30.8.2010 | 23:42
Félagsþjónustan ber skugga spilafíkninnar ofurliði
"Þoturnar munu verða óvopnaðar og ekki búnar til að bera skotfæri. Því verður hægt að skrá þær sem borgaraleg flugför. Þær verða ekki notaðar til neinna heræfinga í íslenskri lofthelgi."
Þessi frétt er sú fyrsta jákvæða fyrir Suðurnesjamenn í skuggalega langan tíma. Árni Sigfússon berst nú í brimgarðinum fyrir eigin pólitísku lífi og lífi Reykjanesbæjar. Ég óska honum og öllum nágrönnum mínum á Norðurnesinu velfarnaðar í þeirri baráttu.
Þar á bæ hafa menn hagað fjármálunum á svipaðan hátt og tíðkast á Betsom.com. Verið algjörir gamblarar. Gert fjármál bæjarfélagsins að einum alls herjar póker. Lagt mikið undir, en tapað í sífellu, þannig að nú leigja þeir flest það sem önnur sveitarfélög eiga með tilheyrandi skuldum reyndar.
Það er algjör skylda hvers sem skrifar um málefni líðandi stundar að draga fram allar hliðar málanna. Mogginn gerir það ekki. Fréttablaðið gerir það ekki. Ég reyni mitt besta til að gera það.
Reykjanesbær, þeirra Sjálfstæðismannanna, er í skuggalegri stöðu, það er lýðum ljóst.
**********************
Að einu leyti er Reykjanesbær ekki í skugganum, heldur baðaður farsælu ljósi. Öfugt við skilgreiningu hefðbundinnar pólitíkur, standa forráðamenn í Reykjanesbæ að einni þeirri bestu félagsþjónustu sem fyrirfinnst í landinu. Sérhver sá, sem um sárt á að binda einhverra hluta vegna, fötlunar, geðraskana eða annars sem herjar á mannfólkið, er líklega best kominn í Reykjanesbæ af öllum sveitarfélögum landsins.
Eftir því sem ég best veit, og hef nokkuð fyrir mér í því, er félagsþjónusta Reykjanesbæjar til algjörrar fyrirmyndar og vissulega kostar hún sitt. Það vita Árni og félagar, en borga samt glaðir.
Hægri hvað? Vinstri hvað?
Heiður þeim sem heiður ber!
Góðar stundir á Ljósanótt, ágætu nágrannar.
Við hjónin mætum, eins og alltaf!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.