30.8.2010 | 16:19
Lán til Keflavíkur?
Ólafur Nilsson, formaður nefndarinnar sem hefur eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna, segir að verið sé að vinna í því að senda bréf til þeirra sveitarfélaga sem skulda meira en 150% af heildartekjum og segir Reykjanesbæ í þeim hópi.
Ég heyrði tveggja manna tal í dag um fjárhagsvanda Reykjanesbæjar. Efnislega var það nokkurn veginn svona:
Annar: Þetta eru skelfilegar fréttir af fjármálunum hjá íhaldinu í Keflavík.
Hinn: Hvað skulda þeir mikið?
Annar: Það veit ég ekki, en fréttirnar segja að 1,8 milljarðar hafi gjaldfallið fyrir fjórum vikum og ekki sé til króna upp í það.
Hinn: Af hverju lánar ekki Grindavíkurbær grönnum okkar þessa upphæð? Á ekki bærinn 4 milljarða á bankabók eftir allt Hitaveitubraskið?
Annar: Ég veit ekki nákvæmlega hve mikið er eftir af þeim peningum, en við getum ekki lánað þá til Keflavíkur.
Hinn: Af hverju ekki að lána Keflvíkingum þessa peninga ef þeir samþykkja að borga sömu vexti og bankinn er að borga núna?
Annar: Það gengur aldrei, líklega eru þeir vextir of háir, svo geta þeir hugsanlega aldrei borgað þetta til baka. Það sem verra er, ég held að þeir eigi andskotann ekkert eftir til að setja að veði.
Hinn: Ef þetta er svona slæmt er þessi hugmynd mín líklega bara arfavitlaus og best að geyma aura bæjarins í bankanum, þar sem þeir eru. Ég var nú meira að grínast!
Annar: Já, já, heyrðu nú fáum við okkur kaffi!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og þú bendir á Björn þá hefur Íhaldið ekki aðeins skuldsett allt hálfa leið til himna, þeir hafa líka selt allar eigur bæjarins og leigja þær af nýjum eigendum. Þetta hefur verið kallað, eins og Icesave, - tær snilld.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 16:27
Hvernig endar þetta eiginlega?
Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 16:32
Endar? Þetta endar ekkert, við tökum upp veskið og þeir halda áfram.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 16:36
Má nota kreditkort?
Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 16:58
Það verður þá að hafa hraustlega heimild.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.