fara af límingunum og vilja láta reka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann strax !

Þetta er ljóti tvískinningurinn hjá þessu liði.

Gunnlaugur I., 26.8.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei ég held að flestir séu sammála um það að Gylfi sé ekki vinsæll í dag - Eru þingmenn hreyfingarinnar ekki búnir að lofa okkur vantrausti á Gylfa STRAX og þing kemur saman - ég efa að Jóhanna láti það gerast - hún mun sparka honum - SVO er það tillaga allra stjórnmálaflokka nema SF um að draga ESB - umsóknina til baka sem lögð verður fram í haust - ef þingmenn vg greiða atkvæði með tillögunni eins og þeir ættu að gera þá er þessi ríkisstjórn bæbæ -

Óðinn Þórisson, 26.8.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er orðin frekar þreyttur á nýrri yfirlýsingu Ögmundar í hvert sinn sem hann slítur nýtt blað af Baldursbránni. Hvað hefur hún eiginlega mörg blöð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 17:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Baldursbrá, fuðarjurt, móðurjurt, völvubrá

Baldursbrá [Matricaria maritima] - Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason, segir í undirtexta sem vísar í þjóðlegar heimildir*:„Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna!

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 17:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið er ég vitlaus, auðvitað dugir eitt blóm skammt, Ögmundur hlýtur að hafa aðgang að heilum akri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband