Hundleiðinlegar hraðahindranir

"Á síðasta ári slösuðust 2559 einstaklingar í umferðinni, samkvæmt útreikningum Sjóvár. Er það 2,7% fækkun frá árinu á undan. Alls fækkaði umferðaróhöppum um 15% milli ára."

Vel á þriðja þúsund slasaðir í umferðinni á einu ári er hræðilega há tala., en einkar ánægjulegt er að sjá að umferðaróhöppum fer fækkandi um þessar mundir. Það er góð þróun sem vonandi heldur áfram.

Talandi um umferðina. Ég man ekki hve gamall ég var þegar ég sá fyrst fyrirbærið hraðahindrun á götu og ég segi það fullum fetum að mér leiðast þær óskaplega. Ef ég ákveð að aka heiman frá mér að heimili dóttur minnar og hennar fjölskyldu, sem er nokkur hundruð metra leið, þá þarf ég að aka yfir sex hraðahindranir, þar af tvær sem eru allt of háar, og hafa stórskemmt nokkra bíla.

Hér í Grindavík, tæplega 3000 manna bæ, eru um eða yfir 30 hraðahindranir og mér er kunnugt um að fjölmargar beiðnir um enn fleiri liggja hjá bæjaryfirvöldum.

Hraðahindranir eru að mínu mati hallærisleg redding svona eftir á, því göturnar eru bara illa hannaðar í byrjun, nú eða aldrei fullkláraðar samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Þrenging götu er miklu skynsamlegri kostur en fjallhá hraðahindrun, sem er öllum ökumönnum til ama og leiðinda.

Í kjölfar nokkurra fyrirspurna komst ég að raun um að ein nokkuð vegleg hraðahindrun kosti kannski um 400 þúsund krónur og meira ef leggja þarf niðurföll, þar sem hindrunin stoppar vatnsflæði um götuna.

Heyrt hef ég að hraðahindranir í Reykjavík kosti Strætó tugmilljónir á ári í auknu viðhaldi vagnanna.

Það eru örfáir vitleysingjar í umferðinni sem gera það að verkum að íbúar allra gatna heimta hraðahindrun í sína götu.

Er ekki einfaldara að taka þessa umferðarvitleysingja úr umferð en að standa í öllum þessum rándýru framkvæmdum?

 


mbl.is 2559 slösuðust í umferðinni í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband