Góðar kveðjur vestur

"Orkubú Vestfjarða gefur sig út fyrir að vera með lægsta auglýsta raforkuverð á landinu en þar var verðskrá fyrir raforkusölu síðast hækkað um 3% þann 1. ágúst síðast liðinn."

Þetta er stórmerkileg frétt.

Vestfirðingar hafa marga fjöruna sopið í atvinnumálum og farið illa út úr kvótamálum og löngum þurft að greiða afar hátt orkuverð.

Er einhver uppgjöf í þeim?

Öðru nær, krafturinn og lífsviljinn er til algjörrar fyrirmyndar fyrir aðra þegna þessa lands.

Á Vestfjörðum Íslands býr þróttmesta fólk þessa lands.

Bestu kveðjur vestur sendir einn stoltur af uppruna sínum.


mbl.is „Ætlum að vera lægstir áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn minn kæri:

Húmið svarta leggst nú á

með drunga í haustins líki,

áður sól ég bjartar sá

í hvítu vetrar ríki

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Búllshitt.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég meinti beljuskítur.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 00:31

4 identicon

Hvað er beljuskítur? ljóð mitt eða grein Björns ??

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 01:05

5 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, þakka þér kveðskapinn og innlitið!

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 01:25

6 Smámynd: Örn Ingólfsson

Jæja hvaða talsmáti er þetta það mætti halda að þetta væru ekki Vestfirðingar því ekki tölum við svona á netinu! En hvað um það að eftir að Orkubú Vesfjarða tók yfir Hitaveitu Suðureyrar hér á árum áður  þá hækkaði all hressilega heita vatnið! Nú rafmagnið var líka dýrt til húshitunar og sem betur fer sáu Súgfirðingar sér hag í því að leggja hitaveitu eftir að heitt vatn fannst sem var nýtanlegt! Nú ég var einn af þei sem að grófu skurði um Suðureyrarbæ og Guðmundur Ágústsson gekk rösklega fram til að það væri hægt að tengja húsin við hitaveituna! ÞÁ MINNKAÐI RAFMAGNSKOSTNAÐURINN TIL HÚSHITUNAR UM ÓTAL MÖRG PRÓSENT EN ÞAÐ MÁTTI EKKI ÞESS VEGNA VARÐ ÞAÐ ÚR AÐ ORKUBÚ VESTFJARÐA KEYPTI HITAVEITU SUÐUREYRAR FYRIR SLIKK ÞVÍ MIÐUR OG RÉÐI ÞVÍ PÓITÍSKUR MEiRIHLUTI? Á SUÐUREYRI Á ÞEIM TÍMA! NÚ HVERRA FLOKKA VORU ÞEIR BLESSAÐIR? Jæja hvað um það og ég á ekki eftir að sjá það að Orkubú Vestfjarða standi í stað með hækkanir á orkuverði þeir eiga eftir að hækka um 15-20 prósent til að sýna þjóðinni að þeir séu lágir í verði en ekki hafa þeir umbunað sínum kaupendum á Vestfjörðunum nema síður sé undanfarna áratugi!

Örninn

Örn Ingólfsson, 28.8.2010 kl. 02:16

7 identicon

heh..ríkið á OV í dag....Sveitafélagið var neytt til að selja það til að geta borgað eitthvað af skuldum Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar....btw, ef ég man rétt, þá voru sumir nánast skuldlausir fyrir sameiningu.

whatever (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 04:40

8 identicon

efa það stórlega að á vestfjörðum búi þróttmesta fólk landsins,  hef hingað til litið á Ísland sem heild en þar sem þú tekur svona fram ertu annað hvort með fordóma en hlutdrægur því það er ekkert sem fólk frá vestfjörðum hefur afrekað sem ekki hefur verið afrekað af fólki frá öðrum landshlutum.  skil vel þröngsýna stjórnmálaskoðun þína eftir þennan lestur :) kommar eru samt ekkert verri en hommar

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband