31.8.2010 | 18:21
Ný könnun - taktu þátt
Er komin með nýja könnun á síðuna mína, sem ég býð alla velkomna að taka þátt í. Málefni Reykjanesbæjar hafa mikið verið í sviðsljósi fjölmiðlanna. Þar er atvinnuleysi einna mest á landinu og mörgum finnst sem ríkisstjórnin bregði fæti fyrir flest sem mætti verða til úrbóta í þeim efnum.
Reykjanesbær er skuldum vafinn og á ekki fyrir afborgunum, lagði gífurlega fjármuni í rándýra höfn í Helguvík, vegna væntanlegs álvers, sem kannski aldrei rís, en vonandi þó. Árni Sigfússon virðist nokkur brattur í viðtölum, þrátt fyrir erfiða stöðu bæjarfélagsins, hans sjálfs og flokks hans, sem öllu ræður í Reykjanesbæ.
Spurt er:
Hvernig hefur Árni Sigfússon staðið sig sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar?
Könnunin er hér til vinstri. Taktu þátt!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var ekki alvega fatta þetta hafnarkjaftæði hjá Árna Sigfúsar í Kastljósinu í gærkveldi og að sú framkvæmd sé að sliga sveitafélagið. Því ég veit ekki betur en að þessi höfn sé búin að vera þarna a.m.k. í ein 10 ár eða svo og er algerlega ófullnægjandi fyrir heilt álverið eins og hún lítur út í dag. Ef álverið yrði að veruleika, sem verður ekki, þyrfti að stækka höfnina fyrir einhverja milljarða sem liggja ekki í skúffum sveitarfélagsins.
Svo ættu menn að fara að þurrka gufuna úr augunum. Því stóra vandamálið sem enginn þorir talar um er; að vita vonlaust er að koma u.þ.b. 600 megavöttum niður í Helguvík. Loftlínur ganga ekki vegna nálægðar við flugvöllinn. Hafa menn annars séð línurnar sem liggja niður í Reyðarfjörð? Að setja línurnar í jörð eins og menn tala um er ekki eins einfalt og það virðist. Því þá kemur krafa um þrjár þriggja fasa línur í stað tveggja eins og fyrir austan - ein aðallína og tvær til vara. En það er vegna þess að ef bilun kemur upp eins og stundum gerist, þá er viðgerðartími landlína miklu lengri en loftlína. Við erum m.ö.o. að tala um samtals níu fasa. Á milli hvers fasa sem verða að vera í lokuðum sjókældum stokkum þurfa að vera 20 metrar. Við erum sem sagt að tala um tæplega 200 metra breitt línustæði þar sem ekkert annað fengi þrifist.
Hringdu upp í hitaveitu og spurðu Geir, hann var í Kastljósinu áðan... nær hefði verið að spyrja hann um þetta atriði en dælingu á affallinu frá lóninu út í sjó... hann þekkir málið
Atli Hermannsson., 31.8.2010 kl. 21:00
Takk fyrir þetta, Atli Hermannsson. Þetta hef ég heyrt áður og líka að þessi tæknilegu vanda mál megi leysa. Ekkert vit hef ég á því.
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 21:11
Fjandi er nú hart ef Árni Siff á engan að sem getur reddað honum þessu lítilræði sem vantar upp á til að bjarga gjaldþroti hreppsins.
Málið er nú ekki flóknara en það að ná aurum úr einhverjum þokkalegum bótasjóði tryggingafélags og síðan bjargar ríkið auðvitað tryggingafélaginu.
Þetta er nú ekki flókið ferli. Hann Þór Árnabróðir veit allt um þessa leið.
Árni Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 23:04
Árni Gunnarsson, kaldhæðni þín þýðir mitt frosna hjarta, sem áður var svo heitt og vongratt!! Takk fyrir lífgjöfina! Nú fer 112 í kaffi!
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 23:21
Björn, þetta er tvíþætt, annars vegar að leysa tæknihliðina á u.þ.b. 50 km af sjókældum stokkum .... og hins vegar línustæðið sjálft sem þarf að liggja í gegnum byggð, en mjög athyglisvert væri að sjá teikningu af því.
Atli Hermannsson., 1.9.2010 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.