Fjármálasnillingar?

"Forráðamenn Ríkisútvarpsins ákváðu fyrr í ágúst, að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá næsta vetur. Ástæðan var sögð 9% niðurskurður sem RÚV þarf að fara eftir."

Einhvers staðar las ég að síðasta vetur hafi Spaugstofan kostað RÚV um 72 milljónir. Ekki get ég séð fyrir mér að kostnaðurinn verði minni fyrir Stöð 2, því nú þarf að byrja allt upp á nýtt. Útvega búninga, leikmyndir og hvað þetta heitir nú allt saman.

Aldrei er fjallað um fjármál Stöðvar 2 á þann veg að þar sé gnótt fjármagns og því allir vegir færir. Þvert á móti virðist skuldaklafinn vera fyrirferðarmestur í bókhaldinu og mörgu góðu fólki hefur verið sagt upp störfum í hagræðingarskyni.

En það eru víst einhverjir af snjöllustu fjármálamönnum Íslands sem þar ráða ríkjum og þeir virðast geta keypt Spaugstofuna, enska boltann og allt sem þeim dettur í hug að kaupa, þrátt fyrir þrönga stöðu.

Svona vinna bara fjármálasnillingar! Er það ekki?

Ég hlakka til að sjá Spaugstofuna í haust, en geri heldur ráð fyrir all breyttum þætti.

Kemur Randver inn aftur?

PS. Taktu þátt í nýrri könnun hér til vinstri.


mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað óska ég þeim alls góðs í framtíðinni um leið og ég óska RÚV til hamingju með að hafa fært 365 miðlum SPAUGSTOFUNA á silfurfati og þannig styrkt þá í samkeppninni (kannski það sýni stjórnvisku Páls Magnússonar). En ég kem EKKI til með að kaupa mér áskrift að stöð2 þrátt fyrir að áskrift kosti "aðeins" 259 kr á dag en það eru 94.535 kr á ári.

Jóhann Elíasson, 31.8.2010 kl. 17:17

2 identicon

Ég er löngu hættur áskrift að stöð 2, ég mun aldrei kaupa áskrift ámeðan fyrirtækið er í eigu vissra einstaklinga. Ég myndi heldur ekki vinna fyrir þetta fólk.

Með Spaugstofu; Ég var ekkert að hlaupa á eftir því að horfa... gerði það þó ef ég sat við kassann... óska þeim þó góðs gengis.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:22

3 Smámynd: Björn Birgisson

Er þá ekki ráðið að fara í heimsókn til ættingja eða vina á laugardagskvöldum, bjóða sér í mat og Spaugstofuna á eftir?

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 17:24

4 identicon

Klókt hjá Stöð2 að láta RÚV borga launin þeirra Páls Magnússonar og Sigrúnar Stefánsdóttur. 

Það vantar bara opinbera viðurkenningu á því að þau vinni fyrir ljósvakamiðla Jóns Ásgeirs.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:27

5 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, hægt og bítandi er RÚV að grafa sér eigin gröf. Rás 2 er löngu búin að skíttapa fyrir Bylgjunni og RÚV Sjónvarp stefnir lóðbeint að sömu úrslitum gagnvart Stöð 2. Heilt ríkisvald er að skíttapa fyrir Jóni Ásgeiri og félögum. Svona er Ísland í dag!

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband