Margir trúðu konunum

„Allt stjórnkerfið virðist núna þegar litið er til baka stutt fráfarandi biskup. Og ekki síður virðist hann hafa haft allt samfélagið með sér og þar með talda æðstu ráðamenn og konur þessa samfélags."

Engin ný sannindi koma fram í þessari frétt. Þetta hefur verið augljóst hverjum manni allan tímann. Konurnar voru úthrópaðar sem lygarar en biskupinn hafinn til skýjanna með sínar fjórar Fálkaorður.

Það er þó rangt í fréttinni að hann hafi haft allt samfélagið með sér.

Margir trúðu konunum.


mbl.is Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég velti fyrir mér af hverju presturinn minnist sérstaklega á æðstu ráðakonur. Hverjar voru það, hvaða æðstu ráðakonur studdu Ólaf? Voru nokkrar konur í háum embættum 1996 nema Vigdís?

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 13:06

2 identicon

Guðrún Erlendsdóttir var í Hæstarétti og Guðrún Helgadóttir forseti Alþingis að mig minnir. Var ekki Kvennaframboðið enn til? hins vegar má segja að samfélagið og kerfið brást þessum konum. ef að svona margir trúðu þeim af hverju var ekkert gert. ég man eftir þessu og var hissa þegar málið var látið niður falla vegna þess að ég taldi þetta vera rétt. þegar málið var látið niður falla hélt ég að annað hvort hefði ég haldi rangt eða þær hefðu verið keyptar. Hryllilegt til þess að vita að dóttir hans hafi þolað þetta ofbeldi líka...ég man t.d. hvað mamma vorkenndi eiginkonu hans að sitja undir þessu öllu saman....núna hugsa ég með sorg yfir því að hún þagði yfir ofbeldi gegn sinni eigin dóttur.

þóra gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 13:12

3 identicon

Þriggja blaðsíðna viðtal var við Karl biskup í Lesbók Mogga. 
 
Þetta er eina vitalið sem enginn af starfsmönnum Morgunblaðsins merkir sér.  Hvað segir það? 
Er það samið úti í bæ og sent inn á ritstjórnina? 
Er það kannski tekið af karlinum sem stýrir Mogganum? 
Eða er biskupinn að tala við sjálfan sig?

Hafa menn spáð í þetta. ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"....virðist hafa stutt fráfarandi biskup....?"

Er Karl búinn að segja af sér?

Að öðrum biskupi- eða þannig:

Þetta er á því tímabili sögu okkar þegar biskupar eru mestu tignarmenn þjóðarinnar. Nú er von á yfirreið biskups um kirkjusóknina og fólk fylgist af mikilli forvitni með mannaferðum því alla fýsir að leiða þennan tignarmann almættisins augum þó ekki væri nema tilsýndar.

Kerling nokkur hafði beðið stund úr degi við ljórann og loks sér hún eitthvað niðri á götunni álengdar frá bænum og sér þó óglöggt. Eftir nokkra stund þykist hún sjá að þarna muni vera kominn biskupinn og ríðandi eins og von var á en hægfara þótti henni reiðskjótinn og fas knapans eftir því. Og henni verður að orði:

"Já, álútur ríður hann núna blessaður biskupinn!"

Henni missýndist. Þetta var graddi að riðlast á merarpútu.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 14:14

5 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, ég rak líka augun í "fráfarandi biskup". Mogginn setur þetta svona fram, kannski orðrétt haft eftir konunni. Vildi ekki breyta því. Ég er bara BB og alls enginn HHG!

Takk fyrir góða sögu .

Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 14:22

6 Smámynd: Björn Birgisson

Skúli, mér finnst ósmekklegt að nefna nafn Vigdísar í þessu samhengi.

Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 14:24

7 identicon

Nákvæmlega hvað er ósmekklegt?

Skúli (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 14:53

8 identicon

Afhverju er ósmekklegt að nefna nafn Vigdísar?

Kemur ekki ein af þessum konum inn á framkomu hennar við sig?  Mér finnst að það eigi enginn að vera hafinn yfir gagnrýni eða gagnrýna umræðu. Varð þetta mál ekki svona vegna þess að sumar persónur mátti ekki  gagnrýna opinberlega.

ósk (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:09

9 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, jæja, mér finnst einhvern veginn að hún sé hafin yfir þetta allt, eða ætti að minnsta kosti að vera það.

Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 15:22

10 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/8/31/sigrun-palina-fundur-med-vigdisi-mikid-afall/

Rakst á þessa færslu þína Björn og fannst ég verða að benda þér á linkinn hér fyrir ofan 

Spurning hvort þú verðir ekki að endurskoða afstöðu þína til Vigdísar í þessu máli, það gleymdist nefnilega svo oft að Vigdís var/er mannleg eins og við hin og fær um að sýna hroka og annað það viðmót sem ekki þykir gott, rét eins og við sauðsvartur almúginn.....því miður

Anna Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Anna, takk fyrir þetta. Var búinn að sjá þetta á dv.is. Jú, jú, öll erum við víst breysk og mannleg.

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband