Samúðarkveðjur vegna Ólafs

Oft er sagt að alltaf sé best að vera á réttum stað á réttum tíma. Mikið skelfing er ég feginn því að hafa aldrei búið í Reykjavík og þá hugsanlega í kirkjusókn Ólafs Skúlasonar meints barnaníðings, nauðgara og kynferðisafbrotamanns, sem auk þessa hefur líklega verið glórulaus lygari og siðlaus með öllu undir hempunni.

Hefði ég búið í hans kirkjusókn eru líkur á að hann hefði gefið okkur hjónin saman. Það hefði nú kostað okkur ógildingu hjónabandsins og endurtekningu þeirrar giftingar hjá ærlegum presti eða sýslumanni.

Hefði ég búið í hans kirkjusókn er líklegt að hann hefði skírt börnin mín, sem væri algjörlega óþolandi tilhugsun.

Hefði ég búið í hans kirkjusókn er líklegt að börnin mín hefðu hefðu gengið til hans til undirbúnings fyrir fermingu. Það er líka gjörsamlega óþolandi tilhugsun. Ég á eina dóttur og tvo syni.

Fréttirnar af þessum manni eru lamandi ömurlegar í alla staði.

Ég vil senda öllu því fólki sem þurfti að eiga samskipti við manninn mínar innilegustu samúðarkveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar ég kvæntist 1986, held ég að sóknarpresturinn okkar Skagstrendinga hafi verið skaðlaus af öðru en fégræðgi enda kallaður séra seðil. Þar sem ég vildi ekki fara heim til hans og því síður fá hann heim til mín, mættumst við á miðri leið, sem var kirkjan upp á sléttan metra. Þar var fullkomið fámenni, málið afgreitt með hraði og klerki afhent það sem hans hjarta var næst og málinu lokið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þetta hefur verið mikill lukkudagur fyrir ykkur báða! Báðir fengu sitt, sem hjartanu var kærast.

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Í ljósi þessa, finnst mér nóg komið af myndbirtingum af manninum, ekki síst upprifjunum á sjónvarpsviðtölum.

Það er orðið ágætt í bili og gerir lítið annað en að særa fórnarlömb og ættingja Ólafs.

Nú er að snúa sér að þeim sem ráða í dag, og hvernig á að taka á að klára málið..

hilmar jónsson, 26.8.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband