Skortir pólitískan kjark?

"Mörður segir að helst eigi að afgreiða tillöguna nú þegar þing kemur saman í september."

Gott hjá Merði Árnasyni. 

Mér virðist augljóst að úr þessu verður umsókn Íslands um aðild að bákninu ekki dregin til baka. Ekki vegna þess að viljann til þess vanti hjá ýmsum þingmönnum. Miklu heldur vegna þess að hinn pólitíska kjark skortir til þess.

Get ekki betur séð en að andstæðingar aðildar séu að verða skíthræddir og séu að rembast við að herða bæði róðurinn og áróðurinn gegn inngöngu landsins í báknið.

Hægri pressan er ekkert að flagga því að 76% Dana, 54% Finna, 52% Svía og 53% íbúa allra aðildarlandanna una vel sínum hag í bákninu samkvæmt nýbirtri könnun, en þar segir að 29% Íslendinga séu hlynntir inngöngu. Mig grunar að sú tala segi í raun fátt. Margt á eftir að upplýsast betur.

Nú er hamast gegn því að ESB fái að kynna fyrir landsmönnum fyrir hvað báknið stendur. Miklu betra að halda landanum óupplýstum! Eitthvað jákvætt og spennandi gæti komið í ljós!

Nú er hamast gegn því að ESB veiti Íslendingum styrki til að létta undir við kostnaðinn við ferlið, sem mun vera ærinn. Þekktir styrkjakóngar á Alþingi eru þar framarlega í flokki!

Það er eins og andstæðingar aðildar séu algjörlega búnir að gleyma því að á einhverjum tímapunkti fá þeir að greiða atkvæði gegn inngöngu í Þjóðaratkvæðagreiðslu, rétt eins og Norðmenn hafa í tvígang gert.

Á sama tíma lauma stuðningsmenn aðildar atkvæðum sínum í kjörkassana.

Svo verður bara talið.

Þannig virkar lýðræðið.


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða þörf er á því að það standi einatt fullyrðing gegn fullyrðingu um það hvort meirihluti þjóðarinnar styðji- eða styðji ekki aðildarviðræður?

Hvaða nauðsyn rak ríkisstjórnarmeirihlutann á Alþingi til að beita fulltrúa sína þrýstingi til að fella tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvenær varð það lýðræðinu nauðsyn að fyrsta verk ríkisstjórnar sé að kveikja elda ófriðar, fyrst inni á sjálfu Alþingi og síðan úti í samfélaginu með því að taka til meðferðar af fullkomnu ofbeldi heitasta deilumálið og halda því til streitu í áraraðir óbreyttu?

Hvenær var það afgreitt og ákveðið að við sem ekki viljum sjá hvað er í pakkanum séum ekki marktækir?

Af hverju eru þeir þá marktækir sem ekki vilja fara í sama pakkaferðalag til Kína eða Afganistan?

Ég vil ekki undir neinum kringumstæðum þurfa að taka við neinum frekari tilskipunum frá erlendri ríkjasamsteypu um það t.d. hvaða ljósaperur ég nota í minni íbúð.

Margir þættir íslenskrar menningar eru sértækir um Ísland, s.s. matarvenjur og þjóðlegar verkunaraðferðir á mat standast vitaskuld ekki staðla ESB.

Þetta er kannski ekki stórmál til framtíðar litið en það er alltaf stórmál þegar smáþjóð leggur stjórnsýslulög sín á hendur erlends valds.

Um þvílík mál hafa risið borgarastyrjaldir.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, allt er þetta í höndum þingsins. Ég er alveg sammála Merði. Þingið verður að tjá hug sinn betur til þessa máls. Kannski verður það bara úr sögunni innan tíðar og áhyggjum þínum þar með létt af herðum þér. Kannski færðu líka að kjósa!

Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála Merði? Bíddu, er það fyrst núna sem rennur upp ljós fyrir skynsömu fólki og það sér að Alþingi starfar í umboði þjóðarinnar og þjóðina varðar um það hvort þetta Alþingi starfar eftir þeim loforðum sem meirihluti þess gaf þjóðinni um opna stjórnsýsluhætti og að efla beint lýðræði?

Og við skulum ekki gleyma því að forysta Vinstri grænna brást í öllum beinum skilningi kjósendum sínum með því að samþykkja umsóknarferlið. Þetta hafði verið eitt afdráttarlausasta stefnumál Steingr. J. og frambjóðenda Vg í öllum kjördæmum. Og þessi einarða afstaða Vg í kosningabaráttunni dró til flokksins fjöldafylgi frá öðrum flokkum m.a. Sjálfstæðisflokknum.

Það á ekki að þurfa neina "vitrun" gegn um miðilinn Mörð Árnason til þess að alþingismenn og ráðherrar átti sig á því hvað felst í skilgreiningunni: "maður."

Meiri þroska krefst þetta mál nú ekki af hendi V.g. Samfylkingin sveik hinsvegar engan í þessu máli. Nóg er nú samt.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 15:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ein rökvilla í málinu. Andstæðingar ESB vilja leggja fyrir Alþingi tillögu um að aðildarumsóknin að ESB verði dregin til baka. Verði þannig tillaga samþykkt á Alþingi er eitthvað meira að marka hana en samþykkt þess sama Alþingis að sækja um aðild að ESB, sem andstæðingar þess hafa ekki viljað viðurkenna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel: Er Mörður ekki að gera ráð fyrir þessu álitamáli með ályktuninni um að ef tillagan um að draga umsóknina til baka verði samþykkt á Alþingi þá verði málinu vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 16:17

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mér skilst að þetta sé komið út í aðlögun sem ekki var heymild fyrir frá Alþíngi, en ekki verið aðskoða málin. Er þetta vitlaust skilið hjá mér? 

Eyjólfur G Svavarsson, 29.8.2010 kl. 16:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kann að vera Árni, ég er svona í aðra röndina að tala frekar um hina almennu umræðu þessa þessa dagana.

Eyjólfur, Ísland verður ekki aðili að ESB nema slíkt verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem líður hugmyndum um að sú atkvæðagreiðsla verði bara ráðgefandi er bull og þvæla, þjóðin mun aldrei samþykkja annað en hún verði ákvarðandi og endanleg.  Ég mun beygja mig undir vilja þjóðarinnar á hvorn vegin sem fer, en sumir munu illa una lýðræðinu, þykist ég vita, verði aðildin samþykkt.

Þetta tal um umsókn, aðlögun og öll þau orð önnur sem hentar að nota í hita umræðunnar um samningaferlið er bara orðhengilsháttur og orðaleikur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband