Smeykir ráðamenn?

"Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur lagt til að skipuð verði valnefnd þriggja til fjögurra einstaklinga sem leggi mat á umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem ekki hefur tekist full samstaða í stjórn sjóðsins um ráðninguna."

Nú eru ráðamenn greinilega orðnir smeykir við almenningsálitið og þora ekki að stunda pólitíska ráðningaleikinn lengur, en ekki þarf að efast um að viljann til þess vantar ekki!

Nú skal hið faglega ráða, en Guðmundur Bjarnason var vitaskuld pólitískt ráðinn að Íbúðalánasjóði á sínum tíma.

Er þetta ekki ágætt spor í rétta átt?

 


mbl.is Valnefnd um Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri líka kannski einum of ef menn létu hanka sig 2x í röð í því að ráða vini sína..

hilmar jónsson, 26.8.2010 kl. 19:51

2 identicon

Reyndar er þetta bara mjög "clever" leið til pólitískrar ráðningar. Nánast bókað að Yngvi þessi verði ráðinn.

Birgitta Thorleifsdottir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:54

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sagan segir að meirihluti stjórnar vilji fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra og starfandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Ástu H. Bragadóttir.  Hugur Árna standi hins vegar til þess að ráða Yngva Örn Kristinsson og þar standi hnífurinn í kúnni.   Skipun nefndarinnar, sem ráðherra "handvelji" sjálfur í, er bara tilraun til þess að ljá pólitískri ráðningu "faglegan" blæ.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 19:55

4 Smámynd: Björn Birgisson

Já, drengir, kannski er þetta bara Fjallabaksleiðin að pólitískri ráðningu. Það mun koma í ljós og þjóðin fylgist vel með.

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 19:59

5 identicon

Sagan segir meira að segja að 4 af 5 aðilum stjórnarinnar hafi verið fylgjandi því að ráða Ástu H. og það eftir að Capacent hafi talið hana og Yngva Örn hæfust af þeim um það bil 25 (held ég) umsækjendum. Eru það ekki fagleg vinnubrögð, annars vegar af hálfu óháðs fyrirtækis sem gerir sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hefur sérkunnáttu í málefnum starfsmannaráðninga og hins vegar af stjórn fyrirtækisins, sem öllu samkvæmt á að sjá um svona ráðningar. Einnig held ég að ég fari með rétt mál þegar ég segi að ef einhver ágreiningur sé innan stjórnar að þá eigi meirihlutaálit að gilda. Síðast þegar ég gáði voru 4 af 5 aðilum ansi mikill meirihluti.

Þetta er einn stór brandari og alveg greinilegt að Árni Páll ætlar sér að troða Yngva inn sem framkvæmdastjóra. Sá maður ætti nú bara að fara að segja af sér og taka upp einhvern annan feril en stjórnmálaferil.

Gylfi (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:06

6 identicon

Hvernig getur þetta verið pólitísk ráðning þegar Yngvi er ekki flokksbundinn og hefur í gegnum tíðina starfað með öllum flokkum sem hafa verið í stjórn? Ætliði virkilega að segja mér að þið trúið Davíð kallinum og hans félögum í ófrægingarherferð hans gegn Yngva sem benti réttilega á að Davíð seðlabankastjóri hefði getað gert mun meira heldur en bara varað við hruninu heldur raunverulega notað þau stjórntæki sem hann hafði sem seðlabankastjóri eins og honum bar? Yngvi er ekki samfylkingarmaður, hann er ekki aðstoðarmaður Árna heldur vann afmarkað verkefni fyrir hann sem verktaki sem er löngu búið, hann er ekki ráðgjafi Jóhönnu Sigurðar, hann var ekki látinn fara úr Landsbankanum heldur þvert á móti var hann endurráðinn og sagði upp þar. Hann ber af öðrum umsækjendum í reynslu og menntun á þeim vettvangi sem Íbúðalánasjóður vinnur á. Hið rétta er að þetta væri pólítísk ráðning ef Yngvi yrði ekki ráðinn því þá fengi Davíð sínu fram.

Lára (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:10

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að hér eru miklir "sérfræðingar", sem telja sig þekkja til málsins, farnir að tjá sig. Það er vel og ég fagna því.

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 20:16

8 identicon

Þetta er allt orðið miklu betra en þegar íhaldið stjórnaði. Og Steingrímur lofar að þetta verði enn opnara og faglegra í framtíðinni, þau hafa verið á kafi í björgunaraðgerðum en nú gefst meira ráðrúm til að koma málunum í betra horf.

Doddi (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:17

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Faglega væri staðið að verki að ráða Ástu H Bragadóttur til starfans.  Þekki ekki pólitískar skoðanir hennar, en hún er klárlega hæfasti umsækjandinn sem meirihluti stjórnar ku vera sammála um.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2010 kl. 20:24

10 identicon

Komið þið sæl; Björn, og aðrir gestir hans !

Björn; og Jenný Stefanía, sérstaklega !

Takið þið eftir; orðavali Sveins hins Unga, gott fólk - og þið önnur.

''þau hafa verið á kafi í björgunarapgerðum'' leyfir þessi forni spjall vinur minn sér að segja - og það; framan í fólkið, sem þau vinir hans, í Stjórnar ráðinu eru að hrekja út úr híbýlum sínum - þessi misserin.

Sveinn karlinn; nefnir ekkert, 3 - 7 Milljóna króna (mánaðarlaun þess) sjálftökuliðið, í svonefndum slita- og skilastjórnum bankanna - auk allra hinna gæðingann, sem þau Jóhanna og Steingrímur ERU AÐ BJARGA, þessa dagana.

Legg til; að Sveinn hinn Ungi, leyti sér hjálpar, við trúar ofstæki sínu, á þetta lið, við Lækjartorg , suður í Reykjavík, gott fólk.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:03

11 identicon

Ekki vantar hofmóðinn í Óskar, frekar en fyrri daginn.

Doddi (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 23:17

12 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Sveinn hinn Ungi !

Hvaða hofmóð í mér; ertu að tala um ?

Er ég nokkuð, að skrökva upp á þig ?

Vertu bara; sá maður til að viðurkenna, dekur þitt, við ríkjandi valdhafa - kannski skiptir engu máli, hvaða fólk situr í Stjórnarráðinu, hverju sinni, eftir sem áður, finnur þú þig knúinn til, að bera blak af því.

Mögulega; hefði hið sama gilt, um þau Geir og Ingibjörgu, sætu þau enn, í þínum huga - sem og; fyrirennara þeirra, ef til vill.

Ráðlegg þér enn; að leita þér aðstoðar, við krankleika þínum, forni vinur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband