Helguvíkur harmleiknum þarf að ljúka

"Okkur finnst að hraði þeirra mála sem fara í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik" segir Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garðinum.

Skemmtilega orðað, en sorglega satt.

40 milljarðar er dágóð fúlga. Allt þetta Helguvíkurmál er orðið að einhverri þeirri mestu hringavitleysu sem ég man eftir. Stjórnsýslan öll hefur sýnt sig vera algjörlega óhæfa í málinu, en hefur nú tækifæri til að hrista af sér slenið.

Þetta mál er þannig statt í kerfinu að ekki verður snúið við eða áformum frestað eða hætt við þau. Sama hvaða afstöðu fólk hefur almennt til nýrra eða gamalla álvera.

Margir Suðurnesjamenn eru að verða brjálaðir út í stjórnvöld sem alltaf virðast bregða fætinum fyrir allar hugmyndir um aukna atvinnu á svæðinu.

Reykjanesbær er á kúpunni og þarf nauðsynlega á alverinu að halda og ekki síður þurfa vinnufúsar atvinnulausar hendur að láta ærlega til sín taka.

Nú er bara að spýta í alla lófa sem málið varðar og drífa allt það af stað sem þarf til að álver í Helguvík verði að veruleika sem fyrst.


mbl.is Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Mig grunar að ódyrara væri að afskrifa 40 milljarða heldur en að bæta hundruðum milljarða skuldsettningu við til að koma þessari vitleysu á koppinn.  Maður auglýsir eftir heildarkostnaði vegna þessa verkefnis og fjármögnunargetu (sem er víst engin).

Fyrir þessa snillinga sem stjórna sveitarfélögunu Reykjanesskaganum þá væri þeim nær að tala hreint út um málin, mig grunar að ekki sé það bara bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem þarf að taka sjálfræðið af.

 Kveðja

Andrés Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Andrés, takk fyrir þetta. Hvaða bæjarstjórnir ert þú með í huga?

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég myndi vilja rannsókn á þeim öllum í raun ásamt Reykjavíkurborg með hliðsjón af HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur.

Kveðja

Andrés Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 19:13

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því mður er ég alveg sammála þér -

EN vandamálið er að

vinstri stjórnin er með atvinnupólitískt einelti þarna -

Óðinn Þórisson, 30.8.2010 kl. 19:38

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn Þórisson, því miður? Ertu bara lítill strákur og einsýnn, svona pólitískt séð? Ég er sammála þér um óheppilega aðkomu ríkisstjórnar Íslands að þessu máli. Katrín Júlíusdóttir virðist þó vera að reyna að höggva á þá Gordionshnúta sem hér hafa verið hnýttir. Gangi henni sem best í því verkefni sínu. Er það ekki? Eða ertu einn þeirra sem fyrirlítur allt sem er vinstra megin við hægri fótinn?

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 19:49

6 Smámynd: Björn Birgisson

Andrés, ætli slík rannsókn sé nú ekki í gangi nú þegar á bak við tjöldin? Nú er stóri bróðir með augun alls staðar! Veitir kannski ekki af!

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 19:54

7 Smámynd: Dingli

Sæll Björn.

Einn frekar óhentugur galli er á hugmyndinni um Helguvíkur-álver, orkan er ekki til, og verður það ekki.

Dingli, 31.8.2010 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband