28.8.2010 | 21:59
Orkuveitan og bjórinn
Reykvíkingar hafa til þessa fengið heita vatnið og rafmagnið sitt á algjöru útsöluverði. Fólkið sem Reykvíkingar kusu yfir sig til forustu stjórnaði auðvitað, eða handvaldi stjórnendur Orkuveitunnar til góðra verka. Lengi bauðst Reykvíkingum lægsta vatns- og raforkuverð norðan Alpafjalla,
Orkuveitunni hefur verið stjórnað þannig undanfarið að hún er á hvínandi kúpunni og á engan séns á að greiða skuldir sínar. Þeim verður velt á framtíðarbörn borgarinnar, sem öllum er í reynd skítsama um.
Nú er mikill harmagrátur í höfuðborg Íslands.
Reikningar meðalheimilis munu hækka gríðarlega! Um heilar 2000-3000 krónur á mánuði!
Hugsið ykkur svívirðuna!
Þetta eru heilir fjórir stórir bjórar á pöbbum borgarinnar!
Hætt er við að fjöldinn allur af borgarbúum þurfi að sitja heima, að minnsta kosti eina helgi í mánuði, eða kannski eitt laugardagskvöld!
Þetta er bara hræðilegt! Eins og sjónvarpið er nú lélegt!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held við lifum þetta af hérna á bikinu. Hef sjálfur búið úti á landi og þekki háa orkureikninga af meiru en bara afspurn.
Verst þykir mér hvað þessi hækkun gerir við vísitöluna. Það fer nú að koma tíma til að taka það apparat til endurskoðunar - og þótt fyrr hefði verið.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 23:09
Ybbar gogg, sammála með vísitöluna, en það mál er snúið. Eitthvað verður hún að mæla, annað en bjórdrykkjuna þína, þótt hún fylgist auðvitað vel með henni!
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 23:22
Nú ? er þetta ekki það sem þú kaust yfir þig kæri Björn? "besti flokkur" þinn er nú að sýna hvað í hann er spunnið!
Guðmundur Júlíusson, 28.8.2010 kl. 23:28
Guðmundur minn, nei, ég átti ekki því láni að fagna að kjósa Besta flokkinn, búsetu minnar vegna eins og þú veist auðvitað. Orkuveita Reykjavíkur er að því leyti minnisvarði um hrunið, að það kemur í annara hlut að hreinsa til, rétt eins og í ríkisfjármálunum. Sorgleg sem það er, en staðreynd engu að síður.
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 00:33
En þú ert búinn að vera málsvari Jóns Gnarrs á þessu bloggi, ertu að bakka með það?
Guðmundur Júlíusson, 29.8.2010 kl. 00:44
Nei, Guðmundur, ég bakka ekki með það, frekar en önnur mín orð á þessu bloggi. Ég reyni alltaf að skrifa beint frá hjartanu, þessu eina sem mér var gefið og hefur nú haldið í mér lífinu í hartnær 60 ár!
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 01:08
Ég skil Guðmundur, hækkunin er Besta flokknum að kenna, einföld og þægileg afgreiðsla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 01:12
Þeir hefðu átt að hækka verðskrána um 100%, skvera þessum skuldum af, og reka svo helv. fyirtækið eins og á að reka það ... til hagsbóta fyrir eigendur.
Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 02:56
Hefði 100% hækkun dugað til að skvera þessum skuldum af?
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.